Fréttir Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. Innlent 13.10.2005 19:39 Bílddælingar dæla kalkþörungi Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40 Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40 Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af. Erlent 13.10.2005 19:39 Fær hátt í 20 milljónir frá KEA Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39 Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. Innlent 13.10.2005 19:39 Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. Erlent 13.10.2005 19:40 Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39 Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. Erlent 13.10.2005 19:39 Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. Erlent 13.10.2005 19:39 Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. Innlent 13.10.2005 19:40 FH 8 - Grindavík 0 FH burstaði Grindavík 8-0 í kvöld í Landsbankadeild karla. Daninn Allan Borgvardt gerði fjögur mörk, Tryggvi Guðmundsson, Jónas Grani Garðarsson, Ólafur Páll Snorrason og Ásgeir Ásgeirsson eitt hvor. FH-ingar eru nú komnir með 12 stiga forystu á Val sem er í öðru sæti. Sport 13.10.2005 19:40 Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39 Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. Erlent 13.10.2005 19:39 Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Innlent 13.10.2005 19:39 Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. Erlent 13.10.2005 19:39 Síminn má einn setja ADSL-skilyrði Viðskiptavinir með ADSL-tengingu hjá Og Vodafone færa sig unnvörpum yfir til Símans til að geta horft á enska boltann, en flutningur til Símans er skilyrði þess að ná útsendingum boltans. Samkeppnisráð segir að Og Vodafone hafi ekki leyfi til að gera það sama og Síminn er að gera. Innlent 13.10.2005 19:40 Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. Erlent 13.10.2005 19:39 Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39 Kannar kröfur banka um kennitölu Bankar krefja alla um kennitölu þegar keyptur er gjaldeyrir. Samkvæmt lögum er bönkum og sparisjóðum skylt að biðja um hana, fari upphæðin yfir 1,2 milljónir, en annars ekki. Það gera þeir samt og er málið í athugun hjá Persónuvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. Erlent 13.10.2005 19:39 Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. Innlent 13.10.2005 19:39 Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39 Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. Erlent 13.10.2005 19:40 Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40 Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39 Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. Erlent 13.10.2005 19:40 Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. Erlent 13.10.2005 19:39 Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. Erlent 13.10.2005 19:39 Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39 « ‹ ›
Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. Innlent 13.10.2005 19:39
Bílddælingar dæla kalkþörungi Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40
Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:40
Finnsk þyrla hrapar í Eystrasalt Sikorsky-þyrla sem var í áætlunarflugi á frá Tallinn til Helsinki fórst fyrir ströndum Eistlands í morgun. Þyrlan var í eigu finnska flugfélagsins Copterline og voru 13 farþegar um borð ásamt tveimur flugmönnum. Að sögn eistnesku björgunarsveitanna hefur verið staðfest að flakið liggi á um 50 metra dýpi og eru kafarar nú á leið að flakinu. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað slysið af. Erlent 13.10.2005 19:39
Fær hátt í 20 milljónir frá KEA Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39
Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. Innlent 13.10.2005 19:39
Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. Erlent 13.10.2005 19:40
Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39
Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. Erlent 13.10.2005 19:39
Ætla með ferðamenn í geiminn 2008 Geimferjur NASA eru í flugbanni og fara því ekki langt á næstunni en það þýðir ekki að geimferðir leggist af. <em>New York Times</em> greinir frá því í dag að einkafyrirtækið Space Adventures muni síðdegis greina frá tímamótasamningi við rússnesk yfirvöld um að koma ferðamönnum í hringferð um tunglið. Nota á rússneskt Soyuz-geimfar til þessa og stýrir rússneskur geimfari förinni. Erlent 13.10.2005 19:39
Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. Innlent 13.10.2005 19:40
FH 8 - Grindavík 0 FH burstaði Grindavík 8-0 í kvöld í Landsbankadeild karla. Daninn Allan Borgvardt gerði fjögur mörk, Tryggvi Guðmundsson, Jónas Grani Garðarsson, Ólafur Páll Snorrason og Ásgeir Ásgeirsson eitt hvor. FH-ingar eru nú komnir með 12 stiga forystu á Val sem er í öðru sæti. Sport 13.10.2005 19:40
Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39
Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. Erlent 13.10.2005 19:39
Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Innlent 13.10.2005 19:39
Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. Erlent 13.10.2005 19:39
Síminn má einn setja ADSL-skilyrði Viðskiptavinir með ADSL-tengingu hjá Og Vodafone færa sig unnvörpum yfir til Símans til að geta horft á enska boltann, en flutningur til Símans er skilyrði þess að ná útsendingum boltans. Samkeppnisráð segir að Og Vodafone hafi ekki leyfi til að gera það sama og Síminn er að gera. Innlent 13.10.2005 19:40
Kínverjar einrækta svín Kínverjar hafa klónað sitt fyrsta svín. Svínið fæddist síðastliðinn föstudag í borginni Sanhe og vó það 1,1 kíló. Segjast vísindamennn þar í landi afar ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru þrjú svín klónuð en aðeins eitt lifði. Kínverjar eru sjöunda þjóðin sem klónar svín en Bretar, Japanar, Bandaríkjamenn, Ástralir, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa einnig gert það. Þetta er þó ekki frumraun Kínverja í klónun því á síðasta ári klónuðu þeir eina kú. Erlent 13.10.2005 19:39
Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39
Kannar kröfur banka um kennitölu Bankar krefja alla um kennitölu þegar keyptur er gjaldeyrir. Samkvæmt lögum er bönkum og sparisjóðum skylt að biðja um hana, fari upphæðin yfir 1,2 milljónir, en annars ekki. Það gera þeir samt og er málið í athugun hjá Persónuvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Látinn á heimili sínu í níu mánuði 72 ára karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í Osló í gær og telur lögreglann að hann hafi látist fyrir um það bil níu mánuðum. Það var tryggingastofnunin í Osló sem lét lögregluna vita að maðurinn hefði ekki sótt tryggingabætur sínar í níu mánuði. Þegar lögreglan fór inn í íbúðina lá opið dagblað frá 9. október á eldhússborði mannsins. Stutt er síðan að 86 ára kona fannst látin í íbúð sinni í Olsó eftir að hafa legið þar í sjö mánuði. Erlent 13.10.2005 19:39
Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. Innlent 13.10.2005 19:39
Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39
Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. Erlent 13.10.2005 19:40
Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40
Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39
Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. Erlent 13.10.2005 19:40
Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. Erlent 13.10.2005 19:39
Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. Erlent 13.10.2005 19:39
Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39