Fréttir Veikjast vegna kjarnorkuúrgangs Íbúar í strandþorpum Sómalíu veikjast í stórum stíl vegna geislavirks kjarnorkuúrgangs, sem skolaði þar á land í flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans í Asíu. Ítölsk og svissnesk fyrirtæki eru sögð hafa losað sig ólöglega við úrganginn á hafsvæðinu við landið. Erlent 13.10.2005 18:52 Alnæmisvá vofir yfir Afríku Nærri 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af alnæmi á næstu tuttugu árum ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að tvö hundruð milljarða bandaríkjadala þurfi til á næstu árum eigi að takast að sporna við þessari þróun. 25 milljónir Afríkubúa eru nú þegar smitaðar af HIV-veirunni. Erlent 13.10.2005 18:51 Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51 Lögfræðingur fylgdi íbúum á fund Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi mættu á fund skipulagsyfirvalda bæjarins og forsvarmanna Brimborgar með lögfræðing sér við hlið. Innlent 13.10.2005 18:51 Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51 Vatnsorkuver menga líka Vatnsorkuver eru ekki eins umhverfisvæn eins og menn gjarnan telja. Ný rannsókn bendir til að úr uppistöðulónum þeirra geti streymt meira magn gróðurhúsaloftegunda en kolaorkuver framleiða. Slíkar lofttegundir eru taldar valda hlýnun jarðar. Erlent 13.10.2005 18:52 Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51 Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51 Siglt á Stórabeltisbrúna Mannskaði varð þegar danskt flutningaskip sigldi á brúna yfir Stórabelti á fimmtudaginn. Loka varð brúnni vegna slyssins og varð nokkur töf á samgöngum á milli Fjóns og Sjálands fyrir vikið. Brúin var svo opnuð aftur síðdegis í gær. Erlent 13.10.2005 18:51 Sagði Hákon ekki hafa sýnt iðrun Vitnaleiðslur standa yfir í réttarhöldunum yfir Hákoni Eydal vegna morðsins á Sri Ramawhati í fyrrasumar. Fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal geðlæknir sem fullyrti að Hákon hefði enga iðrun sýnt eftir verknaðinn og að honum hefði ekki létt eftir að hafa viðurkennt hann. Innlent 13.10.2005 18:51 Skipafélagsbréf í arð Til greina kemur að hluthafar Burðaráss fái bréf í Eimskipafélaginu í arð þegar félagið verður skráð á markað. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss í ræðu á aðalfundi félagsins. Eimskipafélagið er að fullu í eigu Burðaráss. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Hart sótt að Sýrlendingum Enn eykst þrýstingur á stjórnvöld í Sýrlandi að hverfa með herlið sitt burt frá Líbanon. Í gærkvöldi bættust Sádi-Arabar og Egyptar í hóp þeirra þjóða sem vilja að Sýrlendingar hætti afskiptum sínum af Líbanon. Sýrlendingar höfðu vonast eftir stuðningi Sáda á fundi Arababandalagsins í gær en öllum að óvörum sagði leiðtogi þeirra að hann teldi tímabært að Sýrlendingar létu Líbani í friði. Erlent 13.10.2005 18:51 Hræðilegt að sitja og bíða Þyrluflugmaður á björgunarþyrlu færeysku Sjóbjörgunarsveitarinnar fannst hræðilegt að bíða aðgerðalaus í fullkominni björgunarþyrlu eftir því að fá skipun um að fara til bjargar áhöfninni á Jökulfelli. Skipunin kom tveimur klukkustundum eftir að fyrsta neyðarkallið barst. Innlent 13.10.2005 18:52 Sjúkdómafaraldur í kjölfar hamfara Mikil sjúkdómaalda hefur gengið yfir Sómalíu eftir hamfarirnar á annan í jólum. Flóð í kjölfar hamfaranna náðu alla leið að ströndum Afríku og skoluðu á land miklu af eiturefnum. Í nýrri skýrslu frá umhverfiseftirliti Sameinuðu þjóðanna kemur fram að mikill kjarnorkuúrgangur hafi verið losaður í sjóinn umhverfis Sómalíu undanfarin tíu ár og þessum úrgangi hafi skolað á land á annan í jólum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Erlent 13.10.2005 18:51 Bar fyrir sig stundarbrjálæði "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:51 Nýtt hryðjuverkatímarit Samtök jórdanska hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawi hafa hafið útgáfu tímarits á netinu til að afla sér fleiri fylgismanna svo að hreinsa megi Írak af "trúleysingjum og fráfellingum." Erlent 13.10.2005 18:51 Gæslan fær nýjan búnað Ríkisstjórnin samþykkti í gær að skip og flugvélar Landhelgisgæslu Íslands yrðu endurnýjuð. Innlent 13.10.2005 18:51 Búist við flutningi Sýrlandshers Búist er við að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, tilkynni á morgun að hluti herliðs Sýrlendinga í Líbanon verði kallaður heim. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum stjórnmálamanni í Líbanon í dag sem segir enn fremur að þær sveitir sem eftir verða í landinu verði færðar nær landamærum Sýrlands og Líbanons. Erlent 13.10.2005 18:51 Flugmiðinn fenginn Stuðningsmenn Fischers efndu til blaðamannafundar í Tókýó í gær. Þar kom fram að íslenska sendiráðinu í Tókýó hefur verið sent svar við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda, sem segir til um með hvaða hætti best sé að koma vegabréfi Bobby Fischer til hans, án þess að íslensk stjórnvöld skipti sér af japönskum innanríkismálum. Innlent 13.10.2005 18:52 Komið upp um sígarettusmyglhring Lögreglan í Belgíu og á Bretlandi handtóku í vikunni 10 manns sem taldir eru félagar í alþjóðlegum sígarettusmyglhring. Um leið gerði lögreglan sex milljónir sígarettna upptækar, en mennirnir höfðu reynt að smygla þeim frá Austur-Evrópu til Bretlands í vöruflutningabílum. Um var að ræða fjölþjóðlegan hóp því í honum voru fjórir Pólverjar, þrír Belgar, tveir Rússar og einn Hollendingur. Erlent 13.10.2005 18:51 Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51 LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Innlent 13.10.2005 18:51 Sameinast í Háskólanum í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands munu sameinast undir nafninu Háskólinn í Reykjavík og tekur sameinaður skóli til starfa 19. ágúst næstkomandi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar samþykktar Alþingis í gær á samruna háskólanna tveggja með því að fella úr gildi lög um Tækniháskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 18:51 Gæslan virðist brjóta lög Landhelgisgæslan, sem hefur með höndum almenna löggæslu og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland, virðist brjóta lög um mengunarvarnir. Þá greiðir hún hvorki virðisaukaskatt né opinber gjöld af skipaolíu sem hún kaupir í sparnaðarskyni í Færeyjum. Innlent 13.10.2005 18:51 Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Öryggi á varnarliðssvæði eykst Öryggi við svæði Varnarliðsins í Keflavík er talið aukast mikið eftir að sett var upp 130 milljóna króna hlið og reglur um aðgang hertar. Innlent 13.10.2005 18:52 Yfirmanni miðstöðvar vikið frá Djóni Weihe, yfirmanni Björgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum, hefur verið vikið tímabundið úr starfi á meðan rannsakað verður hvað gerðist þegar Jökulfellið fórst skammt frá Færeyjum fyrir um mánuði. Frá þessu var greint í færeyska útvarpinu, en Björn Karlsöe þingmaður tók ákvörðunina í samráði við Djóni. Erlent 13.10.2005 18:51 deCode tapar 3,5 milljörðum Rúmlega 3,5 milljarða króna tap varð af rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári. Árið 2003 nam tapið af rekstrinum rúmlega tveimur milljörðum króna. Tekjur félagsins árið 2004 námu tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 Segir Sri hafa hótað sér Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Sakaður um trúnaðarbrest Stjórnarformaður hollenska skipafélagsins Geest, sem Samskip tilkynnti um kaup á í gær, sakar forstjóra Eimskips um trúnaðarbrest vegna ummæla hans. Haft var eftir forsvarsmönnum Eimskips í gær að hætt hefði verið við kaup á Geest þar sem verðið hafi verið of hátt. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ ›
