Facebook

Fréttamynd

Óttuðust sarínárás á Facebook

Skrifstofur Facebook í hinum svokallaða Kísildal Bandaríkjanna voru rýmdar sem og fjögur önnur nærliggjandi hús eftir að sjálfvirkir skynjarar í póstrými fyrirtækisins sýndu að snefilmagn af saríngasi væru utan á sendingu sem barst fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands

Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Segir að engin gögn bendi til afskipta Rússa

Engin sönnunargögn benda til þess að utanaðkomandi aðilar á borð við rússnesk stjórnvöld hafi nýtt sér samfélagsmiðilinn Face­book til þess að hafa óeðlileg afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu sumarið 2016.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook stefnt vegna svindls

John de Mol, hollenskur auðjöfur, hefur höfðað mál gegn Facebook og heldur því fram að miðillinn hafi leyft sviksömum auglýsendum að nota nafn sitt og ímynd til þess að klekkja á fólki með Bitcoin-svindli.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisveikleikinn í WhatsApp nýttur til nútímalegrar vopnaframleiðslu

Alvarlegi öryggisveikleikinn sem uppgötvast hefur í WhatsApp-samskiptaforritinu var notaður til þess að búa til vopn svo njósna mætti um notendur forritsins. Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að um sé að ræða nútímalega vopnaframleiðslu sem sé helst nýtt af leyniþjónustum eða sambærilegum ríkisstofnunum. Hann segir ólíklegt að almenningur þurfi að óttast að verða fyrir árás vegna veikleikans en mikilvægt sé að hafa í huga að möguleikinn sé fyrir hendi.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.