Brúin á milli vísinda og atvinnulífs Einar Mäntylä skrifar 16. nóvember 2017 09:45 Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu. Oft koma óvæntustu uppgötvanirnar út frá grunnrannsóknum og geta leitt til byltingarkenndrar (en. disruptive) nýsköpunar. Við búum vel að frábærum og frumlega hugsandi vísindamönnum sem skara fram úr þegar litið er til birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi og við eigum að hlúa vel að þeim. Ísland er hins vegar eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum vísinda við atvinnulífið. Þetta kemur skýrt fram í erlendum úttektum sem gerðar voru m.a. á vegum Evrópusambandsins og OECD á vísinda- og nýsköpunarumhverfinu hérlendis og í samanburði við önnur lönd. Ein meginorsök er almennur skortur á skipulegu og faglegu tækniyfirfærslustarfi meðal háskóla og rannsóknastofnana. Í öllum löndum í kringum okkur er tækniyfirfærslu sinnt af skrifstofum með sérhæfðu starfsfólki, brúarsmiðum, sem hafa bakgrunn og þekkingu á vísindum, lögfræði, hugverkarétti, viðskiptum og frumkvöðlastarfsemi. Þetta er sjaldnast að finna í einum einstaklingi og því byggja þessar tækniyfirfærsluskrifstofur á teymum sem saman tryggja nauðsynlega þekkingu og reynslu til þess að brúa bilið á milli vísinda og atvinnulífs.Mikilvæg tækifæri fara forgörðum Slíka skrifstofu/brú er hvergi að finna á byggðu bóli á Íslandi, ekki einu sinni einbreiða. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss hittist vissulega reglulega til að sinna tækniyfirfærslu en það er gert meðfram fullu starfi nefndarmanna á öðrum vettvangi. Á meðan fara mikilvæg tækifæri innlendra vísindastofnana til verðmætasköpunar og nýsköpunar um allt land forgörðum. Því er ástæða til að hefja brúarsmíði milli vísinda og atvinnulífs, og það strax. Við erum nú þegar áratugum á eftir öðrum löndum í þessum efnum, en erum þá um leið í stöðu til þess að draga lærdóm af óförum og árangri annarra í þeim efnum og getum tekið mið af þróun tækni- og þekkingaryfirfærslu og væntinga til hennar. Fyrir aldarfjórðungi áttu tækniyfirfærsluskrifstofur (technology transfer offices, TTO) við háskóla og rannsóknastofnanir erlendis að vera þeim mikilvæg tekjulind. Í dag er ljóst að það er samfélagið sem hagnast mest á starfi þeirra með hagnýtingu vísinda í formi starfa, framþróunar í atvinnulífi og samkeppnishæfni samfélagsins alls. Tækni- og þekkingaryfirfærsluskrifstofur, eða tækniveitur, eru því í raun verkfæri til að efla og miðla samfélagslegum áhrifum vísinda í samfélaginu. Og jú, stundum fá stofnanirnar ríkulegt endurgjald fyrir sitt vísindastarf. Miði er möguleiki. Til þess að eignast miða þarf að stofna tækniveitu sem sinnir tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla og rannsóknastofnanir landsins. Stjórnvöld sem fjárfesta milljarða í rannsóknir og þróun ættu að sjá sér hag í því að tryggja eftir mætti að fjárfestingin skili sér til samfélagsins. Við höfum ekki efni á öðru. Góðu fréttirnar eru þær að undirbúningur er hafinn, allir háskólar landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanirnar eru sammála um þörfina og vinna saman undir merki „Auðnu“ að því að steypa annan brúarstöpulinn, fjárfestar og atvinnulífið bíða við hinn stöpulinn. Nú þurfa stjórnvöld að koma að fjármögnun og rekstri sjálfrar brúarinnar svo hún standi ávallt opin fyrir umferð. Þetta eru nauðsynlegir innviðir nýsköpunar í landinu til að hindra að tækifærin skolist ekki á haf út fyrir augum okkar. Lokum hringveginum! Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu, undirbúningsfélags um stofnun tækniveitu fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu. Oft koma óvæntustu uppgötvanirnar út frá grunnrannsóknum og geta leitt til byltingarkenndrar (en. disruptive) nýsköpunar. Við búum vel að frábærum og frumlega hugsandi vísindamönnum sem skara fram úr þegar litið er til birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi og við eigum að hlúa vel að þeim. Ísland er hins vegar eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum vísinda við atvinnulífið. Þetta kemur skýrt fram í erlendum úttektum sem gerðar voru m.a. á vegum Evrópusambandsins og OECD á vísinda- og nýsköpunarumhverfinu hérlendis og í samanburði við önnur lönd. Ein meginorsök er almennur skortur á skipulegu og faglegu tækniyfirfærslustarfi meðal háskóla og rannsóknastofnana. Í öllum löndum í kringum okkur er tækniyfirfærslu sinnt af skrifstofum með sérhæfðu starfsfólki, brúarsmiðum, sem hafa bakgrunn og þekkingu á vísindum, lögfræði, hugverkarétti, viðskiptum og frumkvöðlastarfsemi. Þetta er sjaldnast að finna í einum einstaklingi og því byggja þessar tækniyfirfærsluskrifstofur á teymum sem saman tryggja nauðsynlega þekkingu og reynslu til þess að brúa bilið á milli vísinda og atvinnulífs.Mikilvæg tækifæri fara forgörðum Slíka skrifstofu/brú er hvergi að finna á byggðu bóli á Íslandi, ekki einu sinni einbreiða. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss hittist vissulega reglulega til að sinna tækniyfirfærslu en það er gert meðfram fullu starfi nefndarmanna á öðrum vettvangi. Á meðan fara mikilvæg tækifæri innlendra vísindastofnana til verðmætasköpunar og nýsköpunar um allt land forgörðum. Því er ástæða til að hefja brúarsmíði milli vísinda og atvinnulífs, og það strax. Við erum nú þegar áratugum á eftir öðrum löndum í þessum efnum, en erum þá um leið í stöðu til þess að draga lærdóm af óförum og árangri annarra í þeim efnum og getum tekið mið af þróun tækni- og þekkingaryfirfærslu og væntinga til hennar. Fyrir aldarfjórðungi áttu tækniyfirfærsluskrifstofur (technology transfer offices, TTO) við háskóla og rannsóknastofnanir erlendis að vera þeim mikilvæg tekjulind. Í dag er ljóst að það er samfélagið sem hagnast mest á starfi þeirra með hagnýtingu vísinda í formi starfa, framþróunar í atvinnulífi og samkeppnishæfni samfélagsins alls. Tækni- og þekkingaryfirfærsluskrifstofur, eða tækniveitur, eru því í raun verkfæri til að efla og miðla samfélagslegum áhrifum vísinda í samfélaginu. Og jú, stundum fá stofnanirnar ríkulegt endurgjald fyrir sitt vísindastarf. Miði er möguleiki. Til þess að eignast miða þarf að stofna tækniveitu sem sinnir tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla og rannsóknastofnanir landsins. Stjórnvöld sem fjárfesta milljarða í rannsóknir og þróun ættu að sjá sér hag í því að tryggja eftir mætti að fjárfestingin skili sér til samfélagsins. Við höfum ekki efni á öðru. Góðu fréttirnar eru þær að undirbúningur er hafinn, allir háskólar landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanirnar eru sammála um þörfina og vinna saman undir merki „Auðnu“ að því að steypa annan brúarstöpulinn, fjárfestar og atvinnulífið bíða við hinn stöpulinn. Nú þurfa stjórnvöld að koma að fjármögnun og rekstri sjálfrar brúarinnar svo hún standi ávallt opin fyrir umferð. Þetta eru nauðsynlegir innviðir nýsköpunar í landinu til að hindra að tækifærin skolist ekki á haf út fyrir augum okkar. Lokum hringveginum! Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu, undirbúningsfélags um stofnun tækniveitu fyrir Ísland.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar