Fréttir Thatcher neitar aðild að valdaráni Sonur Margrétar Thatchers, Mark Thatcher, mætti fyrir rétt í morgun vegna gruns um að hann hafi fjármagnað misheppnað valdarán í Miðbaugs-Gíneu í Afríku á síðasta ári. Thatcher yngri, sem hefur stundað almennt brask um alla Afríku og keypti meðal annars þyrlu fyrir valdaránsmennina, harðneitar sök. Erlent 13.10.2005 18:48 Reynt að afstýra trúarbragðastríði Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu. Erlent 13.10.2005 18:48 Glitský á austurhimni í Reykjavík Mjög falleg glitský sáust á austurhimninum frá Reykjavík séð á níunda tímanum í morgun, en þau sjást að jafnaði aðeins á nokkurra ára fresti frá Reykjavík. Að sögn Friðjóns Magnússonar eru þetta líka kölluð perlumóðuský, dregið af litbrigðunum sem sjást þegar horft er inn í perlumóðuskel. Innlent 13.10.2005 18:48 Fundu 4 tonn af maríjúana Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:48 Negroponte stjórnar leyniþjónustu John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, hefur verið skipaður í stöðu yfirmanns allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Negroponte mun hafa yfirumsjón með öllum fimmtán leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna, meðal annars bæði FBI og CIA. Staðan er ný af nálinni, en hún var sett á laggirnar í kjölfar árásanna 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 18:48 Tugir látnir í árásum á moskur Tugir liggja í valnum eftir árásir sem voru gerðar á að minnsta kosti tvær moskur sjítamúslíma í Bagdad í Írak í morgun. Sjítar halda eina mikilvægustu trúarhátíð sína þessa dagana. Erlent 13.10.2005 18:48 Stýrivextir hækkaðir í 8,75% Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í tilefni þess að verðbólgan mælist nú yfir þolmörkum peningamálastefnunar. Stýrivextirnir eru nú 8,75 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi. Erlent 13.10.2005 18:48 Handtekinn fyrir að hjóla nakinn Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður. Erlent 13.10.2005 18:48 Fegurðardrottning tapar máli Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:48 Ráðist á síja-múslíma í Írak Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. Erlent 13.10.2005 18:48 Kim Jong-il fagnar afmæli sínu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu. Erlent 13.10.2005 18:48 Mótmælir reykingabanni Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni. Innlent 13.10.2005 18:48 Fá greiddar 450 krónur á tímann Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. Innlent 13.10.2005 18:48 Rúta fauk af veginum á Söndum Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur. Innlent 13.10.2005 18:48 Bílaflutningabíll ók á jeppa Fimm bílar skemmdust, þar af kastaðist einn mannlaus bíll út í móa og hafnaði á hvolfi, þegar jeppi og bílaflutningabíll með þrjá bíla á dráttarvagni lentu í hörðum árekstri í Miðfirði í gærkvöldi. Ökumenn flutningabílsins og jeppans sluppu ómeiddir þótt jeppinn sé gjörónýtur. Innlent 13.10.2005 18:48 Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt. Innlent 13.10.2005 18:48 Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Innlent 13.10.2005 18:48 Allir hópar verði í ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari, sem talið er líklegt að verði forsætisráðherra Íraks, segir að í nýrri ríkisstjórn verði að vera fulltrúar allra helstu hópa í landinu. Jaafari fer fyrir bandalagi sjíta en hann segir að í ríkisstjórninni verði einnig Kúrdar og súnnítar þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi nær ekkert fylgi hlotið í nýafstöðnum kosningum. Erlent 13.10.2005 18:48 Skoðar viðskipti með fasteignir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir. Innlent 13.10.2005 18:48 Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu Enn var brotist inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í gær og þaðan stolið verðmætum. Nokkuð hefur verið um innbrot þar að undanförnu, gjarnan um hábjartan daginn, og stórir hlutir á borð við sjónvörp og tölvur borin út án þess að nokkur virðist taka eftir því. Fyrr í vikunni var heilli búslóð stolið úr bílskúr í Breiðholti þar sem hún var í geymslu. Innlent 13.10.2005 18:48 Aðgerðir vegna COX-2 hemla Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. Innlent 13.10.2005 18:48 Sprengdi sig í loft upp í mosku Sjálfsmorðsárásarmaður drap fjóra hið minnsta og særði tuttugu og tvo inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad í morgun. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna. Sjítamúslimar fagna þessa dagana Ashura sem er mikilvæg trúarhátíð til minningar um píslarvætti barnabarns Múhameðs spámanns. Erlent 13.10.2005 18:48 Rússar styðja Írani Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranir séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bushehr í suðurhluta Írans. Erlent 13.10.2005 18:48 Samið um fjarskiptaþjónustu Landsvirkjun, Fjarski og Síminn hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði fjarskiptaþjónustu. Samstarfið felur í sér að Síminn veitir Landsvirkjun og Fjarska þá fjarskiptaþjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja öryggi og skilvirkni í rekstri Landsvirkjunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Árás á aðra sjítamosku í Bagdad Árás var gerð á aðra sjítamosku í Bagdad í Írak fyrir stundu með þeim afleiðingum að að minnsta kosti einn lést og fjórir særðust. Moskan er í vesturhluta Bagdad og samkvæmt lögreglu var eldflaug skotið á hana. Fyrr í morgun myrti sjálfsmorðsárásarmaður að minnsta kosti fjóra og særði 22 inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad. Erlent 13.10.2005 18:48 Lést í vélsleðaslysi Karlmaður á vélsleða beið bana þegar hann ók fram af hárri hengju á Landmannaleið til móts við Sauðleysu seint í gærkvöldi. Félagi hans, sem var á öðrum sleða, þurfti að aka langa leið til að komast í síma og kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar hún lenti á vettvangi með lækni var maðurinn látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Snjókoma og slæmt skyggni var þegar slysið varð. Innlent 13.10.2005 18:48 Aðgerðir vegna gigtarlyfja Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:48 Starfsfólkið með súrefnisgrímur Eigandi kaffishússins Prikið á Laugarveginum er æfur vegna fyrirhugaðs reykingabanns á veitingastöðum. Í lok vikunnar var lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. "Ég vil fá að hafa reykingarfólk inni á Prikinu" segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. Innlent 13.10.2005 18:48 Segir seinagang óviðunandi Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Innlent 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Thatcher neitar aðild að valdaráni Sonur Margrétar Thatchers, Mark Thatcher, mætti fyrir rétt í morgun vegna gruns um að hann hafi fjármagnað misheppnað valdarán í Miðbaugs-Gíneu í Afríku á síðasta ári. Thatcher yngri, sem hefur stundað almennt brask um alla Afríku og keypti meðal annars þyrlu fyrir valdaránsmennina, harðneitar sök. Erlent 13.10.2005 18:48
Reynt að afstýra trúarbragðastríði Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu. Erlent 13.10.2005 18:48
Glitský á austurhimni í Reykjavík Mjög falleg glitský sáust á austurhimninum frá Reykjavík séð á níunda tímanum í morgun, en þau sjást að jafnaði aðeins á nokkurra ára fresti frá Reykjavík. Að sögn Friðjóns Magnússonar eru þetta líka kölluð perlumóðuský, dregið af litbrigðunum sem sjást þegar horft er inn í perlumóðuskel. Innlent 13.10.2005 18:48
Fundu 4 tonn af maríjúana Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:48
Negroponte stjórnar leyniþjónustu John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, hefur verið skipaður í stöðu yfirmanns allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Negroponte mun hafa yfirumsjón með öllum fimmtán leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna, meðal annars bæði FBI og CIA. Staðan er ný af nálinni, en hún var sett á laggirnar í kjölfar árásanna 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 18:48
Tugir látnir í árásum á moskur Tugir liggja í valnum eftir árásir sem voru gerðar á að minnsta kosti tvær moskur sjítamúslíma í Bagdad í Írak í morgun. Sjítar halda eina mikilvægustu trúarhátíð sína þessa dagana. Erlent 13.10.2005 18:48
Stýrivextir hækkaðir í 8,75% Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í tilefni þess að verðbólgan mælist nú yfir þolmörkum peningamálastefnunar. Stýrivextirnir eru nú 8,75 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi. Erlent 13.10.2005 18:48
Handtekinn fyrir að hjóla nakinn Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður. Erlent 13.10.2005 18:48
Fegurðardrottning tapar máli Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:48
Ráðist á síja-múslíma í Írak Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag. Erlent 13.10.2005 18:48
Kim Jong-il fagnar afmæli sínu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu. Erlent 13.10.2005 18:48
Mótmælir reykingabanni Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni. Innlent 13.10.2005 18:48
Fá greiddar 450 krónur á tímann Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann. Innlent 13.10.2005 18:48
Rúta fauk af veginum á Söndum Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur. Innlent 13.10.2005 18:48
Bílaflutningabíll ók á jeppa Fimm bílar skemmdust, þar af kastaðist einn mannlaus bíll út í móa og hafnaði á hvolfi, þegar jeppi og bílaflutningabíll með þrjá bíla á dráttarvagni lentu í hörðum árekstri í Miðfirði í gærkvöldi. Ökumenn flutningabílsins og jeppans sluppu ómeiddir þótt jeppinn sé gjörónýtur. Innlent 13.10.2005 18:48
Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt. Innlent 13.10.2005 18:48
Hljóta að geta fyrirgefið Fischer Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Innlent 13.10.2005 18:48
Allir hópar verði í ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari, sem talið er líklegt að verði forsætisráðherra Íraks, segir að í nýrri ríkisstjórn verði að vera fulltrúar allra helstu hópa í landinu. Jaafari fer fyrir bandalagi sjíta en hann segir að í ríkisstjórninni verði einnig Kúrdar og súnnítar þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi nær ekkert fylgi hlotið í nýafstöðnum kosningum. Erlent 13.10.2005 18:48
Skoðar viðskipti með fasteignir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir. Innlent 13.10.2005 18:48
Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu Enn var brotist inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í gær og þaðan stolið verðmætum. Nokkuð hefur verið um innbrot þar að undanförnu, gjarnan um hábjartan daginn, og stórir hlutir á borð við sjónvörp og tölvur borin út án þess að nokkur virðist taka eftir því. Fyrr í vikunni var heilli búslóð stolið úr bílskúr í Breiðholti þar sem hún var í geymslu. Innlent 13.10.2005 18:48
Aðgerðir vegna COX-2 hemla Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna lyfjaflokksins COX-2 hemla sem eiga einnig við á Íslandi. Hér á landi eru fjögur lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia, Celebra Dynastat og Bextra samkvæmt fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun. Innlent 13.10.2005 18:48
Sprengdi sig í loft upp í mosku Sjálfsmorðsárásarmaður drap fjóra hið minnsta og særði tuttugu og tvo inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad í morgun. Sjónarvottar segja að árásarmaðurinn hafi borið sprengjubelti um sig miðjan og kveikt í því þegar hann kom inn í moskuna. Sjítamúslimar fagna þessa dagana Ashura sem er mikilvæg trúarhátíð til minningar um píslarvætti barnabarns Múhameðs spámanns. Erlent 13.10.2005 18:48
Rússar styðja Írani Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segist sannfærður um að Íranir séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn. Eftir fund í Moskvu með Hassan Rowhani, yfirmanni kjarnorkumála Írana, sagði Pútín að rússnesk stjórnvöld myndu áfram vinna með Írönum og hjálpa að ljúka smíði kjarnakljúfs í borginni Bushehr í suðurhluta Írans. Erlent 13.10.2005 18:48
Samið um fjarskiptaþjónustu Landsvirkjun, Fjarski og Síminn hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði fjarskiptaþjónustu. Samstarfið felur í sér að Síminn veitir Landsvirkjun og Fjarska þá fjarskiptaþjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja öryggi og skilvirkni í rekstri Landsvirkjunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Árás á aðra sjítamosku í Bagdad Árás var gerð á aðra sjítamosku í Bagdad í Írak fyrir stundu með þeim afleiðingum að að minnsta kosti einn lést og fjórir særðust. Moskan er í vesturhluta Bagdad og samkvæmt lögreglu var eldflaug skotið á hana. Fyrr í morgun myrti sjálfsmorðsárásarmaður að minnsta kosti fjóra og særði 22 inni í mosku sjíta í suðurhluta Bagdad. Erlent 13.10.2005 18:48
Lést í vélsleðaslysi Karlmaður á vélsleða beið bana þegar hann ók fram af hárri hengju á Landmannaleið til móts við Sauðleysu seint í gærkvöldi. Félagi hans, sem var á öðrum sleða, þurfti að aka langa leið til að komast í síma og kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar hún lenti á vettvangi með lækni var maðurinn látinn og er talið að hann hafi látist samstundis. Snjókoma og slæmt skyggni var þegar slysið varð. Innlent 13.10.2005 18:48
Aðgerðir vegna gigtarlyfja Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt aðgerðir vegna COX-2 lyfjaflokksins, sem fela í sér viðvaranir til lækna um ávísun lyfjanna. Þessar aðgerðir eiga einnig við á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:48
Starfsfólkið með súrefnisgrímur Eigandi kaffishússins Prikið á Laugarveginum er æfur vegna fyrirhugaðs reykingabanns á veitingastöðum. Í lok vikunnar var lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. "Ég vil fá að hafa reykingarfólk inni á Prikinu" segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins. Innlent 13.10.2005 18:48
Segir seinagang óviðunandi Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Innlent 13.10.2005 18:48