Viðskipti innlent

Verðbólgan mælist 8,4 prósent

Verðbólgan mælist 8,4 prósent á ársgrundvelli. Sumarútsölur eru víða hafnar og lækkaði það verð á skóm og fötum um 9,6 prósent.
Verðbólgan mælist 8,4 prósent á ársgrundvelli. Sumarútsölur eru víða hafnar og lækkaði það verð á skóm og fötum um 9,6 prósent. Mynd/Heiða

Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ef verð á húsnæði er skilið frá útreikningunum hækkaði vísitalan um 0,41 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,4 prósent, þar af 3,1 prósent síðastliðna þrjá mánuði og jafngildir það 13 prósenta verðbólgu á ári.

Ef verð á húsnæði er undanskilið frá útreikningunum jafngildir það 6,6 prósenta hækkun á síðastliðnum 12 mánuðum og 12,2 prósenta verðbólgu á ári, samkvæmt útreikningum hagstofunnar.

Verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,5 prósent (vísitöluáhrif 0,24 prósent) og verð á dagvörum um 1,3 prósent (0,2 prósent). Verð á eigin húsnæði hækkaði um 1,5 prósent (0,26 prósent) þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,18 prósent og af hækkun vaxta 0,08 prósent.

Þá segir Hagstofan sumarútsölur víða hafnar og hafi verð á skóm og fötum lækkað við það um 9,6 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×