Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu Jón Pétur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:00 Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar