Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Stjórnarliðar, ábyrgðin er ykkar

Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur plastlausrar náttúru Íslands

Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Tómas á lágu plani

Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi.

Skoðun
Fréttamynd

Um elliglöp

Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með "elliglöp”.

Skoðun
Fréttamynd

Stál í stál á þingi í stjórnarskrármálinu

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna greinir á um hvernig túlka megi orð forseta Íslands um stjórnarskrárbreytingar í ræðu við þingsetningu. Formaður Framsóknarflokksins leggur áherslu á breytingar í skrefum. Píratar vara við bútasaumi

Innlent
Fréttamynd

Sprungið lífeyrissjóðskerfi

Árið 2013 voru starfandi hér á landi 27 lífeyrissjóðir skv. skýrslu vinnuhóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 2015 um framtíðarsýn í lífeyrismálum. Þar kemur fram að iðgjöld til sjóðanna árið 2013 voru 109,4 milljarðar, en útgreiðslur 59,5 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Óupplýstur kostnaður, skuldir og rekstrartöp Hörpu

Enn er fyrirspurn Péturs H. Blöndal heitins um kostnað og rekstur Hörpu ósvarað á Alþingi, þ.e.a.s. hver er hinn enn óupplýsti heildarkostnaður hennar. Upplýsingar vantar enn um rekstur og rekstraráætlanir frá A-Ö! Pétur vildi allt upp á borðið:

Skoðun
Fréttamynd

Heildarhugsun um Austurvöll og Víkurgarð

Lögð hefur verið fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Landssímareits í miðbæ Reykjavíkur sem vakið hefur hörð viðbrögð og blaðaskrif. Verði byggt samkvæmt þessari tillögu mun það þrengja mjög bæði að Víkurgarði – gamla kirkjugarði Reykvíkinga – og Austurvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Gangandi gjaldmiðill í flíspeysu

Ég elska túrista. Svo framarlega sem ég lendi ekki fyrir aftan þá í bíl úti á landi þar sem þeir nauðhemla við hvert einasta ský sem lítur út eins og fugl eða öfugt þá elska ég þá. Ég elska að rölta niður Laugaveginn og sjá þessar gangandi evrur og dollara í flíspeysunum sínum

Bakþankar
Fréttamynd

Bretar muni sjá eftir Brexit

Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Verja á 25 milljónum í æskuslóðir Jóns forseta

Forsætisráðuneytið vill verja 25 milljónum í endurbætur og viðhald á Hrafnseyri við Arnarfjörð samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. 30 milljónir eiga að fara í heimreið og heimasvæði Bessastaða. Enn þarf að styrkja öryggi Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fórust á hjúkrunar­heimili í Flórída eftir Irmu

Fimm létust á hjúkrunar­heimili í Flórída í gær eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir. Hjúkrunarheimilið, sem er í Hollywood í Flórída, hefur verið rafmagnslaust dögum saman og var það rýmt í gær enda afar heitt þar inni þar sem loftræsting virkar ekki.

Erlent
Fréttamynd

Ekki víst að flensa verði jafn skæð hér og í Ástralíu

Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) hefur varað við því að sjúkrahús þurfi nú að búa sig undir skæðan inflúensufaraldur. Frá þessu greindu breskir miðlar í gær. "Það er í raun ekkert hægt að segja fyrr en inflúensa byrjar um hvort hún verði verri hér en í fyrra. Þótt hún hafi verið verri í Ástralíu er ekki hægt að segja að það verði eins á norðurhveli jarðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Innlent
Fréttamynd

Stelpa gengur inn á bar…

Um helgina var blásið til stórrar hátíðar á Háskólasvæðinu. Þar skemmti ég mér með vinum mínum og drakk bjór og hló og dansaði. Frábærlega skemmtilegt! Fyrir utan eitt leiðinlegt atvik sem er því miður jafnframt það eftirminnilegasta.

Bakþankar
Fréttamynd

Mýtan um Norðurlöndin

Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um rakaskemmdir í húsnæði

Í Morgunblaðinu 1. september birtust athyglisverðar greinar um milljarða króna mygluskemmdir og um áhrif rakaskemmdanna í húsum á þá sem þar starfa. Mygluskaðar í húsum hafa verið mikið til umræðu í fréttum og fjölmiðlum vegna skemmdanna á Orkuveituhúsinu. Í greininni voru taldar upp margar byggingar Landspítalans, sem orðið hafa fyrir rakaskemmdum

Skoðun
Fréttamynd

Förum vel með hneykslin

Öll höfum við sterka hvöt til þess að hneykslast, svei mér þá ef hún er ekki jafn frek til fjörsins og kynhvötin sjálf. Áður var afar einfalt að fullnægja henni, það þurfti ekki nema einn homma í þorpið og þá voru flestir komnir með mánaðarskammt af rammri hneykslan.

Bakþankar
Fréttamynd

Betra samfélag

Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breytingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafarvald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfur í málmbræðslu nema 3,6 milljörðum

Landsbankinn á rúma tvo milljarða króna undir vegna lánveitinga til GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Verksmiðjan fór í þrot í janúar en skiptastjórinn reynir nú að selja hana. Var undir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljónir heimila án rafmagns í Flórída

Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Syndir feðranna

Enn er of snemmt að segja hvort mannanna verk hafi átt sinn þátt í hamförunum vestanhafs á undanförnum vikum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Prófsteinn á stjórnarsamstarfið

Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf.

Innlent