Fréttir Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46 Ástandið batnar í New Orleans Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Erlent 13.10.2005 19:46 Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46 Launamunur kynja 27% í Bretlandi Breskar konur fá að meðaltali 27 prósentum lægri laun en karlar á Englandi. Mestur er munurinn í London eða 35 prósent en minnsti munurinn á milli kynja er á Norður-Írlandi, eða 15 prósent. Í Wales er munurinn 21 prósent og 29 prósent í Skotlandi. Þetta kemur fram á vef Verslunarráðs Reykjavíkur en vefkönnunin var framkvæmd af fyrirtækinu PayFinder. Erlent 14.10.2005 06:40 Þorbjörg sækist eftir 4. sæti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þorbjörg er menntuð á sviði uppeldis- og menntunarfræða og lauk MA-prófi í námssálfræði frá háskólanum í Washington en hún starfar nú sem ráðgjafi menntamálaráðherra. Innlent 14.10.2005 06:40 Myndbandið talið mánaðagamalt Myndband þar sem næstráðandi al-Kaída samtakanna og einn tilræðismannanna frá því í árásunum á Lundúnir í júlí ræða um hryðjuverkin hefur vakið hörð viðbrögð í Bretlandi. Erlent 14.10.2005 06:40 Einbýlishús eyðilagðist í bruna Tveggja hæða hús eyðilagðist í bruna á Siglufirði í nótt. Slökkviliði Siglufjarðar var tilkynnt um eld í gömlu tveggja hæða steinsteyptu einbýlishúsi að Mjóstræti 1 um klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði var mikill eldur í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar og logaði út um glugga á neðri hæð. Innlent 14.10.2005 06:40 Sprengingar í New Orleans Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans nú fyrir stundu, en enn er ekki vitað hvað sprakk eða hvers vegna. Óöld og stjórnleysi ríkja í borginni þar sem vopnuð glæpagengi fara um og stela öllu steini léttara. Lögreglumenn segja fólk hafa verið myrt og konum hafa verið nauðgað inni í Superdome-íþróttahöllinni þar sem þúsundir hafa leitað skjóls. Erlent 14.10.2005 06:40 Hugmyndir móðgun við Álftnesinga Guðmundur A. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eigi að segja af sér, fyrir að móðga bæjarbúa með óskynsamlegu tali um að honum lítist betur á að flytja innanlandsflugið til Álftaness en á Löngusker. Innlent 14.10.2005 06:40 Árangurinn óásættanlegur George Bush Bandaríkjaforseti hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda við fellibylnum Katrínu. Hann heimsótti hörmungasvæðið í gær og sagði af því tilefni að árangurinn af hjálparstarfinu væri ekki ásættanlegur. Erlent 14.10.2005 06:40 Byggja ferðaþjónustu á Ingólfi Íbúar í Dalsfirði í Noregi ætla að nota frægð Ingólfs Arnarsonar til að byggja upp ferðaþjónustu fyrir Íslendinga á heimaslóðum fyrsta landnámsmanns Íslands. Oddviti sveitarfélagsins vill fá íslensk stjórnvöld til samstarfs um að byggja upp Íslandshús á staðnum þar sem Ingólfur yfirgaf Noreg. Erlent 14.10.2005 06:40 Algert stjórnleysi í New Orleans Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans um hálftíuleytið í morgun. Ekki er enn vitað um skemmdir eða manntjón. Algert stjórnleysi ríkir nú í borginni, þar sem vopnuð glæpagengi fara um og myrða, nauðga og stela. Von er á Bush Bandaríkjaforseta í heimsókn til borgarinnar í dag. Erlent 14.10.2005 06:40 Ráðherra segi af sér vegna ummæla Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness, sagði í viðtali í Íslandi í bítið fyrr í morgun að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætti að segja af sér eftir ummæli sín í fréttum í gær. Þá sagði Sturla að sér litist betur á að hafa flugvöll á Álftanesi en á Lönguskerjum. Innlent 14.10.2005 06:40 Dæmdur í fangelsi sextán ára Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 14.10.2005 06:40 Vill fé til að mæta umönnunarvanda Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að leggja fyrir borgarráð tillögur um sérstaka fjárheimild til að veita stjórnendum leikskóla og frístundaheimila olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar sem nú háir leikskólastarfi í borginni. Innlent 14.10.2005 06:40 Tekið harðar á heimilisofbeldi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ákveðið að fylgja fram tillögum refsiréttarnefndar um að breyta hegningarlögum, til að unnt verið að bregðast harðar við heimilisofbeldi. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans í dag á norrænni ráðstefnu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldin er hér á landi að frumkvæði Stígamóta. Innlent 14.10.2005 06:40 Sautján látnir í slysi í S-Afríku Sautján Simbabvemenn léstust þegar yfirfull smárúta steyptist fram af klettum og ofan í fljót í Suður-Afríku í dag. Bílstjóri rútunnar hafði brugðið sér út úr henni til að létta á sér þegar rútan rann af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvers vegna rútan rann af stað en hugsanlegt er að bremsur hennar hafi bilað. Erlent 14.10.2005 06:40 Þrír fengu skilorð Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Verðhækkanir leiði til nýrra leiða Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn. Innlent 14.10.2005 06:40 Greiði Kynnisferðum tíund Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald. Innlent 14.10.2005 06:40 Aðstoð kemur víða að Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. Erlent 14.10.2005 06:40 Alelda á augabragði Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt. Innlent 14.10.2005 06:40 Föngum hafnað á öryggisgeðdeild Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi. Innlent 14.10.2005 06:40 Fuglaflensa í rénun í Rússlandi Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð. Erlent 14.10.2005 06:40 Bólar ekki á ómerktum bílum Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:40 IKEA innkallar fjöltengi IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslenskukennsla flyst til Mímis Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga. Innlent 14.10.2005 06:40 Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB „Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum. Erlent 14.10.2005 06:40 Reykholtskirkja fær velgjörðarmann Kirkjan í Reykholti hefur eignast norskan auðjöfur sem velgjörðarmann, en hann hefur styrkt kirkjuna um milljónir króna síðustu tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46
Ástandið batnar í New Orleans Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Erlent 13.10.2005 19:46
Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46
Launamunur kynja 27% í Bretlandi Breskar konur fá að meðaltali 27 prósentum lægri laun en karlar á Englandi. Mestur er munurinn í London eða 35 prósent en minnsti munurinn á milli kynja er á Norður-Írlandi, eða 15 prósent. Í Wales er munurinn 21 prósent og 29 prósent í Skotlandi. Þetta kemur fram á vef Verslunarráðs Reykjavíkur en vefkönnunin var framkvæmd af fyrirtækinu PayFinder. Erlent 14.10.2005 06:40
Þorbjörg sækist eftir 4. sæti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þorbjörg er menntuð á sviði uppeldis- og menntunarfræða og lauk MA-prófi í námssálfræði frá háskólanum í Washington en hún starfar nú sem ráðgjafi menntamálaráðherra. Innlent 14.10.2005 06:40
Myndbandið talið mánaðagamalt Myndband þar sem næstráðandi al-Kaída samtakanna og einn tilræðismannanna frá því í árásunum á Lundúnir í júlí ræða um hryðjuverkin hefur vakið hörð viðbrögð í Bretlandi. Erlent 14.10.2005 06:40
Einbýlishús eyðilagðist í bruna Tveggja hæða hús eyðilagðist í bruna á Siglufirði í nótt. Slökkviliði Siglufjarðar var tilkynnt um eld í gömlu tveggja hæða steinsteyptu einbýlishúsi að Mjóstræti 1 um klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði var mikill eldur í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar og logaði út um glugga á neðri hæð. Innlent 14.10.2005 06:40
Sprengingar í New Orleans Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans nú fyrir stundu, en enn er ekki vitað hvað sprakk eða hvers vegna. Óöld og stjórnleysi ríkja í borginni þar sem vopnuð glæpagengi fara um og stela öllu steini léttara. Lögreglumenn segja fólk hafa verið myrt og konum hafa verið nauðgað inni í Superdome-íþróttahöllinni þar sem þúsundir hafa leitað skjóls. Erlent 14.10.2005 06:40
Hugmyndir móðgun við Álftnesinga Guðmundur A. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eigi að segja af sér, fyrir að móðga bæjarbúa með óskynsamlegu tali um að honum lítist betur á að flytja innanlandsflugið til Álftaness en á Löngusker. Innlent 14.10.2005 06:40
Árangurinn óásættanlegur George Bush Bandaríkjaforseti hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda við fellibylnum Katrínu. Hann heimsótti hörmungasvæðið í gær og sagði af því tilefni að árangurinn af hjálparstarfinu væri ekki ásættanlegur. Erlent 14.10.2005 06:40
Byggja ferðaþjónustu á Ingólfi Íbúar í Dalsfirði í Noregi ætla að nota frægð Ingólfs Arnarsonar til að byggja upp ferðaþjónustu fyrir Íslendinga á heimaslóðum fyrsta landnámsmanns Íslands. Oddviti sveitarfélagsins vill fá íslensk stjórnvöld til samstarfs um að byggja upp Íslandshús á staðnum þar sem Ingólfur yfirgaf Noreg. Erlent 14.10.2005 06:40
Algert stjórnleysi í New Orleans Miklar sprengingar heyrðust í New Orleans um hálftíuleytið í morgun. Ekki er enn vitað um skemmdir eða manntjón. Algert stjórnleysi ríkir nú í borginni, þar sem vopnuð glæpagengi fara um og myrða, nauðga og stela. Von er á Bush Bandaríkjaforseta í heimsókn til borgarinnar í dag. Erlent 14.10.2005 06:40
Ráðherra segi af sér vegna ummæla Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness, sagði í viðtali í Íslandi í bítið fyrr í morgun að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætti að segja af sér eftir ummæli sín í fréttum í gær. Þá sagði Sturla að sér litist betur á að hafa flugvöll á Álftanesi en á Lönguskerjum. Innlent 14.10.2005 06:40
Dæmdur í fangelsi sextán ára Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 14.10.2005 06:40
Vill fé til að mæta umönnunarvanda Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að leggja fyrir borgarráð tillögur um sérstaka fjárheimild til að veita stjórnendum leikskóla og frístundaheimila olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar sem nú háir leikskólastarfi í borginni. Innlent 14.10.2005 06:40
Tekið harðar á heimilisofbeldi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ákveðið að fylgja fram tillögum refsiréttarnefndar um að breyta hegningarlögum, til að unnt verið að bregðast harðar við heimilisofbeldi. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans í dag á norrænni ráðstefnu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldin er hér á landi að frumkvæði Stígamóta. Innlent 14.10.2005 06:40
Sautján látnir í slysi í S-Afríku Sautján Simbabvemenn léstust þegar yfirfull smárúta steyptist fram af klettum og ofan í fljót í Suður-Afríku í dag. Bílstjóri rútunnar hafði brugðið sér út úr henni til að létta á sér þegar rútan rann af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvers vegna rútan rann af stað en hugsanlegt er að bremsur hennar hafi bilað. Erlent 14.10.2005 06:40
Þrír fengu skilorð Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Verðhækkanir leiði til nýrra leiða Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn. Innlent 14.10.2005 06:40
Greiði Kynnisferðum tíund Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald. Innlent 14.10.2005 06:40
Aðstoð kemur víða að Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. Erlent 14.10.2005 06:40
Alelda á augabragði Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt. Innlent 14.10.2005 06:40
Föngum hafnað á öryggisgeðdeild Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi. Innlent 14.10.2005 06:40
Fuglaflensa í rénun í Rússlandi Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð. Erlent 14.10.2005 06:40
Bólar ekki á ómerktum bílum Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar. Innlent 14.10.2005 06:40
IKEA innkallar fjöltengi IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslenskukennsla flyst til Mímis Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga. Innlent 14.10.2005 06:40
Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB „Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum. Erlent 14.10.2005 06:40
Reykholtskirkja fær velgjörðarmann Kirkjan í Reykholti hefur eignast norskan auðjöfur sem velgjörðarmann, en hann hefur styrkt kirkjuna um milljónir króna síðustu tvö ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40