Allir halda stjörnu og OTO fær viðurkenningu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. maí 2024 23:43 Sigurður Laufdal ásamt öðru lykilstarfsfólki: Micaela Ajanti aðstoðaryfirkokki, Andreu Ylfu Guðrúnardóttur veitingastjóra, Darra Má Magnússyni yfirbarþjóni, Helenu Toddsdóttur vaktstjóra. aðsend Veitingastaðurinn OTO fékk í dag Michelin-viðurkenningu, auk þess sem allir þeir íslensku veitingastaðir, sem hlutu Michelin-stjörnu á síðasta ári, halda þeirri viðurkenningu í ár. Á síðu Michelin guide hlýtur Oto glimrandi umsögn. „Skemmtilegur, lifandi og ferskur staður sem býður upp á eitthvað nýtt og spennandi í reykvískri matarmenningu. OTO er einn heitasti staðurinn í bænum þökk sé líflegri stemningu og blöndu af ítalskri og japanskri matarhefð,“ segir á vef Michelin. Matargerðin er sögð snjöll og virka vel. Sigurður Laufdal eigandi veitingastaðarins OTO segir það algjöran draum fyrir veitingastað að hljóta slíka viðurkenningu, sér í lagi í ljósi þess hve stutt hann hefur verið opinn. Spurður hvort viðurkenningin hafi komið á óvart segir Sigurður: Sigurður Laufdal. „Já og nei, allir sem einn hafa lagt mikið á sig til að gera OTO af þeim veitingastað sem hann er í dag þannig það kemur kannski ekki á óvart en er vissulega mikið gleðiefni fyrir okkur.“ Athygli vakti þegar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á OTO. Sigurður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Auk OTO mælir Michelin sérstaklega með veitingastöðunum Brút, Tides Sumax og Mat og Drykk. Þá eru staðirnir Óx, Dill og Moss allir áfram með Michelin stjörnu. Sigurður segir viðurkenninguna hafa mikla þýðingu. „Þetta er góð hvatning sem gefur okkur staðfestingu á því að við séum að róa í rétta átt og mögulega fáum við fleiri matarunnendur að utan sem eru að ferðast um landið okkar á OTO.“ Gómsætt.aðsend Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Á síðu Michelin guide hlýtur Oto glimrandi umsögn. „Skemmtilegur, lifandi og ferskur staður sem býður upp á eitthvað nýtt og spennandi í reykvískri matarmenningu. OTO er einn heitasti staðurinn í bænum þökk sé líflegri stemningu og blöndu af ítalskri og japanskri matarhefð,“ segir á vef Michelin. Matargerðin er sögð snjöll og virka vel. Sigurður Laufdal eigandi veitingastaðarins OTO segir það algjöran draum fyrir veitingastað að hljóta slíka viðurkenningu, sér í lagi í ljósi þess hve stutt hann hefur verið opinn. Spurður hvort viðurkenningin hafi komið á óvart segir Sigurður: Sigurður Laufdal. „Já og nei, allir sem einn hafa lagt mikið á sig til að gera OTO af þeim veitingastað sem hann er í dag þannig það kemur kannski ekki á óvart en er vissulega mikið gleðiefni fyrir okkur.“ Athygli vakti þegar sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á OTO. Sigurður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Auk OTO mælir Michelin sérstaklega með veitingastöðunum Brút, Tides Sumax og Mat og Drykk. Þá eru staðirnir Óx, Dill og Moss allir áfram með Michelin stjörnu. Sigurður segir viðurkenninguna hafa mikla þýðingu. „Þetta er góð hvatning sem gefur okkur staðfestingu á því að við séum að róa í rétta átt og mögulega fáum við fleiri matarunnendur að utan sem eru að ferðast um landið okkar á OTO.“ Gómsætt.aðsend
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur