Björgunarsveitir

Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót
Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári.

Ferjuðu ferðamenn í bæinn eftir vandræði í Hvalfirði
Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út eftir að tvær rútur með ferðamenn innanborðs lentu í vandræðum í mikilli hálku í Hvalfirði seint í gærkvöldi.

Einn í biluðum báti og björgunarsveitin á leiðinni
Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út frá Garði, Sandgerði, og Reykjanesbæ vegna lítils báts sem er úti við Garðskagavita. Í bátnum er einn maður um borð.

Óprúttnir aðilar þykjast vera í Hjálparsveit skáta
Hjálparsveit skáta í Kópavogi segir óprúttna aðila nú nota nafn sveitarinnar í annarlegum tilgangi.

Flugeldarnir kosta það sama og í fyrra
Flugeldasala hefst hjá björgunarsveitum landsins í dag. Verð á flugeldum er það sama og í fyrra vegna hagstæðs gengis þegar flugeldarnir voru keyptir frá Kína.

Landsbjörg varar við netsvikurum
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar nú við óprúttnum aðilum sem auglýsa nú leik undir fölsku flaggi félagsins.

Taka sér frí frá flugeldum
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Björgunarsveitir kallaðar út vegna bíla sem sátu fastir á heiðinni
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast vegna þungrar færðar allt í kring um borgina. Nokkrar þeirra voru kallaðar út síðdegis vegna þæfingsfærðar á Mosfellsheiði.

Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina
Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina.

„Hann var bókstaflega að deyja í höndunum á okkur“
Hreinn Heiðar Jóhannsson komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að hafa komið tveimur manneskjum til bjargar á einum sólarhring. Hann heldur áfram að bjarga mannslífum en fyrr á þessu ári kom hann að manni sem reyndist vera vinur hans, alvarlega slösuðum eftir vélsleðaslys á Langjökli.

Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum
Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag.

Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla.

Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum
Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum.

Svakalegur tími í að snúa ferðamönnum við
Björgunarsveitarkona sem sinnti gosgæslu í kvöld segir svakalegan tíma hafa farið í að spjalla við ferðamenn og snúa þeim við sem hyggjast ætla að gosi. Þá sé töluverður fjöldi sem stöðvi bíl sinn á Reykjanesbrautinni.

Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu
Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn.

Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili
Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna.

Nokkrum göngumönnum snúið við í morgun
Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu.

Smábátur lenti í vandræðum við Álftanes
Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli.

Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni
Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða.

Landsbjörg fær aukinn styrk í desember
Björgunarsveitirnar eru sannarlega eitt af skýrum einkennum íslensks samfélags og gott dæmi um samtakamátt þjóðarinnar þegar á reynir.

Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar
Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári.

Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin
Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Enginn slasaðist alvarlega
Enginn slasaðist alvarlega í rútuslysi á Holtavörðuheiði á þriðja tímanum í dag.

Rútuslys á Holtavörðuheiði
Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn
Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum.

Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning
Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu.

Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega
Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina.

Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við
Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá.

„Það er alveg glatað að þurfa að yfirgefa bæinn sinn“
Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það.