Mýtan um Norðurlöndin Guðmundur Edgarsson skrifar 13. september 2017 07:00 Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun