Markaðir

Bitcoinæði á Íslandi
Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin.

Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi
Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands.

Musk tekur fram úr Bezos
Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.

Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung
Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut.

Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri
Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum.

Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli
Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Félag Friðberts kaupir allt hlutafé í Heklu
Riftún ehf., sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu hf., hefur keypt allt hlutafé í bílaumboðinu Heklu.

Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu
Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar.

Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu
Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum.

Afar fáir tóku yfirtökutilboði Samherja
Hlutur Samherja Holding í Eimskip mun aukast lítillega eftir yfirtökutilboð þess fyrrnefnda. Afar lítill hluti hluthafa tók tilboðinu.

Fjárfesting sonarins þrefaldaðist
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins.

Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur.

Fjögur ráðin til Stefnis
Theodór Sölvi Blöndal, Vigdís Hauksdóttir, Þorsteinn Andri Haraldsson og Eiríkur Ársælsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni að undanförnu.

Prentsmiðjur sameinast undir merkjum Litrófs
Prentsmiðjurnar Litróf, GuðjónÓ og Prenttækni hafa sameinast undir merki Litrófs.

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf
Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar.

Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast
Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir.

Norwegian í frjálsu falli
Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent.

Hafa lokað á viðskipti með bréf í Norwegian
Búið er að loka á öll viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Norwegian í norsku kauphöllinni. NRK segir frá því að von sé á tilkynningu frá félaginu.

Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu
Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina.