Erlent

Jekhanúrov verður forsætisráðherra

Úkraínska þingið samþykkti í dag tilnefningu Júrís Jekhanúrovs í embætti forsætisráðherra landsins í annarri tilraun Viktors Júsjenkós forseta til þess að fá hann samþykktan. Jekhanúrov tekur við embættinu af Júlíu Tímósjenkó sem forsetinn rak úr embætti fyrr í mánuðinum vegna meintrar spillingar, en Tímósjenkó og Júsjenkó fóru fyrir hinni svokölluðu appelsínugulu byltingu í landinu á síðasta ári. Júsjenkó reyndi fyrr í vikunni að tilnefna Jekhanúrov í embætti forsætisráðherra en fékk ekki stuðning meirihluta þingsins. Eftir að hafa rætt við forystumenn þingflokka tókst honum hins vegar að tryggja hinum nýja forsætisráðherra nægan stuðning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×