Erlent

Áfrýjun hafnað í Khodorkovskí-máli

Dómstóll í Moskvu hafnaði síðla í gær áfrýjun á dóminum yfir rússneska viðskiptajöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí, en stytti fangelsisrefsinguna úr níu árum í átta. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa hlýtt í einn dag á málflutning ákæruvalds og verjenda. Lögmenn Khodorkovskís brugðust ókvæða við úrskurðinum og sögðu þetta sýna glögglega að mál skjólstæðings þeirra hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð. Khodorkovskí, sem stýrði Yukos-olíurisanum og var talinn ríkasti maður Rússlands, hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og segir sakargiftirnar pólitískar ofsóknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×