Fréttir 10, 50 og 100 krónu seðlar innkallaðir Seðlabanki Íslands er nú að innkalla 10, 50 og 100 krónu seðla en um tvær og hálf milljón slíkra seðla er enn í umferð eða sem nemur um 119 milljónum króna. Þrátt fyrir að fyrir flestum séu 10, 50 og 100 krónu seðlar eitthvað sem heyrir sögunni til eru seðlarnir enn lögeyrir. Innlent 1.6.2006 13:47 6200 fórust í jarðskjálftanum á Jövu Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf. Erlent 1.6.2006 12:32 Meirihluti í Fjallabyggð Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöldi að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Fleiri meirihlutar eru í burðarliðnum þessa stundina. Innlent 1.6.2006 12:26 Rammasamkomulag undirritað Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í morgun rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi. Innlent 1.6.2006 12:22 Hætt kominn vegna eitrunar Ungur Íslendingur var hætt kominn og félagi hans veiktist alvarlega vegna eitrunar á hóteli í Búlgaríu í síðustu viku og eru þeir rétt að ná sér. Mennirnir dvöldu ásamt þriðja íslendingnum á sama hótelherbergi og kvörtuðu undan ágangi skordýra. Að því búnu hélu þeir út en einn þerra sneri fljótt til baka og lagði sig. Þegar hinir komu aftur var hann orðinn veikur og þegar annar þeirra hafði líka lagt sig um stund, vaknaði hann upp með sömu einkenni og hinn. Þeir urðu báðir svo máttfarnir að sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þá upp á herbergi og voru þeir fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir fengu strax bætienfi og næringu í æð, og aðra aðhlynningu. Eftir rúman sólarhring þar, fengu þeir að snúa aftur á hótelið og fengu nýtt herbergi, vegna gruns um að hættulegt skordýraeitur í fyrra herberginu hafi valdið veikindum þeirra. Sindri Alexandersson, sá sem veiktist minna, sagði í viðtali við NFS í morgun að þeir félagar væru orðnir rólfærir og aðeins farnir að geta nært sig, en ætluðu þrátt fyrir allt ekki að flýta heimförinni, enda landið fallegt, og svo muni ferðatrygging greiðslukortanna greiða sjúkrakostnaðinn. Innlent 1.6.2006 12:15 Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Innlent 1.6.2006 12:16 Mikael Torfason nýr ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn sem ritstjóri Séð og heyrt tímabundið en Elín Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fróða, staðfesti þetta í samtali við NFS. Mikael hefur undanfarið starfað á vegum Dagsbrúnar við undirbúning að fríblaði sem gefa á út í Danmörku. Innlent 1.6.2006 12:42 Íranar hætta ekki auðgun úrans Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Erlent 1.6.2006 12:11 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. Viðskipti erlent 1.6.2006 12:18 Málaferli í uppsiglingu Margvísleg málaferli virðast vera í uppsiglingu eftir úrskurð Óbyggðanefndar um hvaða landsvæði á Suðvesturlandi skulu teljast þjóðlendur í ríkiseign. Þetta er að gerast þrátt fyrir að Óbyggðanefnd hafi hafnað hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna. Innlent 1.6.2006 12:06 Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Viðskipti erlent 1.6.2006 11:11 Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 1.6.2006 10:51 Rokkað í Reykjavík aflýst Tónlistarhátíðinni Rokkað í Reykjavík, sem átti að halda eftir mánuð, hefur verið aflýst vegna dræmrar sölu á aðgöngumiðum. Innlent 1.6.2006 09:20 Bíll valt út af þrengslavegi Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar bíll hans valt út af þrengslavegi í nótt. Vegfarandi, sem kom þar að, tók ökumanninn upp í og hringdi eftir sjúkrabíl. Innlent 1.6.2006 08:55 Hermenn skutu ólétta konu til bana Bandarískir hermenn skutu ólétta konu til bana í Bagdad í gær. Konan var á leið á fæðingardeildina þegar atvikið varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers vegna þeir skutu konuna en fréttaskýrendur í Írak segja að almennir borgarar sem banað hefur verið af bandarískum hermönnum síðan innrás Bandaríkjamanna hófst fyrir þremur árum séu mörg hundruð. Erlent 1.6.2006 08:53 Deilt um ákvarðanavald í Austur-Tímor Forseta og forsætisráðherra Austur-Tímor greinir á um hvor fer með ákvarðanavald í ríkisstjórn landsins nú um stundir. (LUM) Forsetinn, Xanana Gusmao, tilkynnti í fyrradag að forsætisráðherrann, Mari Alkatiri, hefði afhent sér völdin eftir að tilraunir til að koma á friði í landinu hefðu mistekist. Alkatiri lýsti því hins vegar yfir í gær að hann færi að hluta til enn með völd í Austur-Tímor. Erlent 1.6.2006 08:49 Rammasamkomulag undirritað Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja ætla í dag að undirrita rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi. Innlent 1.6.2006 08:45 Sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði á Hellisheiði Óbyggðanefnd hafnaði hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna á Suðvesturlandi, þótt ýmsir hagsmunaaðilar uni illa niðurstöðum nefndarinnar. Einkum er komin upp sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hellsiheiði. Innlent 1.6.2006 09:36 Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki hætta auðgun úrans, þrátt fyrir sáttaumleitan Bandaríkjamanna í gær. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans. Erlent 1.6.2006 09:26 Enn óeirðir í París Nokkur hundruð lögreglumenn stóðu vaktina í úthverfum Parísar í nótt. Þrátt fyrir rólegri nótt en síðustu tvær kveiktu mótmælendur í allmörgum bifreiðum og öskutunnum og voru þrír handteknir. Erlent 1.6.2006 08:48 D- og B-listi mynda meirihluta í Fjallabyggð Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöld að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 1.6.2006 08:42 Sprenging í efnaverksmiðju á Englandi Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju á Englandi seint í gærkvöld. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og segja sérfræðingar enga hættu steðja að en verksmiðjan er í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lundúnum. Erlent 1.6.2006 08:42 Norður-Kóreumenn bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni, Pyongyang. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í. Erlent 1.6.2006 07:42 Bandaríkjastjórn breyti aðferðum sínum Stjórnvöld í Íran segja að Bandaríkjastjórn verði að breyta aðferðum sínum, ef hún vilji að samskipti milli ráðamanna í Teheran, höfuðborg Írans, og Washington breytist í framtíðinnni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Erlent 1.6.2006 07:15 Engar reglur um leyfi ríkisstarfsmanna í átta ár Reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu, sem setja átti fyrir átta árum, hafa enn ekki verið settar. Ástæða þess er misskráning í fjármálaráðuneytinu sem taldi málið afgreitt. Formaður Samfylkingarinnar segir málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Innlent 31.5.2006 23:22 Vill sameina slökkviliðin á suðvesturhorninu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Innlent 31.5.2006 23:15 Rétt að draga úr áherslu á ál við milljón tonna framleiðslu Þegar framleiðsla á áli er komin í eina milljón tonna á ári er af ýmsum ástæðum rétt að draga úr áherslu á þeim vettvangi, sagði iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á þingi í dag. Fyrirspyrjandi sakaði ráðherra um að vera á flótta í málefnum áliðnaðarins. Innlent 31.5.2006 23:06 Rausnarleg gjöf til Sjómannasafnsins Sjóminjasafnið í Reykjavík fékk í dag afhenta rausnarlega gjöf úr einkasafni hjónanna Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadóttur. Um er að ræða um það bil 700 muni og þykja þeir bera með sér ómetanlegar heimildir um horfna tíma. Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður safnsins að vonum afar þakklát gjöfinni og taldi munina mikla og góða viðbót við Sjómannasafn Reykjavíkur. Innlent 31.5.2006 22:56 Fæddist með þrjá handleggi Læknar á barnaspítala í Shanghai í Kína standa um þessar mundir frammi fyrir óvenjulegum vanda. Ástæða heilabrotanna er hinn tveggja mánaða gamli Djí-djí en hann fæddist með þrjá handleggi. Erlent 31.5.2006 18:16 Fjölmiðlar vöktu athygli á fjöldamorðunum Bandarísk stjórnvöld tóku ekki að rannsaka fjöldamorðin óhugnanlegu í Haditha í Írak að neinu ráði fyrr en fjölmiðlar vöktu athygli á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar verða gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Erlent 31.5.2006 18:02 « ‹ ›
10, 50 og 100 krónu seðlar innkallaðir Seðlabanki Íslands er nú að innkalla 10, 50 og 100 krónu seðla en um tvær og hálf milljón slíkra seðla er enn í umferð eða sem nemur um 119 milljónum króna. Þrátt fyrir að fyrir flestum séu 10, 50 og 100 krónu seðlar eitthvað sem heyrir sögunni til eru seðlarnir enn lögeyrir. Innlent 1.6.2006 13:47
6200 fórust í jarðskjálftanum á Jövu Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf. Erlent 1.6.2006 12:32
Meirihluti í Fjallabyggð Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöldi að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Fleiri meirihlutar eru í burðarliðnum þessa stundina. Innlent 1.6.2006 12:26
Rammasamkomulag undirritað Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í morgun rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi. Innlent 1.6.2006 12:22
Hætt kominn vegna eitrunar Ungur Íslendingur var hætt kominn og félagi hans veiktist alvarlega vegna eitrunar á hóteli í Búlgaríu í síðustu viku og eru þeir rétt að ná sér. Mennirnir dvöldu ásamt þriðja íslendingnum á sama hótelherbergi og kvörtuðu undan ágangi skordýra. Að því búnu hélu þeir út en einn þerra sneri fljótt til baka og lagði sig. Þegar hinir komu aftur var hann orðinn veikur og þegar annar þeirra hafði líka lagt sig um stund, vaknaði hann upp með sömu einkenni og hinn. Þeir urðu báðir svo máttfarnir að sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þá upp á herbergi og voru þeir fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir fengu strax bætienfi og næringu í æð, og aðra aðhlynningu. Eftir rúman sólarhring þar, fengu þeir að snúa aftur á hótelið og fengu nýtt herbergi, vegna gruns um að hættulegt skordýraeitur í fyrra herberginu hafi valdið veikindum þeirra. Sindri Alexandersson, sá sem veiktist minna, sagði í viðtali við NFS í morgun að þeir félagar væru orðnir rólfærir og aðeins farnir að geta nært sig, en ætluðu þrátt fyrir allt ekki að flýta heimförinni, enda landið fallegt, og svo muni ferðatrygging greiðslukortanna greiða sjúkrakostnaðinn. Innlent 1.6.2006 12:15
Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Innlent 1.6.2006 12:16
Mikael Torfason nýr ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn sem ritstjóri Séð og heyrt tímabundið en Elín Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fróða, staðfesti þetta í samtali við NFS. Mikael hefur undanfarið starfað á vegum Dagsbrúnar við undirbúning að fríblaði sem gefa á út í Danmörku. Innlent 1.6.2006 12:42
Íranar hætta ekki auðgun úrans Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Erlent 1.6.2006 12:11
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. Viðskipti erlent 1.6.2006 12:18
Málaferli í uppsiglingu Margvísleg málaferli virðast vera í uppsiglingu eftir úrskurð Óbyggðanefndar um hvaða landsvæði á Suðvesturlandi skulu teljast þjóðlendur í ríkiseign. Þetta er að gerast þrátt fyrir að Óbyggðanefnd hafi hafnað hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna. Innlent 1.6.2006 12:06
Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Viðskipti erlent 1.6.2006 11:11
Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 1.6.2006 10:51
Rokkað í Reykjavík aflýst Tónlistarhátíðinni Rokkað í Reykjavík, sem átti að halda eftir mánuð, hefur verið aflýst vegna dræmrar sölu á aðgöngumiðum. Innlent 1.6.2006 09:20
Bíll valt út af þrengslavegi Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar bíll hans valt út af þrengslavegi í nótt. Vegfarandi, sem kom þar að, tók ökumanninn upp í og hringdi eftir sjúkrabíl. Innlent 1.6.2006 08:55
Hermenn skutu ólétta konu til bana Bandarískir hermenn skutu ólétta konu til bana í Bagdad í gær. Konan var á leið á fæðingardeildina þegar atvikið varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers vegna þeir skutu konuna en fréttaskýrendur í Írak segja að almennir borgarar sem banað hefur verið af bandarískum hermönnum síðan innrás Bandaríkjamanna hófst fyrir þremur árum séu mörg hundruð. Erlent 1.6.2006 08:53
Deilt um ákvarðanavald í Austur-Tímor Forseta og forsætisráðherra Austur-Tímor greinir á um hvor fer með ákvarðanavald í ríkisstjórn landsins nú um stundir. (LUM) Forsetinn, Xanana Gusmao, tilkynnti í fyrradag að forsætisráðherrann, Mari Alkatiri, hefði afhent sér völdin eftir að tilraunir til að koma á friði í landinu hefðu mistekist. Alkatiri lýsti því hins vegar yfir í gær að hann færi að hluta til enn með völd í Austur-Tímor. Erlent 1.6.2006 08:49
Rammasamkomulag undirritað Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja ætla í dag að undirrita rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi. Innlent 1.6.2006 08:45
Sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði á Hellisheiði Óbyggðanefnd hafnaði hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna á Suðvesturlandi, þótt ýmsir hagsmunaaðilar uni illa niðurstöðum nefndarinnar. Einkum er komin upp sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hellsiheiði. Innlent 1.6.2006 09:36
Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki hætta auðgun úrans, þrátt fyrir sáttaumleitan Bandaríkjamanna í gær. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans. Erlent 1.6.2006 09:26
Enn óeirðir í París Nokkur hundruð lögreglumenn stóðu vaktina í úthverfum Parísar í nótt. Þrátt fyrir rólegri nótt en síðustu tvær kveiktu mótmælendur í allmörgum bifreiðum og öskutunnum og voru þrír handteknir. Erlent 1.6.2006 08:48
D- og B-listi mynda meirihluta í Fjallabyggð Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöld að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Innlent 1.6.2006 08:42
Sprenging í efnaverksmiðju á Englandi Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju á Englandi seint í gærkvöld. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og segja sérfræðingar enga hættu steðja að en verksmiðjan er í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lundúnum. Erlent 1.6.2006 08:42
Norður-Kóreumenn bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni, Pyongyang. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í. Erlent 1.6.2006 07:42
Bandaríkjastjórn breyti aðferðum sínum Stjórnvöld í Íran segja að Bandaríkjastjórn verði að breyta aðferðum sínum, ef hún vilji að samskipti milli ráðamanna í Teheran, höfuðborg Írans, og Washington breytist í framtíðinnni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Erlent 1.6.2006 07:15
Engar reglur um leyfi ríkisstarfsmanna í átta ár Reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu, sem setja átti fyrir átta árum, hafa enn ekki verið settar. Ástæða þess er misskráning í fjármálaráðuneytinu sem taldi málið afgreitt. Formaður Samfylkingarinnar segir málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Innlent 31.5.2006 23:22
Vill sameina slökkviliðin á suðvesturhorninu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Innlent 31.5.2006 23:15
Rétt að draga úr áherslu á ál við milljón tonna framleiðslu Þegar framleiðsla á áli er komin í eina milljón tonna á ári er af ýmsum ástæðum rétt að draga úr áherslu á þeim vettvangi, sagði iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á þingi í dag. Fyrirspyrjandi sakaði ráðherra um að vera á flótta í málefnum áliðnaðarins. Innlent 31.5.2006 23:06
Rausnarleg gjöf til Sjómannasafnsins Sjóminjasafnið í Reykjavík fékk í dag afhenta rausnarlega gjöf úr einkasafni hjónanna Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadóttur. Um er að ræða um það bil 700 muni og þykja þeir bera með sér ómetanlegar heimildir um horfna tíma. Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður safnsins að vonum afar þakklát gjöfinni og taldi munina mikla og góða viðbót við Sjómannasafn Reykjavíkur. Innlent 31.5.2006 22:56
Fæddist með þrjá handleggi Læknar á barnaspítala í Shanghai í Kína standa um þessar mundir frammi fyrir óvenjulegum vanda. Ástæða heilabrotanna er hinn tveggja mánaða gamli Djí-djí en hann fæddist með þrjá handleggi. Erlent 31.5.2006 18:16
Fjölmiðlar vöktu athygli á fjöldamorðunum Bandarísk stjórnvöld tóku ekki að rannsaka fjöldamorðin óhugnanlegu í Haditha í Írak að neinu ráði fyrr en fjölmiðlar vöktu athygli á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar verða gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Erlent 31.5.2006 18:02