Brúin á milli vísinda og atvinnulífs Einar Mäntylä skrifar 16. nóvember 2017 09:45 Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu. Oft koma óvæntustu uppgötvanirnar út frá grunnrannsóknum og geta leitt til byltingarkenndrar (en. disruptive) nýsköpunar. Við búum vel að frábærum og frumlega hugsandi vísindamönnum sem skara fram úr þegar litið er til birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi og við eigum að hlúa vel að þeim. Ísland er hins vegar eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum vísinda við atvinnulífið. Þetta kemur skýrt fram í erlendum úttektum sem gerðar voru m.a. á vegum Evrópusambandsins og OECD á vísinda- og nýsköpunarumhverfinu hérlendis og í samanburði við önnur lönd. Ein meginorsök er almennur skortur á skipulegu og faglegu tækniyfirfærslustarfi meðal háskóla og rannsóknastofnana. Í öllum löndum í kringum okkur er tækniyfirfærslu sinnt af skrifstofum með sérhæfðu starfsfólki, brúarsmiðum, sem hafa bakgrunn og þekkingu á vísindum, lögfræði, hugverkarétti, viðskiptum og frumkvöðlastarfsemi. Þetta er sjaldnast að finna í einum einstaklingi og því byggja þessar tækniyfirfærsluskrifstofur á teymum sem saman tryggja nauðsynlega þekkingu og reynslu til þess að brúa bilið á milli vísinda og atvinnulífs.Mikilvæg tækifæri fara forgörðum Slíka skrifstofu/brú er hvergi að finna á byggðu bóli á Íslandi, ekki einu sinni einbreiða. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss hittist vissulega reglulega til að sinna tækniyfirfærslu en það er gert meðfram fullu starfi nefndarmanna á öðrum vettvangi. Á meðan fara mikilvæg tækifæri innlendra vísindastofnana til verðmætasköpunar og nýsköpunar um allt land forgörðum. Því er ástæða til að hefja brúarsmíði milli vísinda og atvinnulífs, og það strax. Við erum nú þegar áratugum á eftir öðrum löndum í þessum efnum, en erum þá um leið í stöðu til þess að draga lærdóm af óförum og árangri annarra í þeim efnum og getum tekið mið af þróun tækni- og þekkingaryfirfærslu og væntinga til hennar. Fyrir aldarfjórðungi áttu tækniyfirfærsluskrifstofur (technology transfer offices, TTO) við háskóla og rannsóknastofnanir erlendis að vera þeim mikilvæg tekjulind. Í dag er ljóst að það er samfélagið sem hagnast mest á starfi þeirra með hagnýtingu vísinda í formi starfa, framþróunar í atvinnulífi og samkeppnishæfni samfélagsins alls. Tækni- og þekkingaryfirfærsluskrifstofur, eða tækniveitur, eru því í raun verkfæri til að efla og miðla samfélagslegum áhrifum vísinda í samfélaginu. Og jú, stundum fá stofnanirnar ríkulegt endurgjald fyrir sitt vísindastarf. Miði er möguleiki. Til þess að eignast miða þarf að stofna tækniveitu sem sinnir tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla og rannsóknastofnanir landsins. Stjórnvöld sem fjárfesta milljarða í rannsóknir og þróun ættu að sjá sér hag í því að tryggja eftir mætti að fjárfestingin skili sér til samfélagsins. Við höfum ekki efni á öðru. Góðu fréttirnar eru þær að undirbúningur er hafinn, allir háskólar landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanirnar eru sammála um þörfina og vinna saman undir merki „Auðnu“ að því að steypa annan brúarstöpulinn, fjárfestar og atvinnulífið bíða við hinn stöpulinn. Nú þurfa stjórnvöld að koma að fjármögnun og rekstri sjálfrar brúarinnar svo hún standi ávallt opin fyrir umferð. Þetta eru nauðsynlegir innviðir nýsköpunar í landinu til að hindra að tækifærin skolist ekki á haf út fyrir augum okkar. Lokum hringveginum! Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu, undirbúningsfélags um stofnun tækniveitu fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Við viljum byggja brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar.“ Samtök iðnaðarins í aðdraganda kosninga 2017. Þessi ósk atvinnulífsins er ekki tilkomin að ástæðulausu. Oft koma óvæntustu uppgötvanirnar út frá grunnrannsóknum og geta leitt til byltingarkenndrar (en. disruptive) nýsköpunar. Við búum vel að frábærum og frumlega hugsandi vísindamönnum sem skara fram úr þegar litið er til birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi og við eigum að hlúa vel að þeim. Ísland er hins vegar eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum vísinda við atvinnulífið. Þetta kemur skýrt fram í erlendum úttektum sem gerðar voru m.a. á vegum Evrópusambandsins og OECD á vísinda- og nýsköpunarumhverfinu hérlendis og í samanburði við önnur lönd. Ein meginorsök er almennur skortur á skipulegu og faglegu tækniyfirfærslustarfi meðal háskóla og rannsóknastofnana. Í öllum löndum í kringum okkur er tækniyfirfærslu sinnt af skrifstofum með sérhæfðu starfsfólki, brúarsmiðum, sem hafa bakgrunn og þekkingu á vísindum, lögfræði, hugverkarétti, viðskiptum og frumkvöðlastarfsemi. Þetta er sjaldnast að finna í einum einstaklingi og því byggja þessar tækniyfirfærsluskrifstofur á teymum sem saman tryggja nauðsynlega þekkingu og reynslu til þess að brúa bilið á milli vísinda og atvinnulífs.Mikilvæg tækifæri fara forgörðum Slíka skrifstofu/brú er hvergi að finna á byggðu bóli á Íslandi, ekki einu sinni einbreiða. Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss hittist vissulega reglulega til að sinna tækniyfirfærslu en það er gert meðfram fullu starfi nefndarmanna á öðrum vettvangi. Á meðan fara mikilvæg tækifæri innlendra vísindastofnana til verðmætasköpunar og nýsköpunar um allt land forgörðum. Því er ástæða til að hefja brúarsmíði milli vísinda og atvinnulífs, og það strax. Við erum nú þegar áratugum á eftir öðrum löndum í þessum efnum, en erum þá um leið í stöðu til þess að draga lærdóm af óförum og árangri annarra í þeim efnum og getum tekið mið af þróun tækni- og þekkingaryfirfærslu og væntinga til hennar. Fyrir aldarfjórðungi áttu tækniyfirfærsluskrifstofur (technology transfer offices, TTO) við háskóla og rannsóknastofnanir erlendis að vera þeim mikilvæg tekjulind. Í dag er ljóst að það er samfélagið sem hagnast mest á starfi þeirra með hagnýtingu vísinda í formi starfa, framþróunar í atvinnulífi og samkeppnishæfni samfélagsins alls. Tækni- og þekkingaryfirfærsluskrifstofur, eða tækniveitur, eru því í raun verkfæri til að efla og miðla samfélagslegum áhrifum vísinda í samfélaginu. Og jú, stundum fá stofnanirnar ríkulegt endurgjald fyrir sitt vísindastarf. Miði er möguleiki. Til þess að eignast miða þarf að stofna tækniveitu sem sinnir tækniyfirfærslu fyrir alla háskóla og rannsóknastofnanir landsins. Stjórnvöld sem fjárfesta milljarða í rannsóknir og þróun ættu að sjá sér hag í því að tryggja eftir mætti að fjárfestingin skili sér til samfélagsins. Við höfum ekki efni á öðru. Góðu fréttirnar eru þær að undirbúningur er hafinn, allir háskólar landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanirnar eru sammála um þörfina og vinna saman undir merki „Auðnu“ að því að steypa annan brúarstöpulinn, fjárfestar og atvinnulífið bíða við hinn stöpulinn. Nú þurfa stjórnvöld að koma að fjármögnun og rekstri sjálfrar brúarinnar svo hún standi ávallt opin fyrir umferð. Þetta eru nauðsynlegir innviðir nýsköpunar í landinu til að hindra að tækifærin skolist ekki á haf út fyrir augum okkar. Lokum hringveginum! Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu, undirbúningsfélags um stofnun tækniveitu fyrir Ísland.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar