Fréttir Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. Innlent 24.10.2005 08:38 Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. Erlent 24.10.2005 08:00 Gönguhópur í vandræðum Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal. Innlent 24.10.2005 07:55 Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. Erlent 24.10.2005 07:53 Samstarf Icelandair og SAS ætti að geta haldið áfram Jörgen Lindegaard, forstjóri SAS, segir í viðtali við Ritzau-fréttastofuna að miðað við þann aðskilnað Sterling og Icelandair, sem boðaður er í tilkynningu um kaupin, ætti samstarf SAS og Icelandair að geta haldið áfram. Viðskipti innlent 24.10.2005 07:48 Enn skelfur jörð Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið. Erlent 24.10.2005 07:43 Stefnir á Flórída Meirihluti íbúa Florida Keys eyjaklasans hefur neitað að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir yfirvalda vegna fellibylsins Wilmu, sem hefur styrkst á ný og nær þar landi upp úr hádeginu í dag. Erlent 24.10.2005 07:27 Að minnsta kosti sjö látnir Minnst sjö manns létu lífið þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Júkatan-skaga í Mexíkó um helgina. Bylurinn stefnir nú í átt að suðurhluta Flórída. Enn ein hitabeltislægðin hefur myndast í Karíbahafi. Erlent 23.10.2005 22:51 Vonast eftir fleirum á útifund en fyrir 30 árum Vonir standa til að jafnmargir, og helst fleiri, mæti á útifundinn á kvennafrídaginn á morgun en fyrir þrjátíu árum. Erlendir fjölmiðlar sýna baráttunni hér á landi áhuga. Innlent 23.10.2005 22:55 117 manns létust Enginn komst lífs af þegar farþegaþota með hundrað og sautján manns innanborðs fórst skömmu eftir flugtak í Lagos í Nígeríu í morgun. Vélin var á leiðinni til Abuja, höfuðborgar landsins. Erlent 23.10.2005 21:03 Yfirdýralæknir býst ekki við hinu versta fyrr en næsta vor Fuglaflensan sem fannst í fjórum öndum í Svíþjóð í gær er ekki af þeim stofni veirunnar sem borist getur í menn. Yfirdýralæknir segir nauðsynlegt að búast við hinu versta - en þó ekki fyrr en næsta vor. Innlent 23.10.2005 22:47 Gleði og stolt á fjölskyldudegi Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna. Lífið 23.10.2005 23:12 Margir meðal aldraðra einangraðir Eldri borgarar eru líka hópur sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi mun ná til en í nágrannalöndunum hefur sjálfsvígum fjölgað þeirra á meðal. Kannanir hafa sýnt að margir eru félagslega einangraðir og mikil þörf er á heimsóknarþjónustu sem nú er áhersluverkefni Rauða krossins. Innlent 23.10.2005 22:44 Einn stunginn til bana Einn maður var stunginn til bana í óeirðum sem blossuðu upp á milli afrískra og asískra ungmenna í Birmingham á Englandi í gærkvöldi. Lögreglumaður, sem reyndi að stilla til friðar, særðist alvarlega þegar skotið var á hann. Erlent 23.10.2005 23:06 Vilja ókeypis skólagöngu frá vöggu til grafar Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill leggja af samræmdar námskrár og er andvíg styttingu náms til stúdentsprófs. Skólagangan á að vera ókeypis frá vöggu til grafar. Þetta er meðal þess sem hreyfingin samþykkti á landsfundi sem lauk í dag. Innlent 23.10.2005 22:34 Verkstjóra sagt að berja þá Verkstjóra yfir pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var sagt að berja þá sýndu þeir mótþróa við vinnu. Þetta segir Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar TÚ-BÍ segir verkalýðshreyfinguna leggja sig í einelti. Innlent 23.10.2005 20:44 Barátta gegn sjálfsvígum ber árangur Ungir samkynheigðir, atvinnulausir og unglingar sem falla úr námi eru líklegri til að svipta sig lífi en aðrir. Sjálfsvígum hefur fækkað eftir að hópur á vegum landlæknisembættisins hóf vinnu gegn sjálfsvígum fyrir þremur árum. Innlent 23.10.2005 22:40 FL Group keypti á 15 milljarða FL-Group hefur keypt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir fimmtán milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins telur samt að SAS vilji ekki slíta samstarfi. Gengið var frá samningum í dag og greint frá uppstokkun félagsins. Innlent 23.10.2005 20:24 Viðræður enn í gangi Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Kaupverðið 15 milljarðar FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir. Innlent 23.10.2005 18:32 Heilbrigðisyfirvöld róleg Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn. Innlent 23.10.2005 17:48 Ein milljón varð fyrir tjóni Að minnsta kosti ein milljón manna hefur orðið fyrir tjóni þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Mexíkó um helgina. Minnst sex hafa látist í óveðrinu. Alvarlegust er eyðileggingin á ferðamannasvæðinu Cancún en þar eru sjö hundruð þúsund manns talin hafa misst heimili sín. Talið er að þrjú hundruð þúsund manns til viðbótar hafi orðið fyrir einhverjum skaða. Erlent 23.10.2005 17:30 Bannað að tala við íslendinga Pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var bannað að hafa samband við íslenska samstarfsmenn sína. Þetta segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna. Hann segir fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu. Innlent 23.10.2005 18:28 Öndin ekki smituð af H5N1 Öndin sem drapst af fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af H5N1 afbrigði flensunnar sem borist getur í menn. Alls hefur 61 maður látist vegna veirunnar í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum. Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. Öndin drapst í Eskiltuna, um 100 kílómetra vestur af Stokkhólmi og var hún smituð af mildara afbrigði veirunnar, samkvæmt niðurstöðum dýralækna. Erlent 23.10.2005 17:15 Maður handtekinn í Lundúnum Breska lögreglan hefur handtekið mann sem sagður er hafa verið beðinn um að ganga til liðs við mennina sem sprengdu upp neðanjarðarlestir og strætisvagn í Lundúnum í júlí síðastliðinum. Erlent 23.10.2005 17:27 Enginn komst lífs af Nú er ljóst að enginn komst lífs af eftir að nígerísk farþegaþota fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun. Alls voru 116 manns um borð. Flak vélarinnar fannst í héraðinu Kishi Oyo. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í eigu flugfélagsins Bellview Airlines og var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu. Erlent 23.10.2005 17:22 Fuglaflensa í Svíþjóð Fuglaflensan er komin upp í Svíþjóð. Veiran fannst í fjórum öndum sem fundust dauðar í Eskilstuna í gær, um 100 km vestur af Stokkhólmi. Ekki er hins vegar ljóst hvort veiran sem olli flensunni er af H5N1 stofni, sem getur borist í menn. Talsmaður yfirdýralæknisembættis Svíþjóðar, segir ljóst að ein öndin hafi verið með fuglaflensu en greining á stofni veirunnar liggur fyrir innan nokkrra daga. Erlent 23.10.2005 17:51 Fimm farast í Indlandi Að minnsta kosti fimm létust og sex slösuðust þegar íbúðahús hrundi í borginni Bombay á Indlandi í morgun. Verið var að vinna við að styrkja húsið þegar þegar það hrundi og lentu verkamenn undir rústunum. Fjölmargar byggingar hafa hrunið í borginni frá því í ágúst þegar miklar rigningar gengu yfir hana. Erlent 23.10.2005 16:39 Þrír látnir á Ítalíu Þrír létust er brú hrundi í Puglia á Ítalíu í nótt. Þá slösuðust að minnsta kosti þrír þegar lest fór út af sporinu í Puglia í dag. Talið er að miklar rigningar hafi valdið óhappinu en alls voru um 60 manns í lestinni sem var á leið frá Taranto í Puglia til Mílanó. Lestin hafði verið á ferð í klukkustund þegar óhappið varð. Unnið er að björgunaraðgerðum. Erlent 23.10.2005 16:28 Dregur úr kamfílóbaktersýkingum Tekist hefur að draga verulega úr kamfílóbaktersýkingum í kjúklingum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Í september í fyrra var hlutfall kamfílóbatkeríusýktra kjúklinga yfir fjörtíu og eitt prósent, en í síðasta mánuði var það komið niður í sjö komma þrjú prósent. Innlent 23.10.2005 17:51 « ‹ ›
Borgin fær hálfan milljarð Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi. Innlent 24.10.2005 08:38
Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. Erlent 24.10.2005 08:00
Gönguhópur í vandræðum Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal. Innlent 24.10.2005 07:55
Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. Erlent 24.10.2005 07:53
Samstarf Icelandair og SAS ætti að geta haldið áfram Jörgen Lindegaard, forstjóri SAS, segir í viðtali við Ritzau-fréttastofuna að miðað við þann aðskilnað Sterling og Icelandair, sem boðaður er í tilkynningu um kaupin, ætti samstarf SAS og Icelandair að geta haldið áfram. Viðskipti innlent 24.10.2005 07:48
Enn skelfur jörð Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið. Erlent 24.10.2005 07:43
Stefnir á Flórída Meirihluti íbúa Florida Keys eyjaklasans hefur neitað að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir yfirvalda vegna fellibylsins Wilmu, sem hefur styrkst á ný og nær þar landi upp úr hádeginu í dag. Erlent 24.10.2005 07:27
Að minnsta kosti sjö látnir Minnst sjö manns létu lífið þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Júkatan-skaga í Mexíkó um helgina. Bylurinn stefnir nú í átt að suðurhluta Flórída. Enn ein hitabeltislægðin hefur myndast í Karíbahafi. Erlent 23.10.2005 22:51
Vonast eftir fleirum á útifund en fyrir 30 árum Vonir standa til að jafnmargir, og helst fleiri, mæti á útifundinn á kvennafrídaginn á morgun en fyrir þrjátíu árum. Erlendir fjölmiðlar sýna baráttunni hér á landi áhuga. Innlent 23.10.2005 22:55
117 manns létust Enginn komst lífs af þegar farþegaþota með hundrað og sautján manns innanborðs fórst skömmu eftir flugtak í Lagos í Nígeríu í morgun. Vélin var á leiðinni til Abuja, höfuðborgar landsins. Erlent 23.10.2005 21:03
Yfirdýralæknir býst ekki við hinu versta fyrr en næsta vor Fuglaflensan sem fannst í fjórum öndum í Svíþjóð í gær er ekki af þeim stofni veirunnar sem borist getur í menn. Yfirdýralæknir segir nauðsynlegt að búast við hinu versta - en þó ekki fyrr en næsta vor. Innlent 23.10.2005 22:47
Gleði og stolt á fjölskyldudegi Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna. Lífið 23.10.2005 23:12
Margir meðal aldraðra einangraðir Eldri borgarar eru líka hópur sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi mun ná til en í nágrannalöndunum hefur sjálfsvígum fjölgað þeirra á meðal. Kannanir hafa sýnt að margir eru félagslega einangraðir og mikil þörf er á heimsóknarþjónustu sem nú er áhersluverkefni Rauða krossins. Innlent 23.10.2005 22:44
Einn stunginn til bana Einn maður var stunginn til bana í óeirðum sem blossuðu upp á milli afrískra og asískra ungmenna í Birmingham á Englandi í gærkvöldi. Lögreglumaður, sem reyndi að stilla til friðar, særðist alvarlega þegar skotið var á hann. Erlent 23.10.2005 23:06
Vilja ókeypis skólagöngu frá vöggu til grafar Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill leggja af samræmdar námskrár og er andvíg styttingu náms til stúdentsprófs. Skólagangan á að vera ókeypis frá vöggu til grafar. Þetta er meðal þess sem hreyfingin samþykkti á landsfundi sem lauk í dag. Innlent 23.10.2005 22:34
Verkstjóra sagt að berja þá Verkstjóra yfir pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var sagt að berja þá sýndu þeir mótþróa við vinnu. Þetta segir Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar TÚ-BÍ segir verkalýðshreyfinguna leggja sig í einelti. Innlent 23.10.2005 20:44
Barátta gegn sjálfsvígum ber árangur Ungir samkynheigðir, atvinnulausir og unglingar sem falla úr námi eru líklegri til að svipta sig lífi en aðrir. Sjálfsvígum hefur fækkað eftir að hópur á vegum landlæknisembættisins hóf vinnu gegn sjálfsvígum fyrir þremur árum. Innlent 23.10.2005 22:40
FL Group keypti á 15 milljarða FL-Group hefur keypt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir fimmtán milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins telur samt að SAS vilji ekki slíta samstarfi. Gengið var frá samningum í dag og greint frá uppstokkun félagsins. Innlent 23.10.2005 20:24
Viðræður enn í gangi Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Kaupverðið 15 milljarðar FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir. Innlent 23.10.2005 18:32
Heilbrigðisyfirvöld róleg Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn. Innlent 23.10.2005 17:48
Ein milljón varð fyrir tjóni Að minnsta kosti ein milljón manna hefur orðið fyrir tjóni þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Mexíkó um helgina. Minnst sex hafa látist í óveðrinu. Alvarlegust er eyðileggingin á ferðamannasvæðinu Cancún en þar eru sjö hundruð þúsund manns talin hafa misst heimili sín. Talið er að þrjú hundruð þúsund manns til viðbótar hafi orðið fyrir einhverjum skaða. Erlent 23.10.2005 17:30
Bannað að tala við íslendinga Pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var bannað að hafa samband við íslenska samstarfsmenn sína. Þetta segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna. Hann segir fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu. Innlent 23.10.2005 18:28
Öndin ekki smituð af H5N1 Öndin sem drapst af fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af H5N1 afbrigði flensunnar sem borist getur í menn. Alls hefur 61 maður látist vegna veirunnar í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum. Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. Öndin drapst í Eskiltuna, um 100 kílómetra vestur af Stokkhólmi og var hún smituð af mildara afbrigði veirunnar, samkvæmt niðurstöðum dýralækna. Erlent 23.10.2005 17:15
Maður handtekinn í Lundúnum Breska lögreglan hefur handtekið mann sem sagður er hafa verið beðinn um að ganga til liðs við mennina sem sprengdu upp neðanjarðarlestir og strætisvagn í Lundúnum í júlí síðastliðinum. Erlent 23.10.2005 17:27
Enginn komst lífs af Nú er ljóst að enginn komst lífs af eftir að nígerísk farþegaþota fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun. Alls voru 116 manns um borð. Flak vélarinnar fannst í héraðinu Kishi Oyo. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í eigu flugfélagsins Bellview Airlines og var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu. Erlent 23.10.2005 17:22
Fuglaflensa í Svíþjóð Fuglaflensan er komin upp í Svíþjóð. Veiran fannst í fjórum öndum sem fundust dauðar í Eskilstuna í gær, um 100 km vestur af Stokkhólmi. Ekki er hins vegar ljóst hvort veiran sem olli flensunni er af H5N1 stofni, sem getur borist í menn. Talsmaður yfirdýralæknisembættis Svíþjóðar, segir ljóst að ein öndin hafi verið með fuglaflensu en greining á stofni veirunnar liggur fyrir innan nokkrra daga. Erlent 23.10.2005 17:51
Fimm farast í Indlandi Að minnsta kosti fimm létust og sex slösuðust þegar íbúðahús hrundi í borginni Bombay á Indlandi í morgun. Verið var að vinna við að styrkja húsið þegar þegar það hrundi og lentu verkamenn undir rústunum. Fjölmargar byggingar hafa hrunið í borginni frá því í ágúst þegar miklar rigningar gengu yfir hana. Erlent 23.10.2005 16:39
Þrír látnir á Ítalíu Þrír létust er brú hrundi í Puglia á Ítalíu í nótt. Þá slösuðust að minnsta kosti þrír þegar lest fór út af sporinu í Puglia í dag. Talið er að miklar rigningar hafi valdið óhappinu en alls voru um 60 manns í lestinni sem var á leið frá Taranto í Puglia til Mílanó. Lestin hafði verið á ferð í klukkustund þegar óhappið varð. Unnið er að björgunaraðgerðum. Erlent 23.10.2005 16:28
Dregur úr kamfílóbaktersýkingum Tekist hefur að draga verulega úr kamfílóbaktersýkingum í kjúklingum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Í september í fyrra var hlutfall kamfílóbatkeríusýktra kjúklinga yfir fjörtíu og eitt prósent, en í síðasta mánuði var það komið niður í sjö komma þrjú prósent. Innlent 23.10.2005 17:51