Fréttir Mótmæla málsmeðferð Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönskum fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara. Erlent 13.10.2005 14:25 Brunavörnum ábótavant Eignatjón í bruna var helmingi minna í fyrra en þrjú ár á undan. Þrátt fyrir það er brunavörnum ábótavant á nærri helmingi gistiheimila og í um þriðjungi framhaldsskóla landsins. Innlent 13.10.2005 14:25 Vildu samstarf um árásir Íranskir embættismenn settu sig í samband við al-Kaída eftir árás samtakanna á bandaríska herskipið Cole. Vildu írönsk stjórnvöld eiga samstarf við samtökin um árásir á Bandaríkin í framtíðinni að því er fram kemur á vef bandaríska vikublaðsins Time. Erlent 13.10.2005 14:25 Eignarhald á hendi fárra Eignarhald á félögum í Kauphöll Íslands eru á fárra hendi í mörgum tilvikum að því er fram kemur í „Morgunkornum“ Greiningar Íslandsbanka í gær. Þegar hluthafalistar 25 helstu félaga Kauphallarinnar eru skoðaðir kemur í ljós að meðal þeirra nemur eign fimm stærstu hluthafa allt frá 35% til 96% hlutafjár. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25 Erilsamt á Akureyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Mikil umferð var í bænum og á leiðinni til Ólafsfjarðar og að sögn lögreglunnar voru tíu manns teknir fyrir of hraðan akstur. Þá kom upp eitt fíkniefnamál á Akureyri í nótt. Innlent 13.10.2005 14:25 Sleppa gíslinum á morgun Mannræningjar sem hafa haft egypskan bílstjóra, Mohammed al-Gharabawi að nafni, í haldi sínu í Írak að undanförnu segjast ætla að sleppa honum á morgun að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 14:25 Ný stefna fyrir sama starfsmann Það er mjög hvimleitt að þurfa að standa í þessum stöðugu innheimtumálum," segir Kristinn Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 14:25 Ný símanúmer Reykjavíkurlögreglu <font face="Arial">Embætti lögreglustjórans í Reykjavík tekur frá og með morgundeginum, 19. júlí, í notkun ný símanúmer fyrir embættið.</font> Innlent 17.10.2005 23:41 Alltaf ljóst að afbrot var framið Það hefði engu skilað að auglýsa strax eftir Sri Rahmawati þar sem ljóst var frá upphafi að afbrot hefði verið framið að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rahmawati hefur verið saknað í tvær vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar neitar enn sök. Innlent 13.10.2005 14:25 Gekkst undir aðgerð Maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni í Barmahlíð í nótt gekkst undir aðgerð í morgun. Að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild er líðan mannsins eftir atvikum góð og er hann ekki lífshættulega slasaður. Innlent 13.10.2005 14:25 Fjármálaráðherra greip inn í Fjármálaráðherra greip inn í deilu tollayfirvalda og akstursíþróttamanna um tryggingafé vegna heimsbikarsins í torfæru um helgina. Þar af leiðandi var hætt við að aflýsa keppninni. Landssamband íslenskra akstursfélaga segir málið engu að síður til skammar. <font size="2"></font> Innlent 13.10.2005 14:25 Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svínahrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:25 Mannfall heldur áfram Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur sprakk í námunda við bílalest nýskipaðs dómsmálaráðherra landsins, Maliks Dohans al-Hassans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust. Erlent 13.10.2005 14:25 Skelfilegt óréttlæti Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Innlent 13.10.2005 14:25 Sex létust í árekstri á hraðbraut Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Auk þeirra sex sem létust slösuðust um 40 og voru margir þeirra með brunasár. Erlent 13.10.2005 14:25 Erfið ferð en gekk ljómandi vel "Þetta var nokkuð erfið ferð en gekk alveg ljómandi vel," segir Arnar Klemensson en hann fór ásamt félaga sínum Alexander Harðarsyni yfir Hellisheiðina á hjólastól í gær. "Ferðin var farin til styrktar Barnaspítala Hringsins og tók tæpa átta klukkutíma fyrir okkur." Innlent 13.10.2005 14:25 Afsögn forsætisráðherra Palestínu Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana. Erlent 13.10.2005 14:25 Deilur um vegamót á Suðurlandi Vegagerðin ætlar ekki að gera hringtorg við Landvegamót á Suðurlandi þrátt fyrir að það kosti jafnmikið og þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Vegagerðin segir umferð ekki nógu mikla um hliðarvegina en verslunareigandi við gatnamótin hafnar því og segir hringtorg nauðsynlegt. Innlent 13.10.2005 14:25 37% fylgjandi innrásinni í Írak Einungis 37 prósent Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að George Bush, forseti landsins, hafi breytt rétt þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. 51 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki átt að ráðast til atlögu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið <em>The New York Times</em> og sjónvarpsstöðin CBS birtu í dag. Erlent 13.10.2005 14:25 Húnaröstin seld til niðurrifs Húnaröstin SF 550, eitt af skipum Skinneyjar Þinganess, hefur verið seld til niðurrifs og munu nýir eigendur sigla henni til Danmerkur þar sem skipið fer væntanlega í brotajárn. Húnaröstin var áður í eigu Borgeyjar og var mikið aflaskip en að lokinni loðnuvertíð árið 2001 var skipinu lagt. Innlent 13.10.2005 14:25 Bændum settir úrslitakostir Landsvirkjun setur bændum úrslitakosti og þvingar þá til samninga, segir einn þeirra fimm bænda sem stendur frammi fyrir eignarnámi vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. Hann segir þá ekkert fá fyrir að gefa eftir jarðir sínar. Innlent 13.10.2005 14:25 Upplausn í heimastjórninni Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Erlent 13.10.2005 14:25 Hafnar báðum tilboðunum Hafnarnefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hafna báðum tilboðunum sem bárust í eftirlit með framkvæmdum við álvershöfn að Hrauni við Reyðarfjörð en bæði tilboðin voru langt yfir áætluðum kostnaði. Innlent 13.10.2005 14:25 350 km langar bílaraðir 350 kílómetra langar raðir bifreiða voru á frönsku hraðbrautunum í dag en þessi helgi er fyrsta stóra ferðahelgi Frakka. Verst er ástandið í suðaustur Frakklandi en þar eru 120 kílómetra langar umferðarteppur. Biðraðirnar mynduðust strax í morgunsárið þegar fólksbíll og rúta lentu saman og leiddi það til 30 kílómetra umferðarteppu. Erlent 13.10.2005 14:25 Jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 5,5 stig á Richter varð í höfuðborg Japans, Tókýó og nágrenni hennar, í dag. Engar fregnir hafa borist af slösuðu fólki en myndir og málverk skekktust og duttu niður af veggjum. Erlent 13.10.2005 14:25 Þrjú slys í umdæmi Selfosslögreglu Lögreglan á Selfossi hefur staðið í ströngu í dag en þrjú slys hafa orðið í umdæmi hennar í góðviðrinu. 16 ára piltur handleggsbrotnaði þegar hann flaug af hjóli sínu á mótorkrossbrautinni á Selfossi laust eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 14:25 Leitað á völdum stöðum Leitað er að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur í tæpar tvær vikur, á völdum stöðum aðallega norðan og austan við Reykjavík að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 14:25 Börnin jarðsett í dag Börnin níutíu sem létust þegar eldur braust út í skólabyggingu í suðurhluta Indlands í gær verða jarðsett í dag. Flest þeirra voru yngri en tíu ára. Þrjátíu önnur eru stórslösuð. Erlent 13.10.2005 14:25 Maður stunginn í samkvæmi Kona er í haldi lögreglunnar eftir að hafa stungið mann í kviðinn í samkvæmi í húsi hennar í Barmahlíð í nótt. Konan hafði áður haft samband við lögregluna og óskað eftir aðstoð hennar við að koma þremur gestum út úr húsinu. Innlent 13.10.2005 14:25 Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25 « ‹ ›
Mótmæla málsmeðferð Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönskum fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara. Erlent 13.10.2005 14:25
Brunavörnum ábótavant Eignatjón í bruna var helmingi minna í fyrra en þrjú ár á undan. Þrátt fyrir það er brunavörnum ábótavant á nærri helmingi gistiheimila og í um þriðjungi framhaldsskóla landsins. Innlent 13.10.2005 14:25
Vildu samstarf um árásir Íranskir embættismenn settu sig í samband við al-Kaída eftir árás samtakanna á bandaríska herskipið Cole. Vildu írönsk stjórnvöld eiga samstarf við samtökin um árásir á Bandaríkin í framtíðinni að því er fram kemur á vef bandaríska vikublaðsins Time. Erlent 13.10.2005 14:25
Eignarhald á hendi fárra Eignarhald á félögum í Kauphöll Íslands eru á fárra hendi í mörgum tilvikum að því er fram kemur í „Morgunkornum“ Greiningar Íslandsbanka í gær. Þegar hluthafalistar 25 helstu félaga Kauphallarinnar eru skoðaðir kemur í ljós að meðal þeirra nemur eign fimm stærstu hluthafa allt frá 35% til 96% hlutafjár. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25
Erilsamt á Akureyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Mikil umferð var í bænum og á leiðinni til Ólafsfjarðar og að sögn lögreglunnar voru tíu manns teknir fyrir of hraðan akstur. Þá kom upp eitt fíkniefnamál á Akureyri í nótt. Innlent 13.10.2005 14:25
Sleppa gíslinum á morgun Mannræningjar sem hafa haft egypskan bílstjóra, Mohammed al-Gharabawi að nafni, í haldi sínu í Írak að undanförnu segjast ætla að sleppa honum á morgun að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 14:25
Ný stefna fyrir sama starfsmann Það er mjög hvimleitt að þurfa að standa í þessum stöðugu innheimtumálum," segir Kristinn Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 14:25
Ný símanúmer Reykjavíkurlögreglu <font face="Arial">Embætti lögreglustjórans í Reykjavík tekur frá og með morgundeginum, 19. júlí, í notkun ný símanúmer fyrir embættið.</font> Innlent 17.10.2005 23:41
Alltaf ljóst að afbrot var framið Það hefði engu skilað að auglýsa strax eftir Sri Rahmawati þar sem ljóst var frá upphafi að afbrot hefði verið framið að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rahmawati hefur verið saknað í tvær vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar neitar enn sök. Innlent 13.10.2005 14:25
Gekkst undir aðgerð Maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni í Barmahlíð í nótt gekkst undir aðgerð í morgun. Að sögn vakthafandi læknis á skurðdeild er líðan mannsins eftir atvikum góð og er hann ekki lífshættulega slasaður. Innlent 13.10.2005 14:25
Fjármálaráðherra greip inn í Fjármálaráðherra greip inn í deilu tollayfirvalda og akstursíþróttamanna um tryggingafé vegna heimsbikarsins í torfæru um helgina. Þar af leiðandi var hætt við að aflýsa keppninni. Landssamband íslenskra akstursfélaga segir málið engu að síður til skammar. <font size="2"></font> Innlent 13.10.2005 14:25
Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót í Svínahrauni rétt eftir hádegið í gær. Einn bílanna hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:25
Mannfall heldur áfram Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur sprakk í námunda við bílalest nýskipaðs dómsmálaráðherra landsins, Maliks Dohans al-Hassans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust. Erlent 13.10.2005 14:25
Skelfilegt óréttlæti Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Innlent 13.10.2005 14:25
Sex létust í árekstri á hraðbraut Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Auk þeirra sex sem létust slösuðust um 40 og voru margir þeirra með brunasár. Erlent 13.10.2005 14:25
Erfið ferð en gekk ljómandi vel "Þetta var nokkuð erfið ferð en gekk alveg ljómandi vel," segir Arnar Klemensson en hann fór ásamt félaga sínum Alexander Harðarsyni yfir Hellisheiðina á hjólastól í gær. "Ferðin var farin til styrktar Barnaspítala Hringsins og tók tæpa átta klukkutíma fyrir okkur." Innlent 13.10.2005 14:25
Afsögn forsætisráðherra Palestínu Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana. Erlent 13.10.2005 14:25
Deilur um vegamót á Suðurlandi Vegagerðin ætlar ekki að gera hringtorg við Landvegamót á Suðurlandi þrátt fyrir að það kosti jafnmikið og þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Vegagerðin segir umferð ekki nógu mikla um hliðarvegina en verslunareigandi við gatnamótin hafnar því og segir hringtorg nauðsynlegt. Innlent 13.10.2005 14:25
37% fylgjandi innrásinni í Írak Einungis 37 prósent Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að George Bush, forseti landsins, hafi breytt rétt þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. 51 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki átt að ráðast til atlögu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið <em>The New York Times</em> og sjónvarpsstöðin CBS birtu í dag. Erlent 13.10.2005 14:25
Húnaröstin seld til niðurrifs Húnaröstin SF 550, eitt af skipum Skinneyjar Þinganess, hefur verið seld til niðurrifs og munu nýir eigendur sigla henni til Danmerkur þar sem skipið fer væntanlega í brotajárn. Húnaröstin var áður í eigu Borgeyjar og var mikið aflaskip en að lokinni loðnuvertíð árið 2001 var skipinu lagt. Innlent 13.10.2005 14:25
Bændum settir úrslitakostir Landsvirkjun setur bændum úrslitakosti og þvingar þá til samninga, segir einn þeirra fimm bænda sem stendur frammi fyrir eignarnámi vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. Hann segir þá ekkert fá fyrir að gefa eftir jarðir sínar. Innlent 13.10.2005 14:25
Upplausn í heimastjórninni Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Erlent 13.10.2005 14:25
Hafnar báðum tilboðunum Hafnarnefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hafna báðum tilboðunum sem bárust í eftirlit með framkvæmdum við álvershöfn að Hrauni við Reyðarfjörð en bæði tilboðin voru langt yfir áætluðum kostnaði. Innlent 13.10.2005 14:25
350 km langar bílaraðir 350 kílómetra langar raðir bifreiða voru á frönsku hraðbrautunum í dag en þessi helgi er fyrsta stóra ferðahelgi Frakka. Verst er ástandið í suðaustur Frakklandi en þar eru 120 kílómetra langar umferðarteppur. Biðraðirnar mynduðust strax í morgunsárið þegar fólksbíll og rúta lentu saman og leiddi það til 30 kílómetra umferðarteppu. Erlent 13.10.2005 14:25
Jarðskjálfti í Japan Jarðskjálfti upp á 5,5 stig á Richter varð í höfuðborg Japans, Tókýó og nágrenni hennar, í dag. Engar fregnir hafa borist af slösuðu fólki en myndir og málverk skekktust og duttu niður af veggjum. Erlent 13.10.2005 14:25
Þrjú slys í umdæmi Selfosslögreglu Lögreglan á Selfossi hefur staðið í ströngu í dag en þrjú slys hafa orðið í umdæmi hennar í góðviðrinu. 16 ára piltur handleggsbrotnaði þegar hann flaug af hjóli sínu á mótorkrossbrautinni á Selfossi laust eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 14:25
Leitað á völdum stöðum Leitað er að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur í tæpar tvær vikur, á völdum stöðum aðallega norðan og austan við Reykjavík að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 14:25
Börnin jarðsett í dag Börnin níutíu sem létust þegar eldur braust út í skólabyggingu í suðurhluta Indlands í gær verða jarðsett í dag. Flest þeirra voru yngri en tíu ára. Þrjátíu önnur eru stórslösuð. Erlent 13.10.2005 14:25
Maður stunginn í samkvæmi Kona er í haldi lögreglunnar eftir að hafa stungið mann í kviðinn í samkvæmi í húsi hennar í Barmahlíð í nótt. Konan hafði áður haft samband við lögregluna og óskað eftir aðstoð hennar við að koma þremur gestum út úr húsinu. Innlent 13.10.2005 14:25
Stuðningur í Reykjavík norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í fjölmiðlamálinu. Innlent 13.10.2005 14:25