Veikjast vegna kjarnorkuúrgangs Íbúar í strandþorpum Sómalíu veikjast í stórum stíl vegna geislavirks kjarnorkuúrgangs, sem skolaði þar á land í flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans í Asíu. Ítölsk og svissnesk fyrirtæki eru sögð hafa losað sig ólöglega við úrganginn á hafsvæðinu við landið. Erlent 13.10.2005 18:52
Alnæmisvá vofir yfir Afríku Nærri 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af alnæmi á næstu tuttugu árum ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að tvö hundruð milljarða bandaríkjadala þurfi til á næstu árum eigi að takast að sporna við þessari þróun. 25 milljónir Afríkubúa eru nú þegar smitaðar af HIV-veirunni. Erlent 13.10.2005 18:51
Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51
Lögfræðingur fylgdi íbúum á fund Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi mættu á fund skipulagsyfirvalda bæjarins og forsvarmanna Brimborgar með lögfræðing sér við hlið. Innlent 13.10.2005 18:51
Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51
Vatnsorkuver menga líka Vatnsorkuver eru ekki eins umhverfisvæn eins og menn gjarnan telja. Ný rannsókn bendir til að úr uppistöðulónum þeirra geti streymt meira magn gróðurhúsaloftegunda en kolaorkuver framleiða. Slíkar lofttegundir eru taldar valda hlýnun jarðar. Erlent 13.10.2005 18:52
Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51
Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51
Siglt á Stórabeltisbrúna Mannskaði varð þegar danskt flutningaskip sigldi á brúna yfir Stórabelti á fimmtudaginn. Loka varð brúnni vegna slyssins og varð nokkur töf á samgöngum á milli Fjóns og Sjálands fyrir vikið. Brúin var svo opnuð aftur síðdegis í gær. Erlent 13.10.2005 18:51
Sagði Hákon ekki hafa sýnt iðrun Vitnaleiðslur standa yfir í réttarhöldunum yfir Hákoni Eydal vegna morðsins á Sri Ramawhati í fyrrasumar. Fimm vitni komu fyrir dóminn, þar á meðal geðlæknir sem fullyrti að Hákon hefði enga iðrun sýnt eftir verknaðinn og að honum hefði ekki létt eftir að hafa viðurkennt hann. Innlent 13.10.2005 18:51
Skipafélagsbréf í arð Til greina kemur að hluthafar Burðaráss fái bréf í Eimskipafélaginu í arð þegar félagið verður skráð á markað. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss í ræðu á aðalfundi félagsins. Eimskipafélagið er að fullu í eigu Burðaráss. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Hart sótt að Sýrlendingum Enn eykst þrýstingur á stjórnvöld í Sýrlandi að hverfa með herlið sitt burt frá Líbanon. Í gærkvöldi bættust Sádi-Arabar og Egyptar í hóp þeirra þjóða sem vilja að Sýrlendingar hætti afskiptum sínum af Líbanon. Sýrlendingar höfðu vonast eftir stuðningi Sáda á fundi Arababandalagsins í gær en öllum að óvörum sagði leiðtogi þeirra að hann teldi tímabært að Sýrlendingar létu Líbani í friði. Erlent 13.10.2005 18:51
Hræðilegt að sitja og bíða Þyrluflugmaður á björgunarþyrlu færeysku Sjóbjörgunarsveitarinnar fannst hræðilegt að bíða aðgerðalaus í fullkominni björgunarþyrlu eftir því að fá skipun um að fara til bjargar áhöfninni á Jökulfelli. Skipunin kom tveimur klukkustundum eftir að fyrsta neyðarkallið barst. Innlent 13.10.2005 18:52
Sjúkdómafaraldur í kjölfar hamfara Mikil sjúkdómaalda hefur gengið yfir Sómalíu eftir hamfarirnar á annan í jólum. Flóð í kjölfar hamfaranna náðu alla leið að ströndum Afríku og skoluðu á land miklu af eiturefnum. Í nýrri skýrslu frá umhverfiseftirliti Sameinuðu þjóðanna kemur fram að mikill kjarnorkuúrgangur hafi verið losaður í sjóinn umhverfis Sómalíu undanfarin tíu ár og þessum úrgangi hafi skolað á land á annan í jólum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Erlent 13.10.2005 18:51
Bar fyrir sig stundarbrjálæði "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 18:51
