Fréttir

Fréttamynd

Íraksþing kemur saman 16. mars

Fyrsti fundur hins nýkjörna þjóðþings Íraks verður þann 16. mars næstkomandi. Standa vonir til þess að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir fundinn. Sjítar hafa tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra, en þeir fengu flest atkvæði í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Brottflutningur hefst á morgun

Sýrlendingar hefjast handa á morgun við að flytja hluta hersveita sinna frá Líbanon. Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir loforðin og krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi brott úr landinu strax.

Erlent
Fréttamynd

Segir kúvent í flugvallarmáli

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina.

Innlent
Fréttamynd

Tafir vegna færslu Hringbrautar

Umferð verður hleypt á nýju Hringbrautina í áföngum í byrjun sumars. Búist er við töluverðum umferðartöfum á svæðinu vegna færslu brautarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Indónesar fá mest

Stærstur hluti söfnunarfjár Alþjóða Rauða krossins vegna hamfaranna við Indlandshaf mun renna til Indónesa.

Erlent
Fréttamynd

Ný stólalyfta vígð í Bláfjöllum

Forseti Íslands mun nú fyrir hádegi taka formlega í notkun nýja stólalyftu í Bláfjöllum. Af því tilefni verður frítt í allar skíðalyftur á svæðinu og boðið upp á skíðakennslu við alla skála á svæðinu. Slegið verður upp veislu á skíðasvæðinu þar sem leiktæki verða fyrir börnin og skíðafélögin munu standa fyrir fjölbreyttri dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Í einangrun vegna nefbrots

Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku.

Innlent
Fréttamynd

Ungur ökumaður lést

Tæplega tvítugur ökumaður lést og þrír jafnaldrar hans slösuðust alvarlega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Farþegarnir þrír eru þó ekki taldir í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað á Hellisheiðarvirkjun

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Hellisheiðavirkjunar var tekin í gær en stöðvarhúsið verður byggt vestan við Kolviðarhól. Stöðvarhúsið verður um 13.000 fermetrar að stærð og á það að vera tilbúið í maí á næsta ári. Hellisheiðavirkjun mun framleiða 80 megavött af raforku haustið 2006 sem þegar hefur verið seld til Norðuráls á Grundartanga.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um skattsvik á stöðunum

Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Margrét hafnaði tilnefningu

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hafnaði því að gefa kost á sér í framboð til varaformanns flokksins fyrir skemmstu. Fjölmargir þingfulltrúar stungu upp á henni þegar óskað var eftir tilnefningum utan úr sal en Margrét sagðist ekki taka tilnefningunni þar sem hún vildi ekki efna til ófriðar í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Eiga enn meira í Smáralind

Með kaupum á 34 prósenta hlut í Fasteignafélagi Íslands, sem á meðal annars Smáralind, hafa Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, Saxhóll og Baugur eignast 98 prósent af öllu hlutafé í félaginu. Seljendur að þessum 34 prósentum eru Norvik, Vesturgarður og Sveinn Valfells.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fischer sakaður um skattalagabrot

Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu sannana fyrir skattsvikum

Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Sýrlenski herinn fer frá Líbanon

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, tilkynnti fyrir stundu að sýrlenskar hersveitir yrðu kallaðar heim frá Líbanon. Búist hafði verið við yfirlýsingu þessa efnis frá forsetanum í dag, en í ávarpi á sýrlenska þinginu sagði hann að allur herafli Sýrlands í Líbanon, um 14 þúsund hermenn, skyldi fyrst fluttur til Bekaa-dalsins og þaðan til landamæra Líbanons og Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Margrét hvött til framboðs

Kosið verður á milli að minnsta kosti tveggja manna sem bjóða sig fram til varaformanns í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem nú stendur yfir á Kaffi Reykjavík. Gunnar Örn Örlyggson og Magnús Þór Hafsteinsson, núverandi varaformaður, hafa þegar tilkynnt um framboð en nú gengur á milli manna undirskriftarlisti þar sem Margrét Sverrisdóttir er hvött til að blanda sér í baráttuna.

Innlent
Fréttamynd

Assad lofar brotthvarfi

Bashar Assad, forseti Sýrlands, hét því í gær að draga hersveitir Sýrlendinga í Líbanon til líbansk-sýrlensku landamæranna.

Erlent
Fréttamynd

Skyndihúsleit á veitingastöðum

Fíkniefnalögreglan og fulltrúar skattrannsóknarstjóra gerðu fyrirvaralausa húsleit á vel á annan tug vínveitingastaða á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag. Almennir lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum og voru embættismönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts, bæði til að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu og til að tryggja að haldlagning gagna gæti farið fram.

Innlent
Fréttamynd

Fimmfalt fleiri reyna sjálfsvíg

Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman.

Innlent
Fréttamynd

1. maí ekki haldinn 1. maí?

Fyrsta maí kröfugangan gæti heyrt sögunni til. Hún er barn síns tíma og stendur ekki undir væntingum að mati miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands. Verði stjórninni að vilja sínum gæti það einnig þýtt að framvegis verði haldið upp á 1. maí þann 3. eða jafnvel 7. maí.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir hermenn drepnir í gær

Fjórir bandarískir hermenn létust í átökum í Anbar-héraði í vesturhluta Íraks í gær. Í tilkynningu frá yfirmönnum bandaríska heraflans í Írak segir að mennirnir hafi sinnt þar eftirlits- og öryggisstörfum en ráðist hafi verið á þá. Í tilkynningunni kemur ekki fram hvort einhverjir úr röðum árásarmanna hafi látist.

Erlent
Fréttamynd

Með ólæti við skemmtistað

Drukkinn karlmaður var handtekinn vegna óláta við skemmtistað á Hafnargötunni í Keflavík í nótt. Lögreglumenn handtóku manninn og létu hann sofa úr sér vímuna og æsinginn í fangaklefa á lögreglustöðinni. Lögreglan í Reykjavík segir nóttina hafa verið rólega í miðborginni. Þrír ökumenn voru þó teknir grunaður um ölvun við akstur nú í morgunsárið.

Innlent
Fréttamynd

VG ítrekar afstöðu um Landsvirkjun

Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík samþykktu á fundi í dag að ítreka stefnu sína í málefnum Landsvirkjunar, en fyrir tæpum hálfum mánuði var samþykkt yfirlýsing um að félagið legði áherslu á að eitt af meginstefnumálum flokksins væri að grunnþjónusta samfélagsins væri rekin á félagslegum forsendum væri í almannaeigu.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að draga skipið lengra út

Björgunarmenn í Noregi reyna í kapp við tímann að draga olíuflutningaskip, sem stendur í björtu báli, lengra út á sjó svo að hægt verði að slökkva eldinn. Óttast er meiri háttar umhverfisslys ef 800 tonn af olíu, sem eru í skipinu, leka í sjóinn.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Þór vann kosninguna

Magnús Þór Hafsteinsson heldur embætti sínu sem varaformaður Frjálslynda flokksins. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn, Gunnar Örlygsson þingmann með 69 prósentum atkvæða gegn 31 prósenti Gunnars.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á Norðlingaholti

Reykjavíkurborg opnaði í gær tilboð vegna þriðja áfanga úthlutunar lóða í Norðlingaholti. Alls buðu 123 í fjórtán lóðir í Norðlingaholti og skiluðu þeir samtals 885 tilboðum í byggingarrétt á lóðunum, en um er að ræða tvær fjölbýlishúsalóðir, fimm lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús, eina keðjuhúsalóð og sex einbýlishúsalóðir.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi kynnti sér námsleiðir

Fjöldi væntanlegra háskólanema kynnti sér starfsemi sjö háskóla á Stóra háskóladeginum sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær. Uppákomur sem Listaháskólinn stóð fyrir settu svip á daginn og skemmtu þeim sem komu til að kynna sér starfsemi skólanna.

Innlent
Fréttamynd

Órói vegna veru Ísraela

Það kemst enginn friður á í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum fyrr en Ísraelar fara þaðan með herlið sitt, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn skutu á bíl Sgrena

Ítalska blaðakonan Giuliana Sgrena sem sleppt var úr haldi mannræningja í Írak í dag, særðist lítillega þegar bandarískir hermenn skutu á bílinn sem átti að flytja hana á flugvöllinn í Bagdad. Að sögn AP fréttastofunnar lést starfsmaður ítölsku leyniþjónustunnar sem var í bílnum með Sgrena. Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kallaði í kvöld sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund og krafðist skýringa á árásinni sem hann sagði grafalvarlega.

Erlent