Erlent

Aron fær leyfi til að fara

MYND/Rohn Weesler
Aron Pálmi Ágústson hefur nú fengið leyfi til að yfirgefa heimabæ sinn vegna yfirvofandi fellibyls en hann óttast að það sé um seinan. Aron Pálmi, sem sætir refsivist í Bandaríkjunum, býr í bænum Beaumont sem er rétt við ríkjamörk Texas og Louisiana. Hann óskaði eftir því í gær að fá að yfirgefa borgina en fékk ekki leyfi til þess vegna skilorðsins sem hann er á. Borgaryfirvöld höfðu þó hvatt alla íbúa til að yfirgefa borgina í gær. Með hjálp íslenska sendiráðsins í Washington tókst Aroni að fá leyfi til að fara nú fyrir stundu. Hverfið sem Aron býr í er orðið mannlaust og bæði fjölskylda hans og nágrannar hafa flúið borgina. Hann veit því ekki hvernig hann á að koma sér í burtu. Verið er að reyna að fá flug fyrir hann en ef allt þrýtur ætlar Aron sér fótgangandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×