Nýtt hryðjuverkatímarit Samtök jórdanska hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawi hafa hafið útgáfu tímarits á netinu til að afla sér fleiri fylgismanna svo að hreinsa megi Írak af "trúleysingjum og fráfellingum." Erlent 13.10.2005 18:51
Gæslan fær nýjan búnað Ríkisstjórnin samþykkti í gær að skip og flugvélar Landhelgisgæslu Íslands yrðu endurnýjuð. Innlent 13.10.2005 18:51
Búist við flutningi Sýrlandshers Búist er við að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, tilkynni á morgun að hluti herliðs Sýrlendinga í Líbanon verði kallaður heim. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum stjórnmálamanni í Líbanon í dag sem segir enn fremur að þær sveitir sem eftir verða í landinu verði færðar nær landamærum Sýrlands og Líbanons. Erlent 13.10.2005 18:51
Flugmiðinn fenginn Stuðningsmenn Fischers efndu til blaðamannafundar í Tókýó í gær. Þar kom fram að íslenska sendiráðinu í Tókýó hefur verið sent svar við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda, sem segir til um með hvaða hætti best sé að koma vegabréfi Bobby Fischer til hans, án þess að íslensk stjórnvöld skipti sér af japönskum innanríkismálum. Innlent 13.10.2005 18:52
Komið upp um sígarettusmyglhring Lögreglan í Belgíu og á Bretlandi handtóku í vikunni 10 manns sem taldir eru félagar í alþjóðlegum sígarettusmyglhring. Um leið gerði lögreglan sex milljónir sígarettna upptækar, en mennirnir höfðu reynt að smygla þeim frá Austur-Evrópu til Bretlands í vöruflutningabílum. Um var að ræða fjölþjóðlegan hóp því í honum voru fjórir Pólverjar, þrír Belgar, tveir Rússar og einn Hollendingur. Erlent 13.10.2005 18:51
Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51
LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Innlent 13.10.2005 18:51
Sameinast í Háskólanum í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands munu sameinast undir nafninu Háskólinn í Reykjavík og tekur sameinaður skóli til starfa 19. ágúst næstkomandi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar samþykktar Alþingis í gær á samruna háskólanna tveggja með því að fella úr gildi lög um Tækniháskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 18:51
Gæslan virðist brjóta lög Landhelgisgæslan, sem hefur með höndum almenna löggæslu og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland, virðist brjóta lög um mengunarvarnir. Þá greiðir hún hvorki virðisaukaskatt né opinber gjöld af skipaolíu sem hún kaupir í sparnaðarskyni í Færeyjum. Innlent 13.10.2005 18:51
Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Öryggi á varnarliðssvæði eykst Öryggi við svæði Varnarliðsins í Keflavík er talið aukast mikið eftir að sett var upp 130 milljóna króna hlið og reglur um aðgang hertar. Innlent 13.10.2005 18:52
Yfirmanni miðstöðvar vikið frá Djóni Weihe, yfirmanni Björgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum, hefur verið vikið tímabundið úr starfi á meðan rannsakað verður hvað gerðist þegar Jökulfellið fórst skammt frá Færeyjum fyrir um mánuði. Frá þessu var greint í færeyska útvarpinu, en Björn Karlsöe þingmaður tók ákvörðunina í samráði við Djóni. Erlent 13.10.2005 18:51
deCode tapar 3,5 milljörðum Rúmlega 3,5 milljarða króna tap varð af rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári. Árið 2003 nam tapið af rekstrinum rúmlega tveimur milljörðum króna. Tekjur félagsins árið 2004 námu tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51
Segir Sri hafa hótað sér Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Sakaður um trúnaðarbrest Stjórnarformaður hollenska skipafélagsins Geest, sem Samskip tilkynnti um kaup á í gær, sakar forstjóra Eimskips um trúnaðarbrest vegna ummæla hans. Haft var eftir forsvarsmönnum Eimskips í gær að hætt hefði verið við kaup á Geest þar sem verðið hafi verið of hátt. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51