
Akstursíþróttir

„Hann er ekki lengur sá Michael sem hann var“
Jean Todt, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferrari í Formúlu 1 og forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, hefur tjáð sig um sig ástand Michaels Schumacher.

Segir önnur lið þurfa að klífa Everest til að ná Red Bull
Toto Wolff, liðstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að önnur lið þurfi að klífa Everest ætli þau sér að ná Red Bull liðinu á næsta tímabili.

Verstappen á ráspól enn á ný
Hollendingurinn fljúgandi, Max Verstappen, verður á ráspól í Aby Dhabi kappakstrinum á morgun en þetta verður í tólfta sinn sem Verstappen ræsir fremstur í ár.

„Michael Schumacher hélt að ég ætlaði að drepa hann“
Fyrrum keppinautur formúlukappans Michael Schumacher er meðal viðmælanda í nýrri heimildarþáttarröð sem kemur út tíu árum eftir að þýski heimsmeistarinn slasaðist illa í skíðaslysi í Ölpunum.

Átjándi sigur Verstappen eftir mikla spennu
Þrátt fyrir refsingu og árekstur var það heimsmeistarinn Max Verstappen sem fagnaði sigri í Formúlu 1 keppni næturinnar í Las Vegas. Sigurinn er sá átjándi hjá Verstappen á tímabilinu.

Leclerc á ráspól í Las Vegas
Charles Leclerc verður á ráspól í Formúlu 1 keppninni í Las Vegas á morgun. Ferrari náði tveimur bestu tímunum en heimsmeistarinn Max Verstappen mun engu að síður byrja í öðru sæti.

Ótrúleg uppákoma í Vegas: „Er þetta holræsi?“
Allt virðist vera í steik í Las Vegas þar sem næstsíðasta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram. Æfingin var stöðvuð eftir aðeins níu mínútur þegar bíll Carlos Sainz, ökumanns Ferrari, eyðilagðist.

Formúlubrautin í Las Vegas ónýt og allt í tómu tjóni
Fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í meira en fjóra áratugi byrjar ekki vel en það varð að hætta við æfingu í nótt.

Heimsmeistarinn gagnrýnir Las Vegas kappaksturinn: „99 prósent sýning“
Max Verstappen er með 266 stiga forskot í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt og er hann fyrir löngu búinn að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð.

Stóra veðmál formúlunnar í Las Vegas um helgina
Úrslitin eru fyrir löngu ráðin í baráttunni um heimsmeistaratitil Formúlu 1 í ár en það engu að síður mikil spenna í formúluheiminum fyrir keppni helgarinnar.

Verstappen sló 71 árs gamalt met í Sao Paulo
Max Verstappen, ökuþór Red Bull, hélt áfram að bæta eigið sigurfjöldamet þegar hann vann öruggan sigur í Formúlu 1 kappakstrinum í Sao Paulo. Þetta var 17. sigur Verstappen á tímabilinu.

Pirraður út í RedBull orðróm
Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, er pirraður út í orðróminn sem segir hann vera á leiðinni til meistaraliðs RedBull.

Lögmaður Schumachers tjáir sig: „Snerist alltaf um að vernda einkalíf hans“
Lögmaður Michaels Schumacher útskýrir af hverju engin endanleg skýrsla um ástand ökuþórsins fyrrverandi hafi verið opinberuð.

Max Verstappen sló met en hörmung fyrir heimamanninn
Max Verstappen er fyrir löngu orðinn heimsmeistari ökumanna í formúlu eitt en hann heldur þó áfram að bæta við ótrúlegt forskot sitt.

Ferrari á fremstu rásröð með heimsmeistaran fyrir aftan sig
Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz verða á fremstu rásröð þegar farið verður af stað í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld. Nýkrýndi þrefaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki langt undan og ræsir þriðji.

Verstappen vann sprettinn í Austin örugglega
Max Verstappen sigraði sprettaksturinn í Austin í Bandaríkjunum nokkuð örugglega í gær og varð þar með fyrsti ökumaðurinn í sögunni til að vinna sprettaksturinn þrisvar á sama tímabili.

Ökuþór Aston Martin áminntur fyrir slæma hegðun
Forráðamenn FIA hafa gefið út skriflega yfirlýsingu um hegðun Lance Stroll í Katar kappakstrinum um síðustu helgi. Eftir að hafa mistekist að sækja stig úr keppninni kastaði ökuþórinn stýrinu sínu, svívirti fyrirmæli og virtist ýta þjálfara sínum.

Fimmtíu stiga hiti í ökuklefa Formúlu eitt ökumannanna um helgina
Formúlu eitt ökumennirnir þurftu að upplifa hálfgert helvíti í katarska kappakstrinum um helgina.

Verstappen á ráspól en titillinn gæti verið í höfn áður en lagt verður af stað
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í katarska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Það gæti þó verið að Hollendingurinn verði búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn áður en ökumenn leggja af stað.

Biðst afsökunar á gríninu um Schumacher og kennir ferðaþreytu um það
Spænski Formúlu 1 sérfræðingurinn sem gerði grín að Michael Schumacher í beinni útsendingu hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.

Gerði grín að ástandi Schumachers í beinni útsendingu
Spænskur Formúlu 1 sérfræðingur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín að ástandi Michaels Schumacher í beinni útsendingu.

Sjáðu samantekt frá Formúlu 1 keppninni í Japan
Red Bull tryggði sér í nótt sigurinn í keppni bílasmiða í Formúlu 1. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes.

Red Bull meistari bílasmiða annað árið í röð
Keppnislið Red Bull landaði sínum sjötta titli bílasmiða í Japan í morgun þrátt fyrir að aðeins annar ökumaður liðsins lyki keppni. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes.

Verstappen með níu fingur á titlinum
Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes.

Fastir liðir eins og venjulega: Verstappen á ráspól í Japan
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, sem átti erfiða daga í Singapúr síðustu helgi, virðist vera búinn að hrista af sér slenið. Eftir mikla yfirburði á æfingu í Japan í gær tryggði hann sig örugglega á ráspól í tímatökum í morgun.

Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð.

Samantekt frá Formúlu 1 keppninni í Singapúr: Sigurganga Red Bull á enda
Spánverjinn Carlos Sainz á Ferrari bar sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fór í Singapúr. Sigurganga heimsmeistarans Max Vertsappen og Redd Bull-liðsins er því á enda.

Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz
Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð.

Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær.

Sainz á ráspól en heimsmeistarinn hefur verk að vinna
Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í Formúlu 1 í Singapúr á morgun.