Sprungið lífeyrissjóðskerfi Halldór Gunnarsson skrifar 14. september 2017 07:00 Árið 2013 voru starfandi hér á landi 27 lífeyrissjóðir skv. skýrslu vinnuhóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 2015 um framtíðarsýn í lífeyrismálum. Þar kemur fram að iðgjöld til sjóðanna árið 2013 voru 109,4 milljarðar, en útgreiðslur 59,5 milljarðar. Aðeins hjá 11 sjóðum námu greiðslur til lífeyrisþega meira en kr. 100 þús. á mánuði að meðaltali, og aðeins hjá 4 sjóðum nam meðaltalsgreiðsla til lífeyrisþeganna meira en kr. 200 þús. Í skýrslunni er greint frá því að frá 1969 hafi iðgjald numið 12% af dagvinnulaunum, en frá árinu 1986 hafi iðgjaldið verið greitt af öllum launum. Frá 1. júlí á þessu ári hækkaði iðgjaldagreiðslan í 14%, og á næsta ári hækkar hún í 15,5% og verður að viðbættum 6% séreignarsparnaði samtals 21,5%, þar af greiða atvinnurekendur fyrir launþega á næsta ári 11,5% og 2% af séreignarsparnaðinum. Skv. gildandi lögum eru þessar inngreiðslur til lífeyrissjóðanna ekki skattlagðar fyrr en kemur að útgreiðslu úr lífeyrissjóðunum. Árið 2013 var skattur af inngreiðslu um 40 milljarðar og sama ár skatttekjur af útgreiðslu um 23 milljarðar. Á þessu ári má áætla að ríkisjóður og sveitarfélög afhendi lífeyrissjóðunum um 70 milljarða skattgreiðslu, en fái um 40 milljarða við útgreiðslu úr sjóðunum. Þessi hækkun á lífeyrissjóðsiðgjöldum ásamt mikilli hækkun meðallauna frá 2013 til 2018 mun ekki skila sér til eigenda sinna, lífeyrissjóðsþeganna. Heldur ekki til ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem eiga inni hjá lífeyrissjóðunum um 1.000 milljarða. Hins vegar viðheldur kerfið verðtryggðum vöxtum til bjargar sjóðunum á kostnað almennings í landinu og því vil ég segja að þetta kerfi, sem ríkissjóður fjármagnar með skattfé og heimild til töku ofurvaxta sé sprungið.Tap lífeyrissjóða, ríkissjóðs og sveitarfélaga Í Hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir fimm til sex hundruð milljörðum, þar af má áætla að ríkissjóður og sveitarfélög hafi tapað um tvö hundruð milljörðum af ógreiddum skatti. Fjárfestingar sjóðanna á þessum tíma hafa vissulega vakið upp margar spurningar og eðlilegt að slíkt hefði verið skoðað af óháðri rannsóknarnefnd á sama hátt og önnur álitamál í sambandi við Hrunið. En stjórnir lífeyrissjóðanna skoðuðu þetta sjálfar og kváðu upp þann dóm að ekki væri við þá að sakast, frekar en að rekstur sjóðanna kosti a.m.k. 17 milljarða á þessu ári! Afleiðingar þessara misheppnuðu fjárfestinga urðu hins vegar þær að flestir lífeyrissjóðanna þurftu að skerða verulega réttindi sjóðfélaga. Einn lífeyrissjóður var þó þar undanskilinn. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem er ríkistryggður. Ríkið skuldar honum um fimm hundruð og sjötíu milljarða króna, sem öll þjóðin þarf að greiða, líka þeir lífeyrisþegar sem urðu fyrir réttindaskerðingu vegna veru í öðrum lífeyrissjóðum.Skerðingarnar Eftir Hrun voru sett lög um að greiðslur til einstaklinga úr almannatryggingakerfinu skyldu skerðast að fullu, krónu á móti krónu, að því marki, sem þeir fengju greitt úr lífeyrissjóði. Þetta olli því m.a. að þeir sem nutu lágra lífeyrissjóðsgreiðslna, t.d. verkafólk, bændur og láglaunafólk, fengu ekkert úr sínum lífeyrissjóði miðað við lágmarksbætur frá almannatryggingakerfinu. Að auki var gefin heimild fyrir starfsmenn Tryggingastofnunar til að skoða framtöl þeirra sem nutu bóta frá almannatryggingum, til þess að geta skoðað allar aðrar greiðslur einstaklingsins til skerðingar, sem væri þá hægt að bakfæra ári síðar á móti greiðslum. Um síðustu áramót var frítekjumark tekna lífeyrisþega með greiðslur frá TR lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund, þannig að þeir sem vinna sér til lífsbjargar umfram það þurfa að sæta skerðingu þeirra tekna um 73%. Hér er um hreina mismunun skattlagningar