Fréttir

Fréttamynd

Heimilid í fjáraukalögum

Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri.

Innlent
Fréttamynd

KfW gefur út 9 milljarða krónubréf

Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi

Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos.

Erlent
Fréttamynd

Tímasetning orkar tvímælis

Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu.

Innlent
Fréttamynd

Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur

Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar æfir vegna reykingarbanns

Franskir reykingarmenn eru æfir vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrradag að reykingar yrðu bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast

Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar. Sjeik Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í jeppa við Skúlagötu

Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin bauð út þrjú verk

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Í gær var boðinn út Veigastaðarvegur, sem er milli Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri.

Innlent
Fréttamynd

Herstjórnin talin fresta stjórnarskrá

Herstjórnin í Burma fundar í dag um nýja stjórnarskrá, en stjórnin er undir auknum alþjóðlegum þrýstingi vegna vantrúar á ríkjandi stjórnarfari í landinu. Herráðið valdi þá rúmlega 1,000 manns sem taka þátt í ráðstefnunni. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, er í stofufangelsi og flokkur hennar er ekki þáttakandi í samningaviðræðunum.

Erlent
Fréttamynd

Google kaupir YouTube

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube, vefsíðu þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni.

Erlent
Fréttamynd

Bíll valt í Hveragerði

Ung kona slapp lítið meidd eftir að hún missti stjón á bíl sínum á þjóðveginum suðaustur af Hveragerði laust fyrir miðnætti með þeim afleiðingum að bíllinn valt hálfa aðra veltu. Hún var flutt á Heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar. Vegurinn var blautur þegar slysið varð og hjólbarðar bílsins lélegir.

Innlent
Fréttamynd

TM hækkar hlutafé

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farnir í felur vegna Múhameðs

Tveir meðlimir í ungliðahreyfingu danska þjóðarflokksins eru farnir í felur vegna morðhótana eftir að Nyhedsavisen greindi frá gysi sem gert var að Múhameð spámanni á samkomu hreyfingarinnar í sumar. Annar þeirra, sem farinn er í felur, segir að um 20 hótanir hafi borist og að lögreglunni hafi verið tilkynnt um málið, en hún vill ekki tjá sig um viðbrögð.

Erlent
Fréttamynd

Býst við uppsögnum

Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur.

Viðskipti erlent