Fréttir Norsk stjórnarkreppa í aðsigi? Stjórnarkreppa virðist í aðsigi í Noregi eftir að Verkamannaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skýrðu frá því að þeir undirbyggju vantrauststillögu á Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Erlent 13.10.2005 18:51 Vilja afsögn forseta Líbanons Lykilmenn innan stjórnarandstðunnar í Líbanon vilja að Emile Lahoud, forseti landsins, segi af sér og feti þar með í fótspor ríkisstjórnar landsins sem óvænt sagði af sér í fyrradag. Háttsettur maður innan stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali við fréttastofu Al-jazeera í gær að afsögn forsetans myndi skapa nýjan kafla í samskiptum Líbanons við Sýrland. Erlent 13.10.2005 18:51 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51 Ekki má halla á einstaka hópa Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Innlent 13.10.2005 18:51 Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa Ofnotkun á strimlum í blóðsykurmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir á síðasta ári, að sögn framkvæmdastjóra Tryggingastofnunar. Hörð samkeppni í sölu leiddi til þess að fólk fékk gefins mæla og strimla, en TR þurfti að borga brúsann. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Heimsmet í notkun ofvirknilyfja Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að nota mest allra þjóða af lyfjum eins og rítalíni, miðað við höfðatölu. Innlent 13.10.2005 18:51 400 ár frá upphafi dagblaðaútgáfu Alþjóðasamtök dagblaða hafa komist að þeirri niðurstöðu að í ár verði haldið upp á að 400 ár eru síðan fyrsta dagblað heimsins leit dagsins ljós. Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi hefur hingað til talið fyrsta dagblaðið hafa komið út árið 1609. Erlent 13.10.2005 18:51 Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51 Kennsluvél hrapaði í Kaliforníu Tveir japanskir flugnemar og bandarískur leiðbeinandi létust þegar lítíl flugvél þeirra hrapaði í fjallgarði í San Bernardino í Kaliforníu í gær. Nemendurnir tveir voru í flugtíma þegar slysið varð og voru engir fleiri um borð utan leiðbeinandans. Erlent 13.10.2005 18:51 Harðneitar helförinni Réttarhöld fara nú fram yfir þýska kynþáttahataranum Ernst Zundel en hann hefur þráfaldlega neitað því að helförin gegn Gyðingum hafi átt sér stað á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51 Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51 Sýrlendingar ábyrgir segir Rice Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlenska uppreisnarmenn bera ábyrgð á sprengjutilræðinu í Tel Aviv á föstudaginn í síðustu viku. Rice lýsti þessu yfir á ráðstefnu í London í gær. Erlent 13.10.2005 18:51 Ráðuneytið krefst girðingar strax Landbúnaðarráðuneytið hefur fyrirskipað að nú skuli gengið í að girða af miltisbrandssýkta svæðið að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Innlent 13.10.2005 18:51 Þrjár nýjar stofnanir Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa. Innlent 13.10.2005 18:51 Heimsækir Fischer væntanlega í dag Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, heimsækir Fischer væntanlega í dag þar sem hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í marga mánuði. Sæmundur, sem hélt utan fyrir nokkrum dögum, mun einnig fara í íslenska sendiráðið í Tókýó en þar bíður útlendingavegabréf skákmeistarans. Innlent 13.10.2005 18:51 Hlutfall matvöru lækkað verulega Hlutfall matvöru í neysluútgjöldum heimilanna hefur farið hríðlækkandi síðustu áratugina. Árið 1940 mældist það 43 prósent, 29 prósent árið 1968, árið 1995 mældist það 17 prósent og fyrir þremur árum tæp 16 prósent. Innlent 13.10.2005 18:51 Stóru olíufélögin hafa öll hækkað Miklar sviptingar hafa verið á bensínmarkaðnum hér á landi undanfarna daga og hafa öll stóru olíufélögin hækkað verð á bensínlítranum. Verðið hjá Atlantsolíu er hins vegar óbreytt. Stóru olíufélögin þrjú, Skeljungur, Essó og Olís, segja að ástæðan fyrir verðhækkunum að þessu sinni séu töluverðar hækkanir á heimsmarkaðsverði að undanförnu. Innlent 13.10.2005 18:51 Baráttan um rektorsembættið Vika er í rektorskjör í Háskóla Íslands. Prófessorarnir fjórir sem eru í framboði finna allir fyrir stuðningi og meðbyr. Þeim ber saman um að kosningabaráttan hafi farið fram í bróðerni og að umræður hafi verið málefnalegar. Nýr rektor tekur við embætti fyrsta júlí. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Engin stefnubreyting Ályktun Framsóknarflokksins um hugsanlegan undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið breytir engu um stefnu stjórnvalda og markar engin tímamót, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:51 Færri sóttu hjálp vegna nauðgana Færri komu á neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi í fyrra en árin tvö þar á undan. Umsjónarmaður móttökunnar segir starfsfólkið hafa merkt um tíma að tilvikum fjölgaði þar sem stúlkum var hópnauðgað utandyra. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Heimild yfirvalda felld niður Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Fagna hlutdeild einkaaðila Frjálshyggjufélagið fagnar hugmyndum um aukna hlutdeild einkaaðila í rekstri orkufyrirtækja. Það segir aðild einkaaðila til þess fallna að styrkja greinina, auka þróun og koma í veg fyrir óskynsamlegar og óarðbærar fjárfestingar. Innlent 13.10.2005 18:51 Dæmdur fyrir líflátshótun Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Innlent 13.10.2005 18:51 Ánægja með frumvarpið "Við erum almennt ánægðir með þessa stjórnvaldsbreytingu og teljum að hún muni verða til góðs," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vegna frumvarps Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu Samkeppnisráðs og Samkeppnistofnunnar í Samkeppniseftirlitið og stofnun Neytendastofu. Innlent 13.10.2005 18:51 Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51 Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. Innlent 13.10.2005 18:51 Fimm handteknir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði handtók fimm pilta á aldrinum 16 til 19 ára á tíunda tímanum í gærkvöldi fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Bifreið sem piltarnir voru í var stöðvuð við venjubundið eftirlit og fannst lítið magn af amfetamíni á þeim og í bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 18:51 VÍS sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands í gær af kröfum ungrar konu sem stefnt hafði fyrirtækinu. Henni þóttu bætur þær sem hún hlaut vegna slyss ekki nægjanlegar. Innlent 13.10.2005 18:51 Stjórnandi Hong Kong segir af sér Tung Chee-hwa, stjórnandi Hong Kong, hefur sagt af sér embætti. Tung var ákaflega óvinsæll stjórnandi og héldu íbúar Hong Kong hver mótmælin á fætur öðrum til að sýna andstöðu sína við stjórn hans. Afsögnin fylgir í kjölfar þess að Tung fékk ávítur frá Peking fyrir slælega stjórnunarhætti. Erlent 13.10.2005 18:51 R-listinn sveik loforð Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, segir R-lista hafa rofið heiðursmannasamkomulag sem laut að því að hann fengi að leggja fram tillögu um endurskoðun á niðurrifi gamalla húsa við Laugarveg á fundi borgarstjórnar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ ›
Norsk stjórnarkreppa í aðsigi? Stjórnarkreppa virðist í aðsigi í Noregi eftir að Verkamannaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skýrðu frá því að þeir undirbyggju vantrauststillögu á Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Erlent 13.10.2005 18:51
