Erlent

Hafna nýrri tillögu um mál Írans

Rússar hafa hafnað nýrri ályktun Evrópusambandsins í tengslum við kjarnorkumál Írana þrátt fyrir að þar sé ekki kveðið á um að máli Írana verði vísað strax til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir erindreka á vegum Evrópusambandsins. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálaeftirlitsins hefur fundað í Vín í vikunni um kjarnorkumál Írans, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa viljað vísa málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir telja að Íranar hyggist með kjarnorkuáætlun sinn koma sér upp kjarnavopnum. Fulltrúar Rússlands, Kína og nokkurra annarra ríkja sem eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru andvígir tillögum Bandaríkjanna og ESB en síðastnefndu aðilarnir leggja áherslu á að breið samstaða náist innan stjórnarinnar um ályktun um kjarnorkumál Írana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×