Fréttir

Fréttamynd

Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð

Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter.

Innlent
Fréttamynd

Ekki skólagjöld í grunnnám

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjöri frestað vegna sumarleyfa

Stjórnir fjárfestingarfélaganna Afls og Atorku tilkynntu í gærmorgun að "vegna erfiðleika með að ná stjórnum saman" muni félögin ekki birta sex mánaða uppgjör fyrr en í fyrstu viku ágústmánaðar. Bæði félögin eru skráð í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitalan hækkar um 50%

Úrvalsvísitalan fór yfir þrjú þúsund stig í gær í fyrsta sinn og hefur hækkað um helming á rúmum sjö mánuðum. Hækkun á hlutabréfum um helmings fimmtán fyrirtækja innan vísitölunnar er meðal skýringa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Siðblindir leggja í stæði fatlaðra

Sigurður Björnsson, hjá samtökunum Sjálfsbjörg, gagnrýnir harkalega þá sem leggja í bílastæði sem ætluð eru fötluðum ökumönnum. Árni Johnsen, fyrrum þingmaður og nýskipaður stjórnarmaður hjá Rafmagnsveitu ríkisins, var gripinn glóðvolgur á dögunum þar sem hann sótti jeppabifreið sína á bílastæði eftir sólarhringsdvöl.

Innlent
Fréttamynd

Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja

Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum.

Erlent
Fréttamynd

Hlemmur í endurnýjun lífdaga

Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu.

Innlent
Fréttamynd

100.000 embættismenn reknir

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti í gær stórfelldan niðurskurð í embættismannakerfinu til að fjármagna félagsþjónustu og þjóðaröryggismál.

Erlent
Fréttamynd

Ók lyfjadofinn á lögreglu

Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að fella lögin úr gildi

Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn og níu karlmenn

Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt.

Innlent
Fréttamynd

Hendur forseta bundnar

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu.

Innlent
Fréttamynd

Kerry með naumt forskot

John Kerry hefur naumt forskot á George Bush í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, ef marka má skoðanakönnun Gallups fyrir CNN-sjónvarpsstöðina.

Erlent
Fréttamynd

23 mafíósar handteknir

Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 23 manneskjur sem grunaðar eru um „mafíuglæpi“ eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum.

Erlent
Fréttamynd

7 létust í fárviðri

Sjö manns fórust og yfir 20 slösuðust í fárviðri sem gekk yfir borgina Shanghæ í Kína í gærkvöld. Veðurofsinn var mjög skyndilegur og fór vindhraði vel yfir 30 metra á sekúndu. Um 200 byggingar í borginni skemmdust.

Erlent
Fréttamynd

Fólksfjölgun mest á Austurlandi

Fólksfjölgun var mest á Austurlandi á öðrum ársfjórðungi ársins. Í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutinga kemur fram að fólki fjölgaði um 512 einstaklinga á Austurlandi og voru það einkum flutningar frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á mann og hótuðu lögreglu

23 ára gamall Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með hótunum um ofbeldi og líflát. Einnig hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm 21 árs gamall Akureyringur fyrir þátttöku í árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Faldi hass í klefa sínum

Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla-Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands sl. mánudag.

Innlent
Fréttamynd

25 lögreglumenn slösuðust

Tuttugu og fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom í einu af hverfum Belfast á Norður-Írlandi í gær þegar mótmælendum og kaþólikkum lenti saman.

Erlent
Fréttamynd

15 milljónir barna munaðarlaus

Fimmtán milljónir barna hafa misst foreldra sína vegna alnæmis. Langflest þeirra búa í Afríku en þar hafa tólf milljónir barna misst foreldra vegna þessa vágests.

Erlent
Fréttamynd

Evrópudómstólinn ógildir ákvörðun

Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun fjármálaráðherra Evrópusambandsins sem frestuðu aðgerðum gegn Þjóðverjum og Frökkum vegna fjárlagahalla en hann var talinn ógna stöðguleika ESB.

Erlent
Fréttamynd

Stóru ríkin sleppi ekki

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að ólöglegt hafi verið að hlífa ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands við sektum vegna brota á Stöðugleikasáttmálanum um fjármál aðildarríkja evrunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vantar tæki, tól og peninga

Tækjakostnaður kemur í veg fyrir að margar stofnanir hér á landi geti með góðu móti sinnt rannsóknarskyldum er á þær eru lagðar og verða að gera sér að góðu að senda gögn og sýni ýmiss konar utan til frekari rannsókna en slíkt getur verið afar tímafrekt.

Innlent
Fréttamynd

Sex manna fjölskylda fundin

Sex manna fjölskylda frá Suður-Wales er komin í leitirnar eftir að hafa verið saknað frá heimili sínu í Cardiff í tvær vikur. Sky fréttastofan greinir frá því að fjölskyldufaðirinn, sem er 57 ára, hafi gengið inná lögreglustöð í suðurhluta Englands eftir að hafa séð auglýst eftir fjölskyldu sinni í dagblaði.

Erlent
Fréttamynd

10 ára börn í herþjálfunarbúðum

Tíu ára palestínskum börnum er kennt að drepa og sprengja í sérstökum herþjálfunarbúðum á Gasasvæðinu. Myndir frá þessum illræmdu búðum komu í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í dag á sjónvarpsstöðinni Sky.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan þegir áfram

Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið.  <font size="2"></font>

Innlent
Fréttamynd

Fullorðnir glápa meira en börn

Dönsk börn horfa talsvert minna á sjónvarp en fullorðnir samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar ganga þannig gegn hinni bjargföstu almennu trú að ungt fólk horfi sífellt meira á sjónvarp.

Erlent