Fréttir

Fréttamynd

Ákvörðun tengist ekki formannsslag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hrognavinnsla á ný í Grindavík

Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Manndráp af gáleysi

Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Fagna nýrri stefnu varðandi ESB

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Ástralir ekki hrifnir af Karli

Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér.

Erlent
Fréttamynd

Sjö leikarar sögðu upp

Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grunur um manndráp

"Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Telur þingmennsku styrkja framboð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip gert að rýma fyrir öðrum

Bæjarráð Akureyrar vill að leigusamningi um lóð Eimskipafélags Íslands á hafnarsvæðinu á Akureyri verði sagt upp. Bæjaryfirvöld vilja geta boðið öðrum skipafélögum aðgang að hafnarsvæðinu en Eimskipafélagið hefur eitt skipafélaga haft aðstöðu á Oddeyrarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Krónan hefur kallað á stríð

Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynna skuldbreytingar námslána

Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns.

Innlent
Fréttamynd

Tryggur kjarni viðskiptavina

Verðstríð stórmarkaðanna hefur lítil sem engin áhrif á viðskipti hjá þeim smákaupmönnum sem enn lifa. Þetta segir Gunnar Jónasson kaupmaður í versluninni Kjötborg í Vesturbænum.

Innlent
Fréttamynd

Geta skuldbreytt námslánum

Námsmenn sem tóku lán eftir árið 1992 geta nú skuldbreytt lánunum og breytt afborgunarkjörum þeirra. Um er að ræða tæplega 27 þúsund námsmenn sem geta lækkað greiðslubyrði sína um tugi þúsunda á ári.

Innlent
Fréttamynd

Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga

Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Þinglýst til að verjast braski

Borgarráð tekur á næstunni ákvörðun um hvort 30 lóðum undir einbýlishús við Lambasel í Breiðholti verði úthlutað með hefðbundnum hattardrætti eða haldið verði útboð eins og gert var í Norðlingaholti. Lóðirnar verða fyrst auglýstar á næstunni í Stjórnartíðindum.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnni á lausn Fischer

Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan.

Innlent
Fréttamynd

Segir Evrópuumræðu leikrit

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar til varnar hundi

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Býst við innrás Bandaríkjamanna

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Páfi sagður á góðum batavegi

Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 100 létust í sprengjuárás

105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknir enn í gangi

"Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Mistök við sendingu

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að ef fleiri en einn viðtakandi bjó á sama heimilisfangi, fóru allir reikningar á einn aðila þess heimilsfangs.

Innlent
Fréttamynd

Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu

Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður.

Innlent
Fréttamynd

125 látnir í tilræðinu í Hilla

Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Heimilið varð eldinum að bráð

„Við fjölskyldan vorum úti að borða þegar það var hringt í mig og sagt að það væri kviknað í,“ sagði Hjálmar Diego Haðarson niðurbrotinn á meðan hann horfði á heimili sitt við Rjúpufell brenna í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Gómaður eftir 30 ár

Lögregluyfirvöld í Kansas í Bandaríkjunum hafa loks komið raðmorðingjanum BTK á bak við lás og slá, 30 árum eftir að hann framdi sín fyrstu morð.

Erlent
Fréttamynd

Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu

Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti.

Innlent