Vilja afsögn forseta Líbanons Lykilmenn innan stjórnarandstðunnar í Líbanon vilja að Emile Lahoud, forseti landsins, segi af sér og feti þar með í fótspor ríkisstjórnar landsins sem óvænt sagði af sér í fyrradag. Háttsettur maður innan stjórnarandstöðunnar sagði í viðtali við fréttastofu Al-jazeera í gær að afsögn forsetans myndi skapa nýjan kafla í samskiptum Líbanons við Sýrland. Erlent 13.10.2005 18:51
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem handtekinn var í september í fyrra vegna innflutnings á tæpum átta kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin voru falin í loftpressu sem flutt var til landsins með Dettifossi í júlí. Innlent 13.10.2005 18:51
Ekki má halla á einstaka hópa Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Innlent 13.10.2005 18:51
Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa Ofnotkun á strimlum í blóðsykurmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir á síðasta ári, að sögn framkvæmdastjóra Tryggingastofnunar. Hörð samkeppni í sölu leiddi til þess að fólk fékk gefins mæla og strimla, en TR þurfti að borga brúsann. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Heimsmet í notkun ofvirknilyfja Íslendingar eiga heimsmet í notkun ofvirknilyfja samkvæmt nýrri skýrslu frá lyfjaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru þess vafasama heiðurs aðnjótandi að nota mest allra þjóða af lyfjum eins og rítalíni, miðað við höfðatölu. Innlent 13.10.2005 18:51
400 ár frá upphafi dagblaðaútgáfu Alþjóðasamtök dagblaða hafa komist að þeirri niðurstöðu að í ár verði haldið upp á að 400 ár eru síðan fyrsta dagblað heimsins leit dagsins ljós. Gutenberg-safnið í Mainz í Þýskalandi hefur hingað til talið fyrsta dagblaðið hafa komið út árið 1609. Erlent 13.10.2005 18:51
Tvö mál til rannsóknar Tvö mál eru til meðferðar hjá lögreglunni í Reykjavík og Reykjanesbæ á ráðningu Eysteins Gunnars Guðmundssonar verktaka á Litháum sem taldir eru hafa starfað ólöglega hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:51
Kennsluvél hrapaði í Kaliforníu Tveir japanskir flugnemar og bandarískur leiðbeinandi létust þegar lítíl flugvél þeirra hrapaði í fjallgarði í San Bernardino í Kaliforníu í gær. Nemendurnir tveir voru í flugtíma þegar slysið varð og voru engir fleiri um borð utan leiðbeinandans. Erlent 13.10.2005 18:51
Harðneitar helförinni Réttarhöld fara nú fram yfir þýska kynþáttahataranum Ernst Zundel en hann hefur þráfaldlega neitað því að helförin gegn Gyðingum hafi átt sér stað á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51
Banaslys á Snorrabraut Banaslys varð á Snorrabraut fyrir utan Austurbæ laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Ekið var á eldri konu sem var á leið yfir götuna og er talið að hún hafi látist nær samstundis. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Ekki var ljóst hvort ökumaður bifreiðarinnar ók yfir löglegum hámarkshraða en ökuhraði á Snorrabraut er jafnan mikill. Innlent 13.10.2005 18:51
Sýrlendingar ábyrgir segir Rice Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir sýrlenska uppreisnarmenn bera ábyrgð á sprengjutilræðinu í Tel Aviv á föstudaginn í síðustu viku. Rice lýsti þessu yfir á ráðstefnu í London í gær. Erlent 13.10.2005 18:51
Ráðuneytið krefst girðingar strax Landbúnaðarráðuneytið hefur fyrirskipað að nú skuli gengið í að girða af miltisbrandssýkta svæðið að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Innlent 13.10.2005 18:51
Þrjár nýjar stofnanir Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa. Innlent 13.10.2005 18:51
Heimsækir Fischer væntanlega í dag Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, heimsækir Fischer væntanlega í dag þar sem hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í marga mánuði. Sæmundur, sem hélt utan fyrir nokkrum dögum, mun einnig fara í íslenska sendiráðið í Tókýó en þar bíður útlendingavegabréf skákmeistarans. Innlent 13.10.2005 18:51
Hlutfall matvöru lækkað verulega Hlutfall matvöru í neysluútgjöldum heimilanna hefur farið hríðlækkandi síðustu áratugina. Árið 1940 mældist það 43 prósent, 29 prósent árið 1968, árið 1995 mældist það 17 prósent og fyrir þremur árum tæp 16 prósent. Innlent 13.10.2005 18:51
Stóru olíufélögin hafa öll hækkað Miklar sviptingar hafa verið á bensínmarkaðnum hér á landi undanfarna daga og hafa öll stóru olíufélögin hækkað verð á bensínlítranum. Verðið hjá Atlantsolíu er hins vegar óbreytt. Stóru olíufélögin þrjú, Skeljungur, Essó og Olís, segja að ástæðan fyrir verðhækkunum að þessu sinni séu töluverðar hækkanir á heimsmarkaðsverði að undanförnu. Innlent 13.10.2005 18:51
Baráttan um rektorsembættið Vika er í rektorskjör í Háskóla Íslands. Prófessorarnir fjórir sem eru í framboði finna allir fyrir stuðningi og meðbyr. Þeim ber saman um að kosningabaráttan hafi farið fram í bróðerni og að umræður hafi verið málefnalegar. Nýr rektor tekur við embætti fyrsta júlí. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Engin stefnubreyting Ályktun Framsóknarflokksins um hugsanlegan undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið breytir engu um stefnu stjórnvalda og markar engin tímamót, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Innlent 13.10.2005 18:51
Færri sóttu hjálp vegna nauðgana Færri komu á neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi í fyrra en árin tvö þar á undan. Umsjónarmaður móttökunnar segir starfsfólkið hafa merkt um tíma að tilvikum fjölgaði þar sem stúlkum var hópnauðgað utandyra. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Heimild yfirvalda felld niður Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Fagna hlutdeild einkaaðila Frjálshyggjufélagið fagnar hugmyndum um aukna hlutdeild einkaaðila í rekstri orkufyrirtækja. Það segir aðild einkaaðila til þess fallna að styrkja greinina, auka þróun og koma í veg fyrir óskynsamlegar og óarðbærar fjárfestingar. Innlent 13.10.2005 18:51
Dæmdur fyrir líflátshótun Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Innlent 13.10.2005 18:51
Ánægja með frumvarpið "Við erum almennt ánægðir með þessa stjórnvaldsbreytingu og teljum að hún muni verða til góðs," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vegna frumvarps Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu Samkeppnisráðs og Samkeppnistofnunnar í Samkeppniseftirlitið og stofnun Neytendastofu. Innlent 13.10.2005 18:51
Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51
Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. Innlent 13.10.2005 18:51
Fimm handteknir með fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði handtók fimm pilta á aldrinum 16 til 19 ára á tíunda tímanum í gærkvöldi fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Bifreið sem piltarnir voru í var stöðvuð við venjubundið eftirlit og fannst lítið magn af amfetamíni á þeim og í bifreiðinni. Innlent 13.10.2005 18:51
VÍS sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands í gær af kröfum ungrar konu sem stefnt hafði fyrirtækinu. Henni þóttu bætur þær sem hún hlaut vegna slyss ekki nægjanlegar. Innlent 13.10.2005 18:51
Stjórnandi Hong Kong segir af sér Tung Chee-hwa, stjórnandi Hong Kong, hefur sagt af sér embætti. Tung var ákaflega óvinsæll stjórnandi og héldu íbúar Hong Kong hver mótmælin á fætur öðrum til að sýna andstöðu sína við stjórn hans. Afsögnin fylgir í kjölfar þess að Tung fékk ávítur frá Peking fyrir slælega stjórnunarhætti. Erlent 13.10.2005 18:51
R-listinn sveik loforð Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, segir R-lista hafa rofið heiðursmannasamkomulag sem laut að því að hann fengi að leggja fram tillögu um endurskoðun á niðurrifi gamalla húsa við Laugarveg á fundi borgarstjórnar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51