Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu Jón Pétur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:00 Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar