Sakaður um trúnaðarbrest
Stjórnarformaður hollenska skipafélagsins Geest, sem Samskip tilkynnti um kaup á í gær, sakar forstjóra Eimskips um trúnaðarbrest vegna ummæla hans. Haft var eftir forsvarsmönnum Eimskips í gær að hætt hefði verið við kaup á Geest þar sem verðið hafi verið of hátt.