Fréttir

Fréttamynd

Þrír slösuðust í árekstri

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði eggjum í stjórnarráðið

Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag.

Innlent
Fréttamynd

Merkel og Schröder brjóta ísinn

Angela Merkel, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari úr Jafnaðarmannaflokknum, áttu í gær viðræður um möguleikann á því að stóru flokkarnir tveir gengju til stjórnarmyndunarviðræðna.

Erlent
Fréttamynd

Konur leggi niður vinnu

Íslenskar konur er hvattar til að leggja niður vinnu þann 24. október næstkomandi, en þá verða liðin 30 ár frá kvennafrídeginum árið 1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hins nýja kvennafrídags, segir að konur verði ekki hvattar til að leggja niður störf með sama hætti gert hafi verið fyrir 30 árum heldur sé því beint til kvenna að leggja niður störf frá klukkan 14.08, en reiknað hafi verið út að þá hafi þær unnið fyrir launum sínum ef litið sé til munar á atvinnutekjum karla og kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Uppskipting Burðaráss var jákvæð

Ingimar Ísak Bjargarson er þrettán ára nemi í Laugarlækjaskóla. Auk þess að spila íshokkí, æfa sig á gítar og leika sér með fjarstýrða bílinn sinn fylgist hann með gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafi misst stjórn á sér augnablik

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás. Ramsey er gefið að sök að hafa aðfaranótt 13. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, slegið danskan hermann í hálsinn, með þeim afleiðingum að hann lést. Ramsey bar fyrir dómi að hann hafi misst stjórn á skapi sínu eitt augnablik þegar hann sló hermanninn.

Innlent
Fréttamynd

Furða sig á seinagangi nefndar

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands furða sig á því að nefnd sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skipaði og átti að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hér á landi skuli enn ekki hafa lokið störfum.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjun hafnað í Khodorkovskí-máli

Dómstóll í Moskvu hafnaði síðla í gær áfrýjun á dóminum yfir rússneska viðskiptajöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí, en stytti fangelsisrefsinguna úr níu árum í átta. Lögmenn Khodorkovskís brugðust ókvæða við úrskurðinum og sögðu þetta sýna glögglega að mál skjólstæðings þeirra hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð.

Erlent
Fréttamynd

Boðið upp á stöðupróf í tungumálum

Háskólinn í Reykjavík hyggst á morgun bjóða upp á stöðupróf í tungumálum fyrir alla í tilefni af tungumála degi Evrópu. Gefst fólki kostur á að þreyta prófin frá klukkan 15 til 18 í húsakynnum Háskólans að Reykjavík að Ofanleiti 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum

Innlent
Fréttamynd

Jekhanúrov verður forsætisráðherra

Úkraínska þingið samþykkti í dag tilnefningu Júrís Jekhanúrovs í embætti forsætisráðherra landsins í annarri tilraun Viktors Júsjenkós forseta til þess að fá hann samþykktan. Jekhanúrov tekur við embættinu af Júlíu Tímósjenkó sem forsetinn rak úr embætti fyrr í mánuðinum vegna meintrar spillingar, en Tímósjenkó og Júsjenkó fóru fyrir hinni svokölluðu appelsínugulu byltingu í landinu á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Vill ræða fulla aðild Færeyinga

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar að óska eftir fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda um fulla aðild Færeyinga að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Nefndin ræddi óskir Færeyinga um fulla aðild í dag og Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, segir að þær hafi fengið mjög góðar undirtektir eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Innlent
Fréttamynd

Aron fær leyfi til að fara

Aron Pálmi Ágústson hefur nú fengið leyfi til að yfirgefa heimabæ sinn vegna yfirvofandi fellibyls en hann óttast að það sé um seinan. Aron Pálmi, sem sætir refsivist í Bandaríkjunum, býr í bænum Beaumont sem er rétt við ríkjamörk Texas og Louisiana. Hann óskaði eftir því í gær að fá að yfirgefa borgina en fékk ekki leyfi til þess vegna skilorðsins sem hann er á.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um líf sitt vegna Rítu

Aron Pálmi Ágústson, sem búsettur er í Beaumont í Texas, óttast um líf sitt þar sem hann fær ekki að yfirgefa heimabæ sinn þrátt fyrir yfirvofandi fellibyl. Hann er hræddur um að ef hann fái leyfi til að fara þá verði það orðið of seint.

Erlent
Fréttamynd

Fagmennska hjá RLS?

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins."  

Innlent
Fréttamynd

64% Svía hafa lesið SMS maka

Níu af hverjum tíu Svíum hafa daðrað í gegnum SMS-skilaboð og 64 prósent hafa lesið SMS-skilaboð í síma maka síns. Það var debetkortafyrirtækið Halebop sem gerði könnunina en í henni kom einnig fram að flestir sem lásu SMS-skilaboð í síma maka síns gerðu það á meðan hann var í sturtu eða á klósettinu.

Erlent
Fréttamynd

Aron Pálmi enn í Beaumont

Nýjustu fréttir af Aroni Pálma eru þær að hann enn staddur í Beumont. Rútuferðinni til Austin hefur verið frestað og er hann nú í umsjón Rauða krossins í borginni og er verið að skipuleggja brottflutning fjölda manns. Ekki er vitað hvert farið verður með fólkið.

Erlent
Fréttamynd

Ræningjar gripnir á tíu mínútum

Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla bregst við innbrotum

Lögregla í Kópavogi hefur tekið upp sérstakt eftirlit í Hvarfa- og Kórahverfi vegna hrinu innbrota í nýbyggingar og vinnuskúra þar að undanförnu. "Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum," segir Friðrik S. Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili hennar á Akranesi í lok ágúst og barði ítrekað í höfuðið með felgujárnslykli. Hann flúði af vettvangi þegar konan komst upp á aðra hæð hússins, en 14 ára gömul dóttir hennar kallaði til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Svikapar laug til nafns í fyrstu

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni mál pars sem með ávísanafalsi sveik tæpa milljón króna út úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og tæpar 60.000 krónur út úr KB banka í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst segja upp 10 þúsund manns

Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kona fær bætur eftir nauðgun

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl þar sem þrír menn voru dæmdir til að greiða konu 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa brotið gegn kynfrelsi hennar og nauðgað henni. Konan höfðaði sjálf mál á hendur mönnunum eftir að ríkissaksóknari ákvað í ársbyrjun 2003 að falla frá saksókn á hendur mönnunum.

Innlent
Fréttamynd

Hafna nýrri tillögu um mál Írans

Rússar hafa hafnað nýrri ályktun Evrópusambandsins í tengslum við kjarnorkumál Írana þrátt fyrir að þar sé ekki kveðið á um að máli Írana verði vísað strax til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir erindreka á vegum Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Beraði á sér bossann

Fjórtán ára drengur var handtekinn við Ráðhúsið í gær, þar sem Náttúruvaktin hélt mótmæli, vegna ráðstefnu um áliðnað sem haldin er hér á landi þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir manna flýja Ritu

Hundruð þúsunda íbúa stórborgarinnar Houston og nágrennis streymdu í gær með sitt hafurtask í áttina inn í land, á flótta undan fellibylnum Ritu sem spáð var að skylli á strönd Texas í dag eða í fyrramálið. Alger umferðarteppa myndaðist á þjóðvegunum inn í land. Um 1.800 þúsund íbúar Texas og Louisiana fengu skipun um að yfirgefa heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Bush óvinsælli en áður

Stuðningur Bandaríkjamanna við Íraksstríðið hefur hríðfallið í kjölfar fellibylsins Katrínar. Samkvæmt nýrri Gallup könnun vilja tveir þriðju hlutar Bandaríkjamanna að brottfluttningur hersveita frá Írak hefjist þegar í stað.

Erlent
Fréttamynd

Varað við hálkublettum

Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir Ríkis­lög­reglu­stjóra hart

Það liggur fyrir að hjá Ríkislögreglustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu.

Innlent