Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Herinn fagnar velgengni í Simbabve

Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Reykjavík missir 3.000 hektara

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna, tæpum 8.000 hekturum, verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Samkvæmt dómi réttarins er þjóðlendan því innan staðarmarka Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð Mugabe og Simbabve óljós

Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember.

Erlent
Fréttamynd

Samanburður á eplum og ljósaperum

Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar af mannavöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju

Fjölgun ferðamanna gerði það að verkum að tekjur af seldum útsýnisferðum upp í kirkjuturn Hallgrímskirkju jukust um 47 prósent milli ára og námu 238 milljónum króna í fyrra. Nýttar til afborgana lána, rekstrar og í framkvæmdir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi

Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess.

Skoðun
Fréttamynd

Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið

Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Dauði útimannsins

Bensínkallar voru aldrei kallaðir annað en "útimenn“ þar til Næturvaktin trommaði upp með "starfsmann á plani“. Og nú er þessi tegund að deyja út. Skeljungur hefur sagt upp öllum sínum og í anda samráðshefðar olíufélaganna má ætla að hin fylgi í kjölfarið.

Bakþankar
Fréttamynd

Kosningunni lýkur á sunnudaginn

Ávaxtatré, stór klukka á Hlemm, dorgpallur og parkour-útivistarsvæði eru meðal þeirra 220 verkefna sem kosið er á milli í hverfa­kosningunni "Hverfið mitt“.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar þurfa meira vinnuafl

Þörf er fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi um þessar mundir, einkum í byggingariðnaði, félagslegri þjónustu og heilbrigðiskerfinu. Efnahagslífið blómstrar og atvinnuleysið hefur sjaldan verið minna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.

Erlent
Fréttamynd

Við lifum í afbökuðum peningaheimi

Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxta­paradísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Grunur um stórfelld undanskot frá skatti

Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skattsvik undirverktaka sinna. Grunur leikur á að 400 milljónum hafi verið stungið undan. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækinu blandað í málið að ósekju.

Innlent
Fréttamynd

Viðhorf til gæludýra

Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll.

Skoðun
Fréttamynd

Brúin á milli vísinda og atvinnulífs

Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu.

Skoðun
Fréttamynd

Landið okkar góða, þú og ég

Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýnum iðnnámi virðingu

Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ósjálfbær skuldsetning og lögvarin einokunarverslun

Það er alveg kolröng niðurstaða að kenna krónunni um hrun og okurvexti hérlendis, eins og Baldur Pétursson viðskiptafræðingur gerir í grein í Fréttablaðinu fyrsta nóvember 2017 á bls. 18 og ber heitið: "Kostnaðarsamur og hættulegur gjaldmiðill“

Skoðun
Fréttamynd

Hjartað og heilinn

Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég verið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur.

Bakþankar
Fréttamynd

Í fótspor annarra

Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta.

Skoðun