Milljónir manna flýja Ritu 22. september 2005 00:01 Hundruð þúsunda íbúa stórborgarinnar Houston og nágrennis streymdu í gær með sitt hafurtask í áttina inn í land, á flótta undan fellibylnum Ritu sem spáð var að skylli á strönd Texas í dag eða í fyrramálið. Alger umferðarteppa myndaðist á þjóðvegunum inn í land, þótt lögreglan léti umferðina ganga í sömu átt á öllum akreinum. Á að giska 1.800 þúsund íbúar strandhéraða Texas og Louisiana fengu skipun um að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól innar í landi. Yfirvöldum er mjög í mun að ekki komi til þess aftur að þúsundir manna verði innlyksa eins og gerðist í hamförunum sem fellibylurinn Katrín olli. Aðeins dró úr vindstyrknum í fellibylnum þar sem hann hamaðist yfir Mexíkóflóa í gær, en þó ekki meira en svo að hann er nú jafnmikill og í Katrínu er hún gekk á land fyrir um mánuði. Jafnvel þótt enn dragi eitthvað frekar úr styrk Ritu getur eyðileggingin af völdum fellibylsins orðið mikil. Hann stefnir nú meðal annars á þéttustu þyrpingu olíuborpalla og olíuvinnslustöðva í Bandaríkjunum, úti fyrir og á strönd Texas. New Orleans-búar eru milli vonar og ótta um að nýviðgerðir flóðvarnargarðarnir standist áhlaup Ritu. Að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns Íslands í Houston, hefur eldsneytisskortur sett strik í reikning þeirra sem vildu yfirgefa borgina. Birgðir bensínstöðva hafa klárast. Ólafur segir að þeir sem búi á mestu hættusvæðunum og hlíti ekki skipun um að koma sér í öruggt skjól verði ekki hraktir burt með lögregluvaldi, en þeir sem ákveði að vera eftir geri það á eigin ábyrgð, og fyrirgeri tilkalli til aðstoðar opinberra aðila. "Því fólki verður ekki séð fyrir mat, vatni, flutningum, húsaskjóli eða læknishjálp," sagði Ólafur, sem sjálfur býr um 150 km frá ströndinni og ætlar ekki að yfirgefa heimili sitt. "Núna er skafheiður himinn og 38 stiga hiti," sagði hann í gærmorgun og taldi ljóst að þar færi lognið á undan storminum sem þá var enn um 500 kílómetra úti á Mexíkóflóa. Erlent Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Hundruð þúsunda íbúa stórborgarinnar Houston og nágrennis streymdu í gær með sitt hafurtask í áttina inn í land, á flótta undan fellibylnum Ritu sem spáð var að skylli á strönd Texas í dag eða í fyrramálið. Alger umferðarteppa myndaðist á þjóðvegunum inn í land, þótt lögreglan léti umferðina ganga í sömu átt á öllum akreinum. Á að giska 1.800 þúsund íbúar strandhéraða Texas og Louisiana fengu skipun um að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól innar í landi. Yfirvöldum er mjög í mun að ekki komi til þess aftur að þúsundir manna verði innlyksa eins og gerðist í hamförunum sem fellibylurinn Katrín olli. Aðeins dró úr vindstyrknum í fellibylnum þar sem hann hamaðist yfir Mexíkóflóa í gær, en þó ekki meira en svo að hann er nú jafnmikill og í Katrínu er hún gekk á land fyrir um mánuði. Jafnvel þótt enn dragi eitthvað frekar úr styrk Ritu getur eyðileggingin af völdum fellibylsins orðið mikil. Hann stefnir nú meðal annars á þéttustu þyrpingu olíuborpalla og olíuvinnslustöðva í Bandaríkjunum, úti fyrir og á strönd Texas. New Orleans-búar eru milli vonar og ótta um að nýviðgerðir flóðvarnargarðarnir standist áhlaup Ritu. Að sögn Ólafs Árna Ásgeirssonar, ræðismanns Íslands í Houston, hefur eldsneytisskortur sett strik í reikning þeirra sem vildu yfirgefa borgina. Birgðir bensínstöðva hafa klárast. Ólafur segir að þeir sem búi á mestu hættusvæðunum og hlíti ekki skipun um að koma sér í öruggt skjól verði ekki hraktir burt með lögregluvaldi, en þeir sem ákveði að vera eftir geri það á eigin ábyrgð, og fyrirgeri tilkalli til aðstoðar opinberra aðila. "Því fólki verður ekki séð fyrir mat, vatni, flutningum, húsaskjóli eða læknishjálp," sagði Ólafur, sem sjálfur býr um 150 km frá ströndinni og ætlar ekki að yfirgefa heimili sitt. "Núna er skafheiður himinn og 38 stiga hiti," sagði hann í gærmorgun og taldi ljóst að þar færi lognið á undan storminum sem þá var enn um 500 kílómetra úti á Mexíkóflóa.
Erlent Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira