

Ráðherrar og þingmenn sem hliðhollir eru sjíaklerknum Muqtada al-Sadr hafa sagt sig úr ríkisstjórn Íraks og hætt þátttöku í starfi írakska þingsins til þess að mótmæla fundi forsætisráðherrans Nouris al-Malikis með George Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu.
Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til.
Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins.
Breskur prófessor í fornleifafræði hefur sett fram þá tilgátu að hið fornfræga mannvirki Stonehenge hafi í upphafi verið lækningastaður, hvert menn komu til þess að fá bót meina sinna. Helstu samlíkinguna sé að finna í kraftaverkastaðnum Lourdes, í Frakklandi.
Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna.
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group hf., hefur ákveðið að láta af störfum. Starfslok hans verða um miðjan desember.Bogi hefur gegnt starfinu frá því í júní 2004.
Blaðamaður breska slúðurblaðsins News of the World játaði fyrir rétti, í dag, að hafa reynt að hlera síma bresku konungsfjölskyldunnar.
Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir.
Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi, varar við afleiðingum þess að afnema styrkjakerfi íslensks landbúnaðar og að fella niður innflutningshömlur á erlendum landbúnaðarafurðum. Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var undir yfirskriftinni "Á að vera landbúnaður á Íslandi?" á Hótel Sögu í morgun.
Mikinn hroll hefur sett að íbúum Los Angeles vegna þess að borgaryfirvöld hafa ákveðið að fækka stórlega pálmatrjám í borginni. Þau hafa löngum verið talin meðal helstu sérkenna hennar.
Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu.
Bandarísk kona hefur verið handtekin vegna gruns um að hún hafi myrt mánaðargamalt barn sitt með því að setja það í örbylgjuofn. Engir ytri áverkar sáust á barninu en sum líffæra þess voru hins vegar illa brennd og þykir það benda til að það hafi verið myrt á þennan óhugnanlega hátt. Móðirin neitar öllum ásökunum.
Saudi-Arabía er reiðubúin að beita öllu sínu afli, hvort sem er í peningum, vopnum eða oíu til þess að koma í veg fyrir að sjía múslimar í Írak kúgi og myrði súnní múslima, þegar Bandaríkjamenn byrja að flytja herlið sitt frá landinu.
Örverufræðileg gæði íss úr vél voru ófullnægjandi hjá 62 prósentum fyrirtækja samkvæmt könnun sem gerð var á vegum matvælaeftirlits umhverfissviðs Reykjavíkur. 22 prósent fyrirtækja voru með fullnægjandi niðurstöður og 16 prósent fengu senda athugasemd.
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum.
Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka.
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra.
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag.
Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag.
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur bannað útflutning á Ipod og plasma-sjónvörpum til Norður-Kóreu og er þetta liður í refsiaðgerðum vegna kjarnorkubrölts leiðtoganna.
Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra.
Evrópusambandið hefur ákveðið að fella niður átta kafla í viðræðunum um aðild Tyrklands að sambandinu. Þetta er í refsingarskyni fyrir að Tyrkir hafa enn ekki fallist á að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur.
Benedikt páfi sextándi ætlar í dag að heimsækja staðinn þar sem María mey dvalist síðustu æviár sín. Páfi er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi.
Bush Bandaríkjaforseti segir Al-Qaeda samtökin bera ábyrgð á árásinni í Írak í síðustu viku, þar sem um tvö hundruð manns létu lífið. Bush er nú er staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettalandi.
Kofi Annan ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og sagði þar frá því að í átökunum í Mið-Austurlöndum væru börn farin að verða hermenn. Hann talaði um nauðsyn þess að koma í veg fyrir þessa þróun og bætti við að flestir flóttamenn á átakasvæðum væru konur og börn.
Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna.