
Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra
Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins.

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja
Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla.

Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra
Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla
Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar.

Flestir starfsmenn Facebook og Google vinna heima til 2021
Þegar kórónuveirufaraldurinn fór á kreik gripu fyrirtækin til þeirra ráða að láta starfsmenn vinna heiman frá og mun aðeins lítill hluti starfsmanna snúa aftur á næstu mánuðum.

Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?
Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að misgengið, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir.

Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19
Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum.

Orðin sem Íslendingar leita eftir á Google í miðjum faraldri
Davíð Lúther Sigurðarson hjá Sahara var á línunni hjá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun og fór yfir það hvað Íslendingar hafa leita að í leitarvél Google á árinu.

Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti
Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni.

Youtube dregur úr gæðum eins og Netflix
Forsvarsmenn Youtube tilkynntu í morgun að dregið yrði úr gæðum myndbanda í Evrópu.

Starfsfólki Google sagt að halda sig heima vegna faraldursins
Af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar hafa um 100.000 starfsmenn Alphabet, móðurfélags Google, í Norður-Ameríku verið beðnir um að halda sig heima og vinna þaðan.

Banna misvísandi kosningaáróður á Youtube
Bannað verður að dreifa röngum upplýsingum um framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, villa á sér heimildir og dreifa ósannindum um kjörgengi eða ríkisborgararétt frambjóðenda.

Móðurfélag Google er metið á billjón
Alphabet, móðurfélag Google, er nú komið á stall með bandarísku fyrirtækjunum Apple, Amazon og Microsoft en hlutabréf allra þessara fyrirtækja hafa verið metin á meira en billjón króna.

Sýna hvernig við gúggluðum tónlistarfólk síðasta áratuginn
Leitarvél Google er notuð um allan heim og fangar tölfræði fyrirtækisins áhuga heimsbúa á tilteknum málum. Starfsmenn Google hafa nú tekið saman áhuga fólks á tónlistarfólki undanfarin áratug og sett fram á myndrænan hátt.

Stofnendur Google stíga til hliðar
Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google.

Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva
Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna.

Nýr sími Google inniheldur ratsjá
Fyrirtækið Google kynnti í dag ný tæki og tól sem notendur munu geta nálgast á næstunni.

Ný leikjaþjónusta Google lítur dagsins ljós í nóvember
Um er að ræða áskriftarþjónustu þar sem fólk mun geta spilað tölvuleiki í gegnum netið, án þess að þurfa að eiga tölvur.

Google segist hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna
Vísindamenn Google segja fyrstu skammtatölvuna með örgjörvum sem geti framkvæmt útreikninga langt umfram getu öflugustu ofurtölva samtímans. Þetta er talinn mikilvægur áfangi í þróun skammtatölva.