Ferðalög

Fréttamynd

Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir

Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvartaði til Sam­göngu­stofu vegna of dýrs flug­miða

Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr.

Neytendur
Fréttamynd

Skandinavísk flug­fé­lög af­nema grímu­skyldu

Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári.  Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé.

Erlent
Fréttamynd

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum

Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Út­gjöld vegna ferða­laga er­lendis jukust um 59 prósent

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Neytendur