„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 13:16 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira