Björgunarsveitir

Fréttamynd

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Innlent
Fréttamynd

Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli

Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau.

Innlent
Fréttamynd

Telur að fasta rútan hafi greitt götu björgunarsveita

Bóndi í Vestur-Skaftafellssýslu sem aðstoðaði rútu sem festi sig í tvígang í ófærð á jóladag segir að björgunarsveitir hafi átt greiðari leið með fólk í skjól vegna þess að eigendur rútunnar fengu hann til hjálpar. Lögreglurannsókn á málinu stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta átak Um­hverfis­stofnunar kom aftan að okkur“

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi

Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 

Innlent
Fréttamynd

Rútan festist aftur og lög­regla mannar lokunar­pósta

Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru

Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum.

Innlent
Fréttamynd

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í Höfnum inni­lokaðir í fleiri sólar­hringa

Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem leitað var í Þykkva­bæjar­fjöru

Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitir fluttu líf­færi, krabba­meins­sjúk­ling, ó­fríska konu og lyf fyrir lang­veikt barn

Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn.

Innlent
Fréttamynd

Tók við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög

Björgunarsveitarmanninum Tómasi Loga Hallgrímssyni óraði ekki fyrir hvernig næstu sólarhringar yrðu þegar hann var kallaður út á laugardagsmorgun. Tvö þúsund aðstoðarbeiðnir, lokanir, fúkyrði frá manni með keðjusög og ákeyrsla tóku við en hann er loksins kominn heim. 

Innlent
Fréttamynd

Óveðursverkefnum formlega lokið

Óveðursverkefnum Björgunarsveita er formlega lokið. Eftir því sem leið á daginn fækkaði verkefnum og nú er hiti um frostmark á höfuðborgarsvæði sem minnkar skafrenning.

Innlent
Fréttamynd

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Innlent