Georgía

Fréttamynd

Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu

Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar flýi her­kvaðningu Pútíns

Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn.

Erlent
Fréttamynd

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun

Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja geta heimsótt leiði sonar síns

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa

Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Georgíumenn kalla eftir kosningum

Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga.

Erlent
Fréttamynd

Höfuðpaur Istanbúl-árásar drepinn

Öryggislögregla Georgíu segir að maðurinn hafi einnig sprengt sjálfan sig í loft upp eftir um tuttugu klukkustunda langt umsátur lögreglu fyrir utan Tbilísí í síðastu viku.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2