og eignaupptöku að ræða sem stenst ekki gagnvart stjórnarskrá Íslands og því hlýtur þetta lögþvingaða skerðingarkerfi að vera sprungið.Eignir lífeyrissjóðanna, verðtryggingin, vextirnir og skattarnir Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nam hrein eign lífeyrissjóðanna 3.325 ma.kr. í lok september 2016. Aðeins 21% eignanna var bundið erlendis, þó lífeyrissjóðum sé heimilt að fjárfesta fyrir 49% erlendis. Þessi staða segir að á næsta ári þurfi sjóðirnir með 3,5% verðtryggða vexti í ávöxtunarkröfu á innlendar eignir, að knýja fram hærri tekjur af öllum eignum sínum og tryggja áframhaldandi verðtryggingu skulda hjá launþegum. Þetta skýrir hvers vegna Íslendingar einir í heiminum búa við verðtrygginguna eins og hún er, og hvers vegna hækkun húseigna og húsaleigu er reiknuð inn í vísitölu á kostnað þeirra sem skulda fé, en til hagsbóta fyrir þá fasteignaeigendur, sem ekki skulda verðtryggð lán. Salek-samkomulagið um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslna í allt að 21,5% af launum 2018 er sprungið vegna þessarar skattlagningar, sem þekkist ekki meðal siðmenntaðra þjóða, ásamt meðferð stjórnunar og kostnaði við reksturinn. Til viðbótar „73% skattur“ á fátæka eldri borgara, ásamt frosnum skattleysismörkum, sem ekki hefur verið breytt samkvæmt lögum í samræmi við launavísitölu frá 1988.Nýtt kerfi Flokkur fólksins vill breytingu, þannig að í stað þeirra fjölda lífeyrissjóða, sem kosta lífeyrisþega í rekstrarkostnað 17 milljarða króna á ári og fær að höndla með skattfé ríkis og sveitarfélaga, mismun á inngreiðslu og útgreiðslu – á þessu ári um 30 milljarða, þá verði ríkinu falið að sjá um nýtt kerfi, en jafnframt verði þá tekist á við þá ábyrgð, sem Almannatryggingar og sjúkratryggingar áttu að bera, að allir lífeyrisþegar og öryrkjar myndu njóta viðunandi lífskjara og heilsugæslu. Höfundur er fv. sóknarprestur og stjórnarmaður í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 2013 voru starfandi hér á landi 27 lífeyrissjóðir skv. skýrslu vinnuhóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 2015 um framtíðarsýn í lífeyrismálum. Þar kemur fram að iðgjöld til sjóðanna árið 2013 voru 109,4 milljarðar, en útgreiðslur 59,5 milljarðar. Aðeins hjá 11 sjóðum námu greiðslur til lífeyrisþega meira en kr. 100 þús. á mánuði að meðaltali, og aðeins hjá 4 sjóðum nam meðaltalsgreiðsla til lífeyrisþeganna meira en kr. 200 þús. Í skýrslunni er greint frá því að frá 1969 hafi iðgjald numið 12% af dagvinnulaunum, en frá árinu 1986 hafi iðgjaldið verið greitt af öllum launum. Frá 1. júlí á þessu ári hækkaði iðgjaldagreiðslan í 14%, og á næsta ári hækkar hún í 15,5% og verður að viðbættum 6% séreignarsparnaði samtals 21,5%, þar af greiða atvinnurekendur fyrir launþega á næsta ári 11,5% og 2% af séreignarsparnaðinum. Skv. gildandi lögum eru þessar inngreiðslur til lífeyrissjóðanna ekki skattlagðar fyrr en kemur að útgreiðslu úr lífeyrissjóðunum. Árið 2013 var skattur af inngreiðslu um 40 milljarðar og sama ár skatttekjur af útgreiðslu um 23 milljarðar. Á þessu ári má áætla að ríkisjóður og sveitarfélög afhendi lífeyrissjóðunum um 70 milljarða skattgreiðslu, en fái um 40 milljarða við útgreiðslu úr sjóðunum. Þessi hækkun á lífeyrissjóðsiðgjöldum ásamt mikilli hækkun meðallauna frá 2013 til 2018 mun ekki skila sér til eigenda sinna, lífeyrissjóðsþeganna. Heldur ekki til ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem eiga inni hjá lífeyrissjóðunum um 1.000 milljarða. Hins vegar viðheldur kerfið verðtryggðum vöxtum til bjargar sjóðunum á kostnað almennings í landinu og því vil ég segja að þetta kerfi, sem ríkissjóður fjármagnar með skattfé og heimild til töku ofurvaxta sé sprungið.Tap lífeyrissjóða, ríkissjóðs og sveitarfélaga Í Hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir fimm til sex hundruð milljörðum, þar af má áætla að ríkissjóður og sveitarfélög hafi tapað um tvö hundruð milljörðum af ógreiddum skatti. Fjárfestingar sjóðanna á þessum tíma hafa vissulega vakið upp margar spurningar og eðlilegt að slíkt hefði verið skoðað af óháðri rannsóknarnefnd á sama hátt og önnur álitamál í sambandi við Hrunið. En stjórnir lífeyrissjóðanna skoðuðu þetta sjálfar og kváðu upp þann dóm að ekki væri við þá að sakast, frekar en að rekstur sjóðanna kosti a.m.k. 17 milljarða á þessu ári! Afleiðingar þessara misheppnuðu fjárfestinga urðu hins vegar þær að flestir lífeyrissjóðanna þurftu að skerða verulega réttindi sjóðfélaga. Einn lífeyrissjóður var þó þar undanskilinn. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem er ríkistryggður. Ríkið skuldar honum um fimm hundruð og sjötíu milljarða króna, sem öll þjóðin þarf að greiða, líka þeir lífeyrisþegar sem urðu fyrir réttindaskerðingu vegna veru í öðrum lífeyrissjóðum.Skerðingarnar Eftir Hrun voru sett lög um að greiðslur til einstaklinga úr almannatryggingakerfinu skyldu skerðast að fullu, krónu á móti krónu, að því marki, sem þeir fengju greitt úr lífeyrissjóði. Þetta olli því m.a. að þeir sem nutu lágra lífeyrissjóðsgreiðslna, t.d. verkafólk, bændur og láglaunafólk, fengu ekkert úr sínum lífeyrissjóði miðað við lágmarksbætur frá almannatryggingakerfinu. Að auki var gefin heimild fyrir starfsmenn Tryggingastofnunar til að skoða framtöl þeirra sem nutu bóta frá almannatryggingum, til þess að geta skoðað allar aðrar greiðslur einstaklingsins til skerðingar, sem væri þá hægt að bakfæra ári síðar á móti greiðslum. Um síðustu áramót var frítekjumark tekna lífeyrisþega með greiðslur frá TR lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund, þannig að þeir sem vinna sér til lífsbjargar umfram það þurfa að sæta skerðingu þeirra tekna um 73%. Hér er um hreina mismunun skattlagningar og eignaupptöku að ræða sem stenst ekki gagnvart stjórnarskrá Íslands og því hlýtur þetta lögþvingaða skerðingarkerfi að vera sprungið.Eignir lífeyrissjóðanna, verðtryggingin, vextirnir og skattarnir Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nam hrein eign lífeyrissjóðanna 3.325 ma.kr. í lok september 2016. Aðeins 21% eignanna var bundið erlendis, þó lífeyrissjóðum sé heimilt að fjárfesta fyrir 49% erlendis. Þessi staða segir að á næsta ári þurfi sjóðirnir með 3,5% verðtryggða vexti í ávöxtunarkröfu á innlendar eignir, að knýja fram hærri tekjur af öllum eignum sínum og tryggja áframhaldandi verðtryggingu skulda hjá launþegum. Þetta skýrir hvers vegna Íslendingar einir í heiminum búa við verðtrygginguna eins og hún er, og hvers vegna hækkun húseigna og húsaleigu er reiknuð inn í vísitölu á kostnað þeirra sem skulda fé, en til hagsbóta fyrir þá fasteignaeigendur, sem ekki skulda verðtryggð lán. Salek-samkomulagið um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslna í allt að 21,5% af launum 2018 er sprungið vegna þessarar skattlagningar, sem þekkist ekki meðal siðmenntaðra þjóða, ásamt meðferð stjórnunar og kostnaði við reksturinn. Til viðbótar „73% skattur“ á fátæka eldri borgara, ásamt frosnum skattleysismörkum, sem ekki hefur verið breytt samkvæmt lögum í samræmi við launavísitölu frá 1988.Nýtt kerfi Flokkur fólksins vill breytingu, þannig að í stað þeirra fjölda lífeyrissjóða, sem kosta lífeyrisþega í rekstrarkostnað 17 milljarða króna á ári og fær að höndla með skattfé ríkis og sveitarfélaga, mismun á inngreiðslu og útgreiðslu – á þessu ári um 30 milljarða, þá verði ríkinu falið að sjá um nýtt kerfi, en jafnframt verði þá tekist á við þá ábyrgð, sem Almannatryggingar og sjúkratryggingar áttu að bera, að allir lífeyrisþegar og öryrkjar myndu njóta viðunandi lífskjara og heilsugæslu. Höfundur er fv. sóknarprestur og stjórnarmaður í Flokki fólksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar