Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júlí 2024 13:30 Verstappen var ósáttur í gær, það er óhætt að segja það. Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær. Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram. Akstursíþróttir Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram.
Akstursíþróttir Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira