Fréttir Munu einnig ræða við smærri flokka Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi þegar Angela Merkel og Gerhard Schröder setjast að samningaborðinu síðar í vikunni til að ræða mögulegt samstarf flokka sinna. Báðir stóru flokkarnir huga líka að viðræðum við smærri flokkana Erlent 17.10.2005 23:46 Eldri borgarar á fimleikamót Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fimleikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvember. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni. Innlent 17.10.2005 23:47 Skortur á verkamönnum í Póllandi Byggingaframkvæmdir í Póllandi eru að stöðvast vegna þess að pólskir byggingaverkamenn eru annaðhvort að vinna við Kárahnjúka eða einhverjar aðrar framkvæmdir á Vesturlöndum. Erlent 17.10.2005 23:46 Trúði ekki að Ríta væri á leiðinni Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Bandaríkjunum þar sem hann fylgist með framvindunni í tengslum við fellibylinn Rítu.. Hann segir að í gærkvöld hafi fólk ekki viljað trúa því að þetta gæti gerst aftur. Það hafi talið að um æsifréttamennsku að ræða og að fréttamenn væru að óska eftir öðrum hamförum. Erlent 17.10.2005 23:47 Frávísun máls felld úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað. Innlent 17.10.2005 23:46 Deila um val á fulltrúum á þing Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Innlent 17.10.2005 23:47 Yfir 1000 látnir vegna Katrínar Tala látinna eftir yfirreið fellibylsins Katrínar fyrir um þremur vikum er nú komin yfir 1000. Yfirvöld í Louisiana hafa staðfest að 799 hafi látist í ríkinu af völdum fellibylsins og þá eru 219 sagðir hafa látist í Mississippi-ríki og 19 í Flórída, Alabama, Georgíu og Tennessee. Samtals eru þetta 1037 manns og er óttast að talan kunni enn að hækka. Erlent 17.10.2005 23:47 Fálka sleppt úr Húsdýragarði Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta. Innlent 17.10.2005 23:47 Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi. Innlent 17.10.2005 23:46 273 þúsund GSM-símar í noktun hér Nær 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 prósent allra farsímaáskrifenda og 66,4 prósent þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum að því er fram kemur í tölum Póst- og fjarskiptastofnunar. Innlent 17.10.2005 23:46 Starfsmenn Kópavogsbæjar semja Starfsmannafélag Kópavogs hefur undirritað nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna Kópavogsbæjar. Þetta er í annað skiptið í ár sem starfsmannafélagið og launanefndin ná samkomulagi en fyrri samningur þeirra var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Innlent 17.10.2005 23:46 Les fræðingum pistilinn "Ég ætla sko að láta þá heyra það," segir Sigurður Ragnar Kristjánsson en hann býr á sambýli á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Á morgun ætlar hann að halda fyrirlestur á ráðstefnu sem Svæðisskrifstofan stendur fyrir í Gullinhömrum og hefst hún í dag en þar verða fjölmargir fyrirlesarar sem segja frá niðurstöðum rannsókna og miðla af reynslu sinni í málefnum fatlaðra. Innlent 17.10.2005 23:47 Vilja samning um sjúkraflutninga Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar. Innlent 17.10.2005 23:47 Sigraði í friðarfegurðarsamkeppni Fjórtán ára gömul ísraelsk stúlka, Shira Fadida, sigraði í sérstakri friðarfegurðarsamkeppni sem haldin var í bænum Gilo skammt frá Jerúsalem í gær. Tuttugu stúlkur, bæði frá Ísrael og Palestínu, tóku þátt í samkeppninni, en þetta er annað árið í röð sem slík fegurðarsamkeppni er haldin. Erlent 17.10.2005 23:46 Vill verndaða vinnustaði burt Verndaða vinnustaði fyrir fatlaða ætti að leggja niður í núverandi mynd. Þetta segir írskur iðjuþjálfi sem hélt fyrirlestur um atvinnumál fatlaðra hér á landi. Höfuðáherslu á að leggja á að skapa fötluðum tækifæri til að komast út á almennan vinnumarkað. Innlent 17.10.2005 23:47 Konur leggi niður störf 24. okt. Aðstandendur baráttuhátíðar kvenna, sem haldin verður í tilefni að því að 30 ár eru liðin frá kvennafríinu, hvetja konur til leggja niður störf á kvennafrídeginum 24. október. Innlent 17.10.2005 23:47 Kona fékk felldan niður kostnað Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Innlent 17.10.2005 23:47 Börn vantar varanlegt fóstur Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan. Innlent 17.10.2005 23:47 Vill að æðstu menn segi af sér Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Innlent 17.10.2005 23:47 Embætti sé í höndum óhæfra manna Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu. Innlent 17.10.2005 23:46 Brottflutningi Ísraela lokið Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu tvær landnemabyggðir á Vesturbakkanum í gær. Þar með lýkur brottfluttningi Ísraelshers sem hófst á Gasa í ágúst. Eins og á Gasa söfnuðust þúsundir Palestínumanna saman á Vesturbakkanum í gær og fögnuðu ógurlega. Landnemabyggðirnar tvær verða þó áfram undir stjórn Ísraels og þarlendir hermenn halda áfram að vakta svæðið í kring. Erlent 17.10.2005 23:46 Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Innlent 17.10.2005 23:47 Segja faraldur í Indónesíu Yfirvöld á Indónesíu segja að upp sé kominn fuglaflensufaraldur í landinu. Í nótt lést fimm ára stúlka í Djakarta sem jafnvel er talin hafa smitast af fuglaflensu. Sex manns á sama spítala eru taldir vera með flensuna. Þegar hefur verið staðfest að fjórir hafi látist af völdum flensunnar í landinu undanfarna mánuði. Erlent 17.10.2005 23:46 Þrír slasaðir eftir árekstur Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindrun sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðarinnar. Innlent 17.10.2005 23:47 Segist eiga inni sjö vikna hvíld Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi. Málaferli eru nú í gangi vegna ágreinings um hvíldartíma á annað hundrað unglækna, sem vinna eða hafa unnið hjá spítalanum.</font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:47 Fellibylurinn Ríta stefnir á Texas Öllum íbúum Galveston í Texas hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Rítu sem stefnir óðfluga þangað eftir að hafa farið fram hjá Florida Keys eyjaklasanum í gær. Ríta er nú orðin annars stigs fellibylur og styrkist óðum. Jafnvel er óttast að hún nái fjórða stigi á næstu sólarhringum þegar hún gæti farið yfir Texas eða Louisiana. Erlent 17.10.2005 23:46 Rita kraftmeiri en Katrín <p>Borgarstjóri Houston, stærstu borgar Texas, gaf í gær út áskorun til íbúa borgarinnar sem búa næst sjó að koma sér í öruggt skjól innar í landi, þegar fellibylurinn Rita nálgast. Erlent 17.10.2005 23:47 Kynna tillögu um tónlistarhús Í dag verður ljóst hvernig tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin sem byggð verður í Reykjavíkurhöfn lítur út. Austurhöfn TR, fyrirtækið sem sér um bygginguna, hefur boðað til fundar þar sem vinningstillagan úr samkeppni um hönnun hússins verður kynnt og sýnd ásamt öðrum tillögum sem bárust í samkeppnina. Innlent 17.10.2005 23:46 Segir gott að fá efnislegan dóm Hannes Hómsteinn Gissurarson háskólaprófessor segist ekkert hafa við úrskurð Hæstaréttar í máli Auðar Laxenss á hendur honum að athuga og segir gott að fá efnilegan dóm í málinu. Hæstirrétur felldi í gær úr gildi frávísun héraðsdóms á málinu, en Auður stefndi Hannesi fyrir meintan ritstuld úr verkum Halldórs Laxness í bók hans <em>Halldór</em>. Innlent 17.10.2005 23:47 Vilja samkomulag um flutninga Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að gera með sér samkomulag um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu og leggur til frekari sameiningu á sjúkraflutningaþjónustu við slökkvilið landsins. Innlent 17.10.2005 23:47 « ‹ ›
Munu einnig ræða við smærri flokka Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi þegar Angela Merkel og Gerhard Schröder setjast að samningaborðinu síðar í vikunni til að ræða mögulegt samstarf flokka sinna. Báðir stóru flokkarnir huga líka að viðræðum við smærri flokkana Erlent 17.10.2005 23:46
Eldri borgarar á fimleikamót Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fimleikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvember. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni. Innlent 17.10.2005 23:47
Skortur á verkamönnum í Póllandi Byggingaframkvæmdir í Póllandi eru að stöðvast vegna þess að pólskir byggingaverkamenn eru annaðhvort að vinna við Kárahnjúka eða einhverjar aðrar framkvæmdir á Vesturlöndum. Erlent 17.10.2005 23:46
Trúði ekki að Ríta væri á leiðinni Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Bandaríkjunum þar sem hann fylgist með framvindunni í tengslum við fellibylinn Rítu.. Hann segir að í gærkvöld hafi fólk ekki viljað trúa því að þetta gæti gerst aftur. Það hafi talið að um æsifréttamennsku að ræða og að fréttamenn væru að óska eftir öðrum hamförum. Erlent 17.10.2005 23:47
Frávísun máls felld úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað. Innlent 17.10.2005 23:46
Deila um val á fulltrúum á þing Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Innlent 17.10.2005 23:47
Yfir 1000 látnir vegna Katrínar Tala látinna eftir yfirreið fellibylsins Katrínar fyrir um þremur vikum er nú komin yfir 1000. Yfirvöld í Louisiana hafa staðfest að 799 hafi látist í ríkinu af völdum fellibylsins og þá eru 219 sagðir hafa látist í Mississippi-ríki og 19 í Flórída, Alabama, Georgíu og Tennessee. Samtals eru þetta 1037 manns og er óttast að talan kunni enn að hækka. Erlent 17.10.2005 23:47
Fálka sleppt úr Húsdýragarði Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta. Innlent 17.10.2005 23:47
Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi. Innlent 17.10.2005 23:46
273 þúsund GSM-símar í noktun hér Nær 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 prósent allra farsímaáskrifenda og 66,4 prósent þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum að því er fram kemur í tölum Póst- og fjarskiptastofnunar. Innlent 17.10.2005 23:46
Starfsmenn Kópavogsbæjar semja Starfsmannafélag Kópavogs hefur undirritað nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna Kópavogsbæjar. Þetta er í annað skiptið í ár sem starfsmannafélagið og launanefndin ná samkomulagi en fyrri samningur þeirra var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Innlent 17.10.2005 23:46
Les fræðingum pistilinn "Ég ætla sko að láta þá heyra það," segir Sigurður Ragnar Kristjánsson en hann býr á sambýli á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Á morgun ætlar hann að halda fyrirlestur á ráðstefnu sem Svæðisskrifstofan stendur fyrir í Gullinhömrum og hefst hún í dag en þar verða fjölmargir fyrirlesarar sem segja frá niðurstöðum rannsókna og miðla af reynslu sinni í málefnum fatlaðra. Innlent 17.10.2005 23:47
Vilja samning um sjúkraflutninga Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar. Innlent 17.10.2005 23:47
Sigraði í friðarfegurðarsamkeppni Fjórtán ára gömul ísraelsk stúlka, Shira Fadida, sigraði í sérstakri friðarfegurðarsamkeppni sem haldin var í bænum Gilo skammt frá Jerúsalem í gær. Tuttugu stúlkur, bæði frá Ísrael og Palestínu, tóku þátt í samkeppninni, en þetta er annað árið í röð sem slík fegurðarsamkeppni er haldin. Erlent 17.10.2005 23:46
Vill verndaða vinnustaði burt Verndaða vinnustaði fyrir fatlaða ætti að leggja niður í núverandi mynd. Þetta segir írskur iðjuþjálfi sem hélt fyrirlestur um atvinnumál fatlaðra hér á landi. Höfuðáherslu á að leggja á að skapa fötluðum tækifæri til að komast út á almennan vinnumarkað. Innlent 17.10.2005 23:47
Konur leggi niður störf 24. okt. Aðstandendur baráttuhátíðar kvenna, sem haldin verður í tilefni að því að 30 ár eru liðin frá kvennafríinu, hvetja konur til leggja niður störf á kvennafrídeginum 24. október. Innlent 17.10.2005 23:47
Kona fékk felldan niður kostnað Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Innlent 17.10.2005 23:47
Börn vantar varanlegt fóstur Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan. Innlent 17.10.2005 23:47
Vill að æðstu menn segi af sér Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Innlent 17.10.2005 23:47
Embætti sé í höndum óhæfra manna Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu. Innlent 17.10.2005 23:46
Brottflutningi Ísraela lokið Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu tvær landnemabyggðir á Vesturbakkanum í gær. Þar með lýkur brottfluttningi Ísraelshers sem hófst á Gasa í ágúst. Eins og á Gasa söfnuðust þúsundir Palestínumanna saman á Vesturbakkanum í gær og fögnuðu ógurlega. Landnemabyggðirnar tvær verða þó áfram undir stjórn Ísraels og þarlendir hermenn halda áfram að vakta svæðið í kring. Erlent 17.10.2005 23:46
Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Innlent 17.10.2005 23:47
Segja faraldur í Indónesíu Yfirvöld á Indónesíu segja að upp sé kominn fuglaflensufaraldur í landinu. Í nótt lést fimm ára stúlka í Djakarta sem jafnvel er talin hafa smitast af fuglaflensu. Sex manns á sama spítala eru taldir vera með flensuna. Þegar hefur verið staðfest að fjórir hafi látist af völdum flensunnar í landinu undanfarna mánuði. Erlent 17.10.2005 23:46
Þrír slasaðir eftir árekstur Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindrun sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðarinnar. Innlent 17.10.2005 23:47
Segist eiga inni sjö vikna hvíld Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi. Málaferli eru nú í gangi vegna ágreinings um hvíldartíma á annað hundrað unglækna, sem vinna eða hafa unnið hjá spítalanum.</font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:47
Fellibylurinn Ríta stefnir á Texas Öllum íbúum Galveston í Texas hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Rítu sem stefnir óðfluga þangað eftir að hafa farið fram hjá Florida Keys eyjaklasanum í gær. Ríta er nú orðin annars stigs fellibylur og styrkist óðum. Jafnvel er óttast að hún nái fjórða stigi á næstu sólarhringum þegar hún gæti farið yfir Texas eða Louisiana. Erlent 17.10.2005 23:46
Rita kraftmeiri en Katrín <p>Borgarstjóri Houston, stærstu borgar Texas, gaf í gær út áskorun til íbúa borgarinnar sem búa næst sjó að koma sér í öruggt skjól innar í landi, þegar fellibylurinn Rita nálgast. Erlent 17.10.2005 23:47
Kynna tillögu um tónlistarhús Í dag verður ljóst hvernig tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin sem byggð verður í Reykjavíkurhöfn lítur út. Austurhöfn TR, fyrirtækið sem sér um bygginguna, hefur boðað til fundar þar sem vinningstillagan úr samkeppni um hönnun hússins verður kynnt og sýnd ásamt öðrum tillögum sem bárust í samkeppnina. Innlent 17.10.2005 23:46
Segir gott að fá efnislegan dóm Hannes Hómsteinn Gissurarson háskólaprófessor segist ekkert hafa við úrskurð Hæstaréttar í máli Auðar Laxenss á hendur honum að athuga og segir gott að fá efnilegan dóm í málinu. Hæstirrétur felldi í gær úr gildi frávísun héraðsdóms á málinu, en Auður stefndi Hannesi fyrir meintan ritstuld úr verkum Halldórs Laxness í bók hans <em>Halldór</em>. Innlent 17.10.2005 23:47
Vilja samkomulag um flutninga Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að gera með sér samkomulag um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu og leggur til frekari sameiningu á sjúkraflutningaþjónustu við slökkvilið landsins. Innlent 17.10.2005 23:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent