Fréttir Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 15:33 Segja uppreisn hafa breiðst út Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag. Erlent 13.10.2005 15:33 Ylströndin opnuð í morgun Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Þar býðst fólki að baða sig í ylvolgum sjó til 15. september í haust og er opnunartími frá kl. 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf 200 kr. fyrir að geyma föt í fatageymslu ylstrandarinnar. Hitastig sjávarlónsins er um 18-20 gráður að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni. Innlent 13.10.2005 15:33 Vinna að bóluefni gegn reykingum Tilraunir lyfjafyrirtækja til þess að finna upp bóluefni gegn reykingum, eru sagðar hafa skilað góðum árangri. Niðurstöður voru kynntar í dag. Erlent 13.10.2005 15:33 Segir 500 manns látna í Andijan Allt að fimm hundruð manns eru talin hafa látist í gær þegar hersveitir í Úsbekistan skutu á þúsundir mótmælenda og tókust á við uppreisnarmenn í Andijan. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirmanni úsbesku mannréttindasamtakanna Appeal sem staddur er í borginni. Sá segist hafa rætt við vitni að atburðinum. Erlent 13.10.2005 19:12 Öflugur skjálfti á Súmötru Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu. Erlent 13.10.2005 19:12 Framkvæmdir gætu hafist 2007 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:12 Hrossaskíturinn dugði við Lyngmóa Hrossaskítur dugði til að fæla unglinga frá því að hópast á túnblett við Lyngmóa í Garðabæ í gærkvöldi. Þess í stað kom hópur ungmenna saman við Löngufit og varð úr bæði ölvun og ólæti, raunar svo mikil að lögregla handtók þrjá pilta á svæðinu. Gistu þeir fangageymslu í nótt. Innlent 13.10.2005 19:12 Listahátíð líka utan höfuðborgar Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Innlent 13.10.2005 19:12 Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn. Erlent 13.10.2005 19:12 Bílsprengjuárás á írakska lögreglu Að minnsta kosti fjórir létust í árás á írakska lögreglu í miðborg Bagdad í dag. Sjálfsmorðsárásarmaður ók bíl sínum að lögreglumönnum á eftirlitsferð í miðborginni og sprengdi hann í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá bárust fregnir af því að níu bandarískir hermenn hefðu fallið í stórskotaárás á uppreisnarmenn í Anbar-héraði, nærri landamærum Sýrlands, sem staðið hefur í viku. Erlent 13.10.2005 19:12 Fundu fjöldagröf í Kosovo Réttarmeinafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa fundið fjöldagröf í bænum Malisevo í Kosovo-héraði. Líkin í gröfinni eru talin vera af Serbum sem saknað hefur verið síðan 1998 þegar Kosovo-Albanar og Serbar bárust á banaspjót í héraðinu. Nú þegar hafa sex lík fundist en réttarmeinafræðingarnir reikna með að finna fleiri á næstunni. Erlent 13.10.2005 19:12 Skellir skuldinni á öfgamenn Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir íslamska öfgamenn bera ábyrgð á mótmælunum og blóðbaðinu í borginni Andijan í gær. Þá skutu hermenn á mótmælendur sem safnast höfðu saman á götum borgarinnar til þess að mótmæla því að 23 kaupsýslumenn, sem sakaðir eru um að styðja við bakið á íslömskum uppreisnarmönnum, hefðu verið fangelsaðir. Erlent 13.10.2005 19:12 Þúsundir flýja Andijan Þúsundir Úsbeka hafa safnast saman við landamæri Úsbekistans og Kirgisistans í kjölfar átaka í borginni Andijan í gær. Að sögn yfirvalda í Kirgisistan hafa um 500 manns komist yfir landamærin, þar á meðal fangar sem frelsaðir voru úr fangelsi í borginni í gær, en landamærunum var lokað í gær vegna frétta af átökunum. Erlent 13.10.2005 19:12 Borgarísjaki inni á Eyjafirði Borgarísjaki er kominn inn á Eyjafjörð. Er hann nú út af Ólafsfjarðarmúla og sagður afar tignarlegur. Íbúi á Hauganesi, Sigríður Óskarsdóttir, sem gerði sér sérstaka ferð út í Múlann til að skoða jakann, segir að hann standi eins og Hallgrímskirkjuturn beint upp úr hafinu. Innlent 13.10.2005 19:12 Vegi lokað vegna alvarlegs slyss Mjög alvarlegt umferðarslys varð skammt fyrir sunnan bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð um klukkan hálfsex í dag. Tveir bílar lentu í harkalegum árekstri en þrjár manneskjur voru í bílunum. Lögregla lokaði hringveginum í Öxnadal og má búast við að hann verði lokaður í um klukkustund í viðbót. Innlent 13.10.2005 19:12 Vilja rannsókn á vanhelgun Kórans Alþjóðleg samtök múslíma í Sádi-Arabíu hafa farið fram á það við bandarísk stjórnvöld að þau rannsaki hvort Kóraninn, hið helga rit múslíma, hafi verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Samtökin hafa ritað Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf þessa efnis þar sem þau lýsa yfir undrun og ótta vegna frétta af málinu og segja að þær gefi öfgamönnum úr röðum múslíma ástæðu til að beita ofbeldi. Erlent 13.10.2005 19:12 Ekki sáttur við niðurstöðu nefndar Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Björgólfur Jóhannsson, er ekki sáttur við þá niðurstöðu svokallaðrar hágengisnefndar um að ekki sé ástæða til að grípa til sértækra aðgerða vegna hás gengis krónunnar. Hágengisnefnd viðurkennir í skýrslu, sem kynnt var í gær, að afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins séu óviðunandi en samkvæmt niðurstöðum megi sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. Innlent 13.10.2005 19:12 Herinn hafi orðið að skjóta Sjónarvottar og fulltrúi mannréttindasamtaka í Úsbekistan segja að um fimm hundruð manns hafi fallið í skotárás hersins í borginni Andian, í gær. Forseti landsins segir að herinn hafi orðið að skjóta á mannfjöldann til að bæla niður uppreisn. Erlent 13.10.2005 19:12 Fjölmenni á Hvannadalshnjúki Um tvöhundruð manna hópur fjallgöngugarpa var væntanlegur á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, nú á þriðja tímanum. Langflestir eru vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar en smærri hópar ganga á Öræfajökul á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. Innlent 13.10.2005 19:12 Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 13.10.2005 19:12 Samið um afvopnun Fulltrúar hers og uppreisnarmanna á Fílabeinsströndinni komust að samkomulagi í dag um að deilendur í landinu myndu hefja afvopnun 27. júní og að henni yrði lokið 10. ágúst. Samkomulagið kemur í kjölfar friðarsamnings sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu undirrituðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 19:12 Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Innlent 13.10.2005 19:12 Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. Innlent 13.10.2005 19:12 Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Innlent 13.10.2005 19:12 Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Erlent 13.10.2005 19:12 Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:12 Abbas til Washington í lok maí Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn. Erlent 13.10.2005 19:12 Gegn verslun Dana í Þýskalandi Skattaráðherra Danmerkur ætlar að skera upp herör gegn verslun danskra ríkisborgara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:12 Listahátíð hefst í dag Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur hún í þrjár vikur. Þótt hátíðin sé kennd við höfuðborgina fer hún fram á tíu öðrum stöðum á landinu: Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eiðum, Vestmannaeyjum, Skálholti, Hveragerði og undir Eyjafjöllum. Hátíðin í ár er helguð alþjóðlegri samtímamyndlist. Innlent 13.10.2005 19:12 « ‹ ›
Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Innlent 13.10.2005 15:33
Segja uppreisn hafa breiðst út Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag. Erlent 13.10.2005 15:33
Ylströndin opnuð í morgun Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Þar býðst fólki að baða sig í ylvolgum sjó til 15. september í haust og er opnunartími frá kl. 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf 200 kr. fyrir að geyma föt í fatageymslu ylstrandarinnar. Hitastig sjávarlónsins er um 18-20 gráður að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni. Innlent 13.10.2005 15:33
Vinna að bóluefni gegn reykingum Tilraunir lyfjafyrirtækja til þess að finna upp bóluefni gegn reykingum, eru sagðar hafa skilað góðum árangri. Niðurstöður voru kynntar í dag. Erlent 13.10.2005 15:33
Segir 500 manns látna í Andijan Allt að fimm hundruð manns eru talin hafa látist í gær þegar hersveitir í Úsbekistan skutu á þúsundir mótmælenda og tókust á við uppreisnarmenn í Andijan. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir yfirmanni úsbesku mannréttindasamtakanna Appeal sem staddur er í borginni. Sá segist hafa rætt við vitni að atburðinum. Erlent 13.10.2005 19:12
Öflugur skjálfti á Súmötru Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu. Erlent 13.10.2005 19:12
Framkvæmdir gætu hafist 2007 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:12
Hrossaskíturinn dugði við Lyngmóa Hrossaskítur dugði til að fæla unglinga frá því að hópast á túnblett við Lyngmóa í Garðabæ í gærkvöldi. Þess í stað kom hópur ungmenna saman við Löngufit og varð úr bæði ölvun og ólæti, raunar svo mikil að lögregla handtók þrjá pilta á svæðinu. Gistu þeir fangageymslu í nótt. Innlent 13.10.2005 19:12
Listahátíð líka utan höfuðborgar Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Innlent 13.10.2005 19:12
Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn. Erlent 13.10.2005 19:12
Bílsprengjuárás á írakska lögreglu Að minnsta kosti fjórir létust í árás á írakska lögreglu í miðborg Bagdad í dag. Sjálfsmorðsárásarmaður ók bíl sínum að lögreglumönnum á eftirlitsferð í miðborginni og sprengdi hann í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá bárust fregnir af því að níu bandarískir hermenn hefðu fallið í stórskotaárás á uppreisnarmenn í Anbar-héraði, nærri landamærum Sýrlands, sem staðið hefur í viku. Erlent 13.10.2005 19:12
Fundu fjöldagröf í Kosovo Réttarmeinafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa fundið fjöldagröf í bænum Malisevo í Kosovo-héraði. Líkin í gröfinni eru talin vera af Serbum sem saknað hefur verið síðan 1998 þegar Kosovo-Albanar og Serbar bárust á banaspjót í héraðinu. Nú þegar hafa sex lík fundist en réttarmeinafræðingarnir reikna með að finna fleiri á næstunni. Erlent 13.10.2005 19:12
Skellir skuldinni á öfgamenn Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir íslamska öfgamenn bera ábyrgð á mótmælunum og blóðbaðinu í borginni Andijan í gær. Þá skutu hermenn á mótmælendur sem safnast höfðu saman á götum borgarinnar til þess að mótmæla því að 23 kaupsýslumenn, sem sakaðir eru um að styðja við bakið á íslömskum uppreisnarmönnum, hefðu verið fangelsaðir. Erlent 13.10.2005 19:12
Þúsundir flýja Andijan Þúsundir Úsbeka hafa safnast saman við landamæri Úsbekistans og Kirgisistans í kjölfar átaka í borginni Andijan í gær. Að sögn yfirvalda í Kirgisistan hafa um 500 manns komist yfir landamærin, þar á meðal fangar sem frelsaðir voru úr fangelsi í borginni í gær, en landamærunum var lokað í gær vegna frétta af átökunum. Erlent 13.10.2005 19:12
Borgarísjaki inni á Eyjafirði Borgarísjaki er kominn inn á Eyjafjörð. Er hann nú út af Ólafsfjarðarmúla og sagður afar tignarlegur. Íbúi á Hauganesi, Sigríður Óskarsdóttir, sem gerði sér sérstaka ferð út í Múlann til að skoða jakann, segir að hann standi eins og Hallgrímskirkjuturn beint upp úr hafinu. Innlent 13.10.2005 19:12
Vegi lokað vegna alvarlegs slyss Mjög alvarlegt umferðarslys varð skammt fyrir sunnan bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð um klukkan hálfsex í dag. Tveir bílar lentu í harkalegum árekstri en þrjár manneskjur voru í bílunum. Lögregla lokaði hringveginum í Öxnadal og má búast við að hann verði lokaður í um klukkustund í viðbót. Innlent 13.10.2005 19:12
Vilja rannsókn á vanhelgun Kórans Alþjóðleg samtök múslíma í Sádi-Arabíu hafa farið fram á það við bandarísk stjórnvöld að þau rannsaki hvort Kóraninn, hið helga rit múslíma, hafi verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Samtökin hafa ritað Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf þessa efnis þar sem þau lýsa yfir undrun og ótta vegna frétta af málinu og segja að þær gefi öfgamönnum úr röðum múslíma ástæðu til að beita ofbeldi. Erlent 13.10.2005 19:12
Ekki sáttur við niðurstöðu nefndar Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Björgólfur Jóhannsson, er ekki sáttur við þá niðurstöðu svokallaðrar hágengisnefndar um að ekki sé ástæða til að grípa til sértækra aðgerða vegna hás gengis krónunnar. Hágengisnefnd viðurkennir í skýrslu, sem kynnt var í gær, að afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins séu óviðunandi en samkvæmt niðurstöðum megi sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. Innlent 13.10.2005 19:12
Herinn hafi orðið að skjóta Sjónarvottar og fulltrúi mannréttindasamtaka í Úsbekistan segja að um fimm hundruð manns hafi fallið í skotárás hersins í borginni Andian, í gær. Forseti landsins segir að herinn hafi orðið að skjóta á mannfjöldann til að bæla niður uppreisn. Erlent 13.10.2005 19:12
Fjölmenni á Hvannadalshnjúki Um tvöhundruð manna hópur fjallgöngugarpa var væntanlegur á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, nú á þriðja tímanum. Langflestir eru vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar en smærri hópar ganga á Öræfajökul á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. Innlent 13.10.2005 19:12
Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 13.10.2005 19:12
Samið um afvopnun Fulltrúar hers og uppreisnarmanna á Fílabeinsströndinni komust að samkomulagi í dag um að deilendur í landinu myndu hefja afvopnun 27. júní og að henni yrði lokið 10. ágúst. Samkomulagið kemur í kjölfar friðarsamnings sem stríðandi fylkingar í Afríkuríkinu undirrituðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 19:12
Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Innlent 13.10.2005 19:12
Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. Innlent 13.10.2005 19:12
Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Innlent 13.10.2005 19:12
Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Erlent 13.10.2005 19:12
Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:12
Abbas til Washington í lok maí Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn. Erlent 13.10.2005 19:12
Gegn verslun Dana í Þýskalandi Skattaráðherra Danmerkur ætlar að skera upp herör gegn verslun danskra ríkisborgara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:12
Listahátíð hefst í dag Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur hún í þrjár vikur. Þótt hátíðin sé kennd við höfuðborgina fer hún fram á tíu öðrum stöðum á landinu: Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eiðum, Vestmannaeyjum, Skálholti, Hveragerði og undir Eyjafjöllum. Hátíðin í ár er helguð alþjóðlegri samtímamyndlist. Innlent 13.10.2005 19:12