Fréttir Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993. Innlent 13.10.2005 19:40 Ráðuneytum verður fækkað Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta. Innlent 13.10.2005 19:40 Flugvöllurinn lamaðist Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd. Erlent 13.10.2005 19:40 Sjíar vilja sambandsríki Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir. Erlent 13.10.2005 19:40 Formsatriði var ekki fullnægt Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi. Erlent 13.10.2005 19:40 Ólafur Ingi með slitið krossband Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Brentford á Englandi er með slitið fremra krossband á vinstra hnéi. Ólafur Ingi meiddist í leik gegn Chesterfield fyrr í vikunni en var úrskurðaður krossbandsslitinn fyrr í dag. Áætlað er að leikmaðurinn verði frá keppni í 7-8 mánuði. Sport 13.10.2005 19:40 Sigrar hjá Akureyrarliðunum Akureyrarliðin KA og Þór unnu bæða góða sigra í kvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. KA sigraði KS á Siglufirði 5-0 og Þór sigraði Hauka 2-0 á Akureyri. Í þriðja leik kvöldsins gerðu HK og Víkingur markalaust jafntefli í Kópavoginum. Sport 13.10.2005 19:40 Flug komist í lag síðar í dag Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins. Erlent 13.10.2005 19:40 Sjaldgæf vískíflaska á 15 millj. Sjaldgæf flaska af írsku viskíi hefur verið boðin upp á Netinu og er lágmarksboð 100 þúsund sterlingspund, eða fimmtán milljónir íslenskra króna. Flaskan er frá síðari hluta nítjándu aldar og er talin sú síðasta sem eftir er frá Nunnueyjarbrugghúsinu í Galway-sýslu á Vestur-Írlandi. Það hætti framleiðslu árið 1913 og fyrir þá sem vilja reyna að tryggja sér flöskuna er slóðin á uppboðsvefnum whiskyandwines.com. Erlent 13.10.2005 19:40 Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu. Erlent 13.10.2005 19:40 Norska stjórnin tapar fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi, undir stjórn Kjell Magne Bondevik, tapa verulegu fylgi í þingkosningum sem fara fram eftir mánuð, ef marka má skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten. Erlent 13.10.2005 19:40 Vígsla brautar frestast vegna þoku Ekkert verður að vígslu endurbyggðrar flugbrautar og nýrrar vélageymslu á Grímseyjarflugvelli eins og boðað hafði verið í morgun. Ófært er til Grímseyjar vegna þoku og er stefnt að því að vígslan fari fram í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:40 Litið sé fram hjá heildarmyndinni Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. Innlent 13.10.2005 19:40 Segir Baugsmál storm í vatnsglasi Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins <em>The Guardian</em>. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Innlent 13.10.2005 19:40 Ekkert hlustað á sakborninga Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Fréttablaðið birtir ákærurnar í Baugsmálinu ásamt viðtölum við Jón Ásgeir og Jóhannes í dag. Innlent 13.10.2005 19:40 Ísraelar íhuga aðgerðir gegn Íran Kjarnorkuáætlun Írana kemur illa við kauninn á Ísraelsmönnum sem íhuga aðgerðir til að trufla eða eyðileggja hana. Erlent 13.10.2005 19:40 Össur snuprar útgerðarmenn Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut. Innlent 13.10.2005 19:40 Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. Erlent 13.10.2005 19:40 Slösuðust við tökur stórmyndar Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag. Innlent 13.10.2005 19:40 Tugþúsundir fastar vegna verkfalls Sjötíu þúsund ferðamenn eru strandaglópar um allan heim þar sem British Airways hefur fellt niður hundruð flugferða. Ástæðan er skæruverkföll starfsmanna. Erlent 13.10.2005 19:40 R-listinn virðