Fréttir

Fréttamynd

Mótmæla banni við mótmælum

Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðasta árás frá kosningum

Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra.

Erlent
Fréttamynd

Segir blað brotið í sögu flokksins

Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður.

Innlent
Fréttamynd

Mistök við pökkun greiðsluseðla

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA-reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að íbúar í sama stigagangi fengu í sumum tilfellum greiðsluseðla annarra. Ekki er um sundurliðaða reikninga að ræða, aðeins heildarupphæð reikningsins. Í bréfi til korthafa biðst VISA innilegrar afsökunar og harmar mistökin sem eru sögð hafa orðið vegna breytinga á tækni og verklagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldskrá hækkar ef ekki semst

Gjaldskrá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hækkar um þúsundir króna náist ekki nýir samningar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir kvöldið. Deilt er um svokallað afsláttarþak sem sjúkraþjálfarar segja að hafi lamandi áhrif á starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Vísir mest sótti vefur landsins

Vísir.is er orðinn fjölsóttasti vefur landsins. Þetta kemur fram í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir vikuna 21. til 27. febrúar. Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu Vísi síðustu heilu vikuna í febrúar og varð það til þess að vefurinn er kominn í efsta sæti á lista Modernus yfir þá vefi sem flestir netnotendur fara inn á.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Thuy strauk aftur

Stúlkan sem lögreglan leitaði sem mest að í síðustu viku og fann loks, er strokin frá Stuðlum. Hún heitir Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir og er fjórtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak

Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Tímabær viðurkenning

Í gær skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvá undir samning um kaup Sjóvá á Hugverkasjóði Bubba Morthens, fyrir tilstilli Íslandsbanka. Samningurinn felur í sér greiðslu til Bubba upp á tugi milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Drukknuðu við skírnarathöfn

Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum

Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í togaranum Breka í gærkvöld

Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirsjá af Bryndísi

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikla eftirsjá af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hættir störfum á Alþingi fyrsta ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins þarf að segja upp þremur

Þjóðleikhúsið þarf aðeins að segja upp þremur leikurum en ekki tíu eins og til stóð þar sem sjö sögðu sjálfviljugir upp samningi sínum. Til stóð að segja upp tíu manns og ráða leikara framvegis frekar í ákveðin verkefni. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði óskað eftir því að þeir leikarar sem vildu binda sig í verkefnum utan leikhússins losuðu samninga sína svo hægt væri að nýta þá fyrir aðra.

Innlent
Fréttamynd

Legókubbur stóð í dreng

Drengur á sjötta ári varð fyrir því síðdegis á laugardag að gleypa legókubb sem stóð í hálsi hans og olli honum öndunarörðugleikum. Ekki tókst að losa um kubbinn og því var drengurinn fluttur með hraði á slysadeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Leikarar verði verkefnaráðnir

Óánægju gætir meðal leikara Þjóðleikhússins eftir að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tilkynnti á fundi í morgun með þeim um uppsagnir tíu fastráðinna leikara af  33. Markmiðið er að verkefnaráða leikara frekar framvegis. Þeim sem skemmst hafa starfað við leikhúsið verður sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsakademía opnuð í dag

Norræna sjávarútvegsakademían var formlega opnuð í dag. Stofnunin á að verða samnefnari fyrir norrænar rannsóknir á auðlindum sjávar en hún hefur ekki ákveðið aðsetur heldur er um að ræða samvinnuverkefni sem stjórnað verður frá Háskólanum í Björgvin.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg tekur við af Bryndísi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með morgundeginum um allt að 0,3 prósentustig. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áburðarverksmiðja seld kaupfélögum

Haraldur Haraldsson, gjarnan kenndur við Andra, hefur selt Kaupfélögum Skagfirðinga, Borgfirðinga og Héraðsbúa Áburðarverksmiðjuna. Haraldur keypti Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi árið 1999 á 1300 milljónir króna ásamt fleiri fjárfestum.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís hættir á þingi 1. ágúst

Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Innlent
Fréttamynd

Vara við skaðsemi ljósabekkja

Norrænar geislavarnastofnanir hafa gefið út sameiginlega viðvörun til fólks um skaðsemi ljósabekkja. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Mælt er gegn allri notkun ljósabekkja í fegrunarskyni og bent á að starfsfólk sólbaðsstofa þurfi að hafa þekkingu á geislun til að leiðbeina viðskiptavinum.

Innlent
Fréttamynd

Lifði af tvö skot í höfuðið

Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað.

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun tengist ekki formannsslag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hrognavinnsla á ný í Grindavík

Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Manndráp af gáleysi

Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Fagna nýrri stefnu varðandi ESB

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB

Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

20 milljóna verðmunur á fasteignum

Allt að 20 milljóna króna verðmunur er á fasteignaverði í Reykjanesbæ og stór-Reykjavíkursvæðinu. Sem sagt, hægt er að kaupa tvö góð einbýlishús í Keflavík fyrir eitt í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Halldór fékk 81,85% atkvæða

Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari.

Innlent