Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. Innlent 19.12.2025 14:22
Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 19.12.2025 13:13
Síminn klárar kaup á OK og Öryggismiðstöðinni fyrir nærri fjórtán milljarða Með kaupum Símans á öllu hlutafé í Opnum Kerfum og Öryggismiðstöð Íslands, sem eru að stórum hluta bæði í eigu framtakssjóðs í rekstri VEX, þá er áætlað að árlegur rekstrarhagnaður Símans muni aukast um 2,3 milljarða þegar samlegðaráhrifin vegna viðskiptanna eru að fullu komin fram. Seljendur félaganna munu meðal annars fá greitt með sem nemur fimmtán prósenta hlut í Símanum en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað lítillega eftir tilkynninguna. Innherji 19.12.2025 11:03
Einkafjárfestarnir sem vilja leiða Heiðar til forystu í stjórn Íslandsbanka Innherji 18.12.2025 09:29
Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent 17.12.2025 11:55
„Mikil umframeftirspurn“ þegar Alvotech seldi breytanleg bréf fyrir 14 milljarða Alvotech hefur gengið frá sölu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð rúmlega 100 milljónir dala, sem kemur til nú þegar ljóst er að seinkun verður á sölu nýrra lyfja félagsins á Bandaríkjamarkað, til hóps um tuttugu alþjóðlegra fjárfesta en „mikil“ umframeftirspurn var sögð vera í útboðinu. Til að verjast markaðsáhættu lánar dótturfélag Alvotech kaupendum bréfanna jafnframt almenn hlutabréf í líftæknilyfjafélaginu sem selja þau síðan með tíu prósenta „afslætti“ miðað við dagslokagengið í gær. Innherji 17. desember 2025 10:20
Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu. Innherji 16. desember 2025 11:32
Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15. desember 2025 20:40
Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Innlent 15. desember 2025 14:19
Síminn að ganga frá kaupum á öllu hlutafé Opinna Kerfa Stjórnendur Símans halda áfram að leita tækifæra til frekari vaxtar samstæðunnar og eru núna langt komnir með að ganga frá kaupum á upplýsingatæknifyrirtækinu Opnum Kerfum sem er að meirihluta í eigu framtakssjóðs hjá VEX. Innherji 15. desember 2025 11:36
Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Erlent 14. desember 2025 07:17
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors. Viðskipti innlent 13. desember 2025 13:32
Stjórnarlaun hjá stærri félögum og lífeyrissjóðum hækkað um helming frá 2022 Þegar litið er til miðgildis stjórnarlauna hjá skráðum félögum, ríkisfyrirtækjum og lífeyrissjóðum þá voru þau yfir sjö milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýrri greiningu Attentus og PwC, og höfðu hækkað umtalsvert frá árinu 2022. Innherjamolar 13. desember 2025 12:38
Lífeyrissjóðir fá nærri fimmtungshlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fasteignasafni Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin. Innherji 13. desember 2025 12:11
Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Flugvél Icelandair var komin alla leið austur að Hallormsstað þegar henni var snúið við til Reykjavíkur vegna ókyrrðar. Innlent 12. desember 2025 16:52
Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech, hefur afboðað komu sína í hlaðvarpið Chess after dark vegna viðtals við Albert Guðmundsson knattspyrnumann, þar sem hann ræðir nauðgunarmál á hendur honum. Stjórnendum hlaðvarpsins þykir miður að Róberti sé svo misboðið að hann sjái sér ekki fært að mæta í viðtal. Lífið 12. desember 2025 12:25
Vonbrigði í Vaxtamáli Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Skoðun 11. desember 2025 15:31
Spá aukinni verðbólgu um jólin Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. Viðskipti innlent 11. desember 2025 11:07
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10. desember 2025 21:33
Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið. Innherjamolar 10. desember 2025 17:36
Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík. Innlent 10. desember 2025 15:50
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10. desember 2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10. desember 2025 14:06
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. Innherji 10. desember 2025 09:38
Heiðar freistar þess að komast í stjórn Íslandsbanka Hópur sem Heiðar Guðjónsson fer fyrir stendur að baki kröfu um boðað verði til sérstaks hluthafafundar hjá Íslandsbanka en sem einn stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum freistar hann þess að komast í stjórn bankans. Innherji 9. desember 2025 16:43
Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Ómar Úlfur Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar og mun leiða áframhaldandi uppbyggingu dagskrárgerðar og þróunar stöðvarinnar. Lífið 9. desember 2025 14:44