„Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.11.2025 15:03
Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Samkeppniseftirlitið hefur veitt Ölgerðinni grænt ljós á 3,5 milljarða króna kaup á Gæðabakstri ehf. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:45
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:44
Hækkar verðmatið á Sjóvá og spáir miklum viðsnúningi í afkomu á næsta ári Væntingar um verulega bætta afkomu á næsta ári, ásamt lækkandi markaðsvöxtum að undanförnu, skýrir einkum nokkra hækkun á verðmati Sjóvá, samkvæmt greiningu á tryggingafélaginu. Innherjamolar 18. nóvember 2025 15:13
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 13:45
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17. nóvember 2025 11:02
Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Fríður Skeggjadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðamála hjá Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 17. nóvember 2025 10:49
Umfang skortsölu með Alvotech hélst óbreytt áður en gengi bréfanna hríðféll Ekki er að sjá nein merki um að fjárfestar hafi verið að bæta við skortstöður sínar með bréf Alvotech dagana áður en líftæknilyfjafélagið greindi frá því að FDA myndi ekki veita markaðsleyfi fyrir nýja hliðstæðu að svo stöddu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði í kjölfarið um þriðjung. Innherjamolar 16. nóvember 2025 12:43
Lækka verðmatið á Icelandair og spá þungri samkeppnisstöðu vegna sterkrar krónu Verðmat á Icelandair er lækkað lítillega eftir uppgjör síðasta fjórðungs, einkum vegna lakari samkeppnishæfni samhliða mikill gengishækkun krónunnar, en virði félagsins er samt talið umtalsvert hærra miðað við núverandi markaðsgengi. Innherjamolar 14. nóvember 2025 14:36
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. Viðskipti innlent 14. nóvember 2025 11:08
Víð Sýn Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Skoðun 14. nóvember 2025 07:03
Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Ölgerðin segist ekki vera í samstarfi við Bjórkastið eða stjórnanda þess, Sverri Helgason, í tengslum við orkudrykkinn Egils Orku. Sverrir lýsti drykknum sem opinberum drykk „íslenska öfgahægrisins“ og hafa aðrir gantast með að hann tengist hvítri kynþáttahyggju. Lífið 13. nóvember 2025 13:35
Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. Viðskipti innlent 13. nóvember 2025 10:11
Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Gengið var frá kaupum Sendafélagsins ehf. á 4G og 5G dreifikerfum Sýnar hf. og Nova hf. Kaupverðið nemur samtals 2,6 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að formlegu framsali fjarskiptabúnaðarins ljúki í árslok. Viðskipti innlent 13. nóvember 2025 06:53
Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Tekjur lyfjafyrirtækisins Alvotech jukust milli ára og hyggjast stjórnendur nýta sér nýja veltufjármögnun upp á 100 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 12,7 milljarða króna, til að fjármagna áframhaldandi rekstur. Félagið átti 43 milljónir dala í lausu fé í lok september. Rannsóknar-, þróunar- og stjórnunarkostnaður einn og sér nam um 216 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 12. nóvember 2025 23:03
Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. Viðskipti innlent 12. nóvember 2025 15:25
Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust. Viðskipti innlent 12. nóvember 2025 12:50
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11. nóvember 2025 14:23
Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum. Innlent 11. nóvember 2025 11:58
Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. Viðskipti innlent 11. nóvember 2025 10:27
Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. Viðskipti innlent 11. nóvember 2025 10:14
Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. Innlent 10. nóvember 2025 21:45
Ætti ekki endilega að hafa áhrif á umsóknir um aðrar hliðstæður Alvotech Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni. Innherji 10. nóvember 2025 15:11