Heildarhugsun um Austurvöll og Víkurgarð Orri Vésteinsson skrifar 14. september 2017 07:00 Lögð hefur verið fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Landssímareits í miðbæ Reykjavíkur sem vakið hefur hörð viðbrögð og blaðaskrif. Verði byggt samkvæmt þessari tillögu mun það þrengja mjög bæði að Víkurgarði – gamla kirkjugarði Reykvíkinga – og Austurvelli. Markmiðið er að bæta við enn einu hótelinu í miðbænum, fylla það sem nú er almannarými með gistiplássum svo hægt verði að græða á því peninga. Í miðbæ Reykjavíkur er ekki hægt að byggja nýtt án þess að það sé á kostnað einhvers. Gömul hús geta þurft að víkja, fornleifar eru grafnar burt og skyggt er á sólarljósið. En það geta líka verið óræðari atriði sem eru skert, eins og fegurð götumyndar, stemning eða andi borgarinnar og þó það sé ekki einfalt að skilgreina slíka hluti þá hafa þeir áþreifanleg áhrif á hvernig er að búa í borginni eða heimsækja hana. Þeir sem vilja byggja hótel í miðbænum eru að gera út á þetta óræða sem gerir hann heillandi og spennandi. Þeir vilja fá af því arð en til þess þurfa þeir á sama tíma að skerða það sem gerir miðbæinn svona eftirsóknarverðan því undantekningalítið vilja þeir byggja hagkvæmt – stórt og ljótt – þó það dragi úr heildargildi þess sem þeir ætla sér að græða á. Þetta er auðvitað þversögn en gróðafýsnin er jafn gegndarlaus og hún er skammsýn og borgaryfirvöld eru æ ofan í æ staðin að því að láta alls kyns óhæfu og vitleysu eftir gróðabröllurum á kostnað borgarbúa. Eitt af því sem torveldar borgaryfirvöldum að standa í lappirnar er hvernig deiliskipulag er skilgreint. Deiliskipulag Landssímareitsins sem nú er í kynningu er afmarkað af línu sem dregin er í kringum lóðirnar þar sem byggja á og breyta. Deiliskipulagið nær því ekki yfir aðliggjandi svæði, þar á meðal Austurvöll og Víkurgarð, sem framkvæmdirnar munu þó hafa mikil og varanleg áhrif á. Það hentar framkvæmdaaðilum vel að borgin meti byggingaráform þeirra á forsendum framkvæmdanna en ekki öðrum. Það eru hins vegar hagsmunir borgarbúa að borgaryfirvöld hugsi heildstætt um áhrif framkvæmdatillagna – einkum og sérílagi þegar þær þrengja að tveimur af örfáum opnum rýmum öðrum en bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur, görðum sem þar að auki eru gríðarleg söguleg og samfélagsleg verðmæti.Nýtt vopn Nú hafa borgaryfirvöld fengið nýtt vopn sem ástæða er til að vekja athygli á. Inntak nýlegra laga um verndarsvæði í byggð er að skilgreina megi heildir, heil hverfi eða borgarhluta, á grundvelli verndargildis. Það sem hefur verndargildi á stað eins og miðbæ Reykjavíkur er ekki bara gömlu húsin heldur allt þetta áþreifanlega og óáþreifanlega sem gerir miðbæinn að einstökum stað. Það er sagan – allt sem gerðist á undan og leiddi til þess sem er í dag – það er gatnakerfið og umferðin, trén og fuglarnir, skrúðgöngur og kröfugöngur, hæð húsanna og svipmót, stofnanirnar og fyrirtækin, íbúarnir, skjólið fyrir norðanáttinni, ferðamenn og fullir unglingar, sjónlínur og skuggavarp, gangstéttarhellur og brunahanar, tónleikar og mótmæli, meira að segja bílastæðin og gangbrautirnar. Verndaráætlun á ekki að snúast um að frysta þessa hluti og koma í veg fyrir að neinu verði breytt. Hún á að skilgreina hvað það er sem gefur miðbænum gildi svo hægt sé að meta hverju er verið að fórna þegar tillögur um framkvæmdir eru lagðar fram. Hótelbyggjendur vita vel hvers virði plássið í miðbænum er. Reykvíkingar eiga kröfu á að borgaryfirvöld leggi það niður fyrir sér líka og taki ákvarðanir sínar í samræmi við það. Það má vel fresta afgreiðslu tillögu um breytingu á deiliskipulagi Landssímareitsins þangað til unnin hefur verið verndaráætlun fyrir miðborgina. Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Lögð hefur verið fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Landssímareits í miðbæ Reykjavíkur sem vakið hefur hörð viðbrögð og blaðaskrif. Verði byggt samkvæmt þessari tillögu mun það þrengja mjög bæði að Víkurgarði – gamla kirkjugarði Reykvíkinga – og Austurvelli. Markmiðið er að bæta við enn einu hótelinu í miðbænum, fylla það sem nú er almannarými með gistiplássum svo hægt verði að græða á því peninga. Í miðbæ Reykjavíkur er ekki hægt að byggja nýtt án þess að það sé á kostnað einhvers. Gömul hús geta þurft að víkja, fornleifar eru grafnar burt og skyggt er á sólarljósið. En það geta líka verið óræðari atriði sem eru skert, eins og fegurð götumyndar, stemning eða andi borgarinnar og þó það sé ekki einfalt að skilgreina slíka hluti þá hafa þeir áþreifanleg áhrif á hvernig er að búa í borginni eða heimsækja hana. Þeir sem vilja byggja hótel í miðbænum eru að gera út á þetta óræða sem gerir hann heillandi og spennandi. Þeir vilja fá af því arð en til þess þurfa þeir á sama tíma að skerða það sem gerir miðbæinn svona eftirsóknarverðan því undantekningalítið vilja þeir byggja hagkvæmt – stórt og ljótt – þó það dragi úr heildargildi þess sem þeir ætla sér að græða á. Þetta er auðvitað þversögn en gróðafýsnin er jafn gegndarlaus og hún er skammsýn og borgaryfirvöld eru æ ofan í æ staðin að því að láta alls kyns óhæfu og vitleysu eftir gróðabröllurum á kostnað borgarbúa. Eitt af því sem torveldar borgaryfirvöldum að standa í lappirnar er hvernig deiliskipulag er skilgreint. Deiliskipulag Landssímareitsins sem nú er í kynningu er afmarkað af línu sem dregin er í kringum lóðirnar þar sem byggja á og breyta. Deiliskipulagið nær því ekki yfir aðliggjandi svæði, þar á meðal Austurvöll og Víkurgarð, sem framkvæmdirnar munu þó hafa mikil og varanleg áhrif á. Það hentar framkvæmdaaðilum vel að borgin meti byggingaráform þeirra á forsendum framkvæmdanna en ekki öðrum. Það eru hins vegar hagsmunir borgarbúa að borgaryfirvöld hugsi heildstætt um áhrif framkvæmdatillagna – einkum og sérílagi þegar þær þrengja að tveimur af örfáum opnum rýmum öðrum en bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur, görðum sem þar að auki eru gríðarleg söguleg og samfélagsleg verðmæti.Nýtt vopn Nú hafa borgaryfirvöld fengið nýtt vopn sem ástæða er til að vekja athygli á. Inntak nýlegra laga um verndarsvæði í byggð er að skilgreina megi heildir, heil hverfi eða borgarhluta, á grundvelli verndargildis. Það sem hefur verndargildi á stað eins og miðbæ Reykjavíkur er ekki bara gömlu húsin heldur allt þetta áþreifanlega og óáþreifanlega sem gerir miðbæinn að einstökum stað. Það er sagan – allt sem gerðist á undan og leiddi til þess sem er í dag – það er gatnakerfið og umferðin, trén og fuglarnir, skrúðgöngur og kröfugöngur, hæð húsanna og svipmót, stofnanirnar og fyrirtækin, íbúarnir, skjólið fyrir norðanáttinni, ferðamenn og fullir unglingar, sjónlínur og skuggavarp, gangstéttarhellur og brunahanar, tónleikar og mótmæli, meira að segja bílastæðin og gangbrautirnar. Verndaráætlun á ekki að snúast um að frysta þessa hluti og koma í veg fyrir að neinu verði breytt. Hún á að skilgreina hvað það er sem gefur miðbænum gildi svo hægt sé að meta hverju er verið að fórna þegar tillögur um framkvæmdir eru lagðar fram. Hótelbyggjendur vita vel hvers virði plássið í miðbænum er. Reykvíkingar eiga kröfu á að borgaryfirvöld leggi það niður fyrir sér líka og taki ákvarðanir sínar í samræmi við það. Það má vel fresta afgreiðslu tillögu um breytingu á deiliskipulagi Landssímareitsins þangað til unnin hefur verið verndaráætlun fyrir miðborgina. Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun