Fréttir Guðni Ágústsson sækist eftir æðstu embættum Framóknarflokksins Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að sækjast eftir einu af þremur æðstu embættum Framsóknarflokksins á flokksþinginu í ágúst. Það er því ljóst að til kosninga dregur á flokksþinginu. Innlent 12.7.2006 13:01 Aukin þjónusta í Leifsstöð Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú komið sér upp þráðlausu neti í byggingunni. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en stefnt er að því að þráðlaust net verði aðgengilegt á öllum helstu stöðum í byggingunni í nánustu framtíð. Innlent 12.7.2006 12:41 Aukið atvinnuleysi í Bretlandi Viðskipti erlent 12.7.2006 11:41 ESB sektar Microsoft Viðskipti erlent 12.7.2006 11:00 Samið um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Skrifað var undir nýan samning um kjör starfsfólks svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra upp úr klukkan níu í morgun í Rúgbrauðsgerðinni. Innlent 12.7.2006 10:27 Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum. Erlent 12.7.2006 09:54 Verðbólgan mælist 8,4 prósent Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ef verð á húsnæði er skilið frá útreikningunum hækkaði vísitalan um 0,41 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,4 prósent, þar af 3,1 prósent síðastliðna þrjá mánuði, og jafngildir það 13 prósenta verðbólgu á ári. Viðskipti innlent 12.7.2006 09:00 Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Innlent 12.7.2006 08:16 Samruni lyfsölufyrirtækja ógiltur Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna lyfsölufyrirtækjanna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Innlent 12.7.2006 08:23 Engin sjúkraflugvél í Eyjum Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann. Innlent 12.7.2006 08:10 Trukk í uppgræðsluna Efnt verður til viðburðarins, “Trukk í uppgræðsluna” við Litlu kaffistofuna á morgun kl. 9:30-10:30. Innlent 12.7.2006 08:01 Rumsfeld í heimsókn í Afganistan Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku. Erlent 12.7.2006 07:29 Besta afkoma Alcoa til þessa Hagnaður Alcoa á öðrum fjórðungi ársins nam 57 milljörðum króna, sem er besta afkoma fyrirtækisins í sögu þess. Innlent 12.7.2006 07:25 Mikið um hraðakstur Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í Kópavogi í gærkvöldi og ók einn þeirra á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Innlent 12.7.2006 07:33 Loftárás á Gaza í nótt Að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárás Ísraelsmanna á Gazaborg í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni. Erlent 12.7.2006 07:20 Ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði Margir borgarbúar, þeirra á meðal lögreglumenn og slökkviliðsmenn, sáu ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði um klukkan hálf fjögur í nótt, sem talið var neyðarblys. Innlent 12.7.2006 07:16 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunum í Mumbai Lögreglan á Indlandi leitar nú vísbendinga um hver hafi staðið á bak við árásirnar á lestakerfi Mumbai í gær. Erlent 12.7.2006 07:10 Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. Innlent 11.7.2006 22:39 Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Innlent 11.7.2006 22:21 Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. Innlent 11.7.2006 21:47 Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. Innlent 11.7.2006 21:08 Appelsínubyltingin súrnar Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi Erlent 11.7.2006 19:04 Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. Innlent 11.7.2006 19:57 Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til. Erlent 11.7.2006 19:01 Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. Innlent 11.7.2006 19:16 Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 19:13 Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. Innlent 11.7.2006 18:21 Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. Innlent 11.7.2006 18:25 Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. Innlent 11.7.2006 18:32 Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. Innlent 11.7.2006 18:20 « ‹ ›
Guðni Ágústsson sækist eftir æðstu embættum Framóknarflokksins Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að sækjast eftir einu af þremur æðstu embættum Framsóknarflokksins á flokksþinginu í ágúst. Það er því ljóst að til kosninga dregur á flokksþinginu. Innlent 12.7.2006 13:01
Aukin þjónusta í Leifsstöð Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú komið sér upp þráðlausu neti í byggingunni. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en stefnt er að því að þráðlaust net verði aðgengilegt á öllum helstu stöðum í byggingunni í nánustu framtíð. Innlent 12.7.2006 12:41
Samið um kjör starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Skrifað var undir nýan samning um kjör starfsfólks svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra upp úr klukkan níu í morgun í Rúgbrauðsgerðinni. Innlent 12.7.2006 10:27
Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum. Erlent 12.7.2006 09:54
Verðbólgan mælist 8,4 prósent Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ef verð á húsnæði er skilið frá útreikningunum hækkaði vísitalan um 0,41 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,4 prósent, þar af 3,1 prósent síðastliðna þrjá mánuði, og jafngildir það 13 prósenta verðbólgu á ári. Viðskipti innlent 12.7.2006 09:00
Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Innlent 12.7.2006 08:16
Samruni lyfsölufyrirtækja ógiltur Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna lyfsölufyrirtækjanna Lyfja og heilsu og Lyfjavers. Innlent 12.7.2006 08:23
Engin sjúkraflugvél í Eyjum Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann. Innlent 12.7.2006 08:10
Trukk í uppgræðsluna Efnt verður til viðburðarins, “Trukk í uppgræðsluna” við Litlu kaffistofuna á morgun kl. 9:30-10:30. Innlent 12.7.2006 08:01
Rumsfeld í heimsókn í Afganistan Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku. Erlent 12.7.2006 07:29
Besta afkoma Alcoa til þessa Hagnaður Alcoa á öðrum fjórðungi ársins nam 57 milljörðum króna, sem er besta afkoma fyrirtækisins í sögu þess. Innlent 12.7.2006 07:25
Mikið um hraðakstur Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í Kópavogi í gærkvöldi og ók einn þeirra á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Innlent 12.7.2006 07:33
Loftárás á Gaza í nótt Að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárás Ísraelsmanna á Gazaborg í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni. Erlent 12.7.2006 07:20
Ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði Margir borgarbúar, þeirra á meðal lögreglumenn og slökkviliðsmenn, sáu ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði um klukkan hálf fjögur í nótt, sem talið var neyðarblys. Innlent 12.7.2006 07:16
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunum í Mumbai Lögreglan á Indlandi leitar nú vísbendinga um hver hafi staðið á bak við árásirnar á lestakerfi Mumbai í gær. Erlent 12.7.2006 07:10
Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. Innlent 11.7.2006 22:39
Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Innlent 11.7.2006 22:21
Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. Innlent 11.7.2006 21:47
Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. Innlent 11.7.2006 21:08
Appelsínubyltingin súrnar Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi Erlent 11.7.2006 19:04
Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. Innlent 11.7.2006 19:57
Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til. Erlent 11.7.2006 19:01
Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. Innlent 11.7.2006 19:16
Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 19:13
Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. Innlent 11.7.2006 18:21
Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. Innlent 11.7.2006 18:25
Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. Innlent 11.7.2006 18:32
Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. Innlent 11.7.2006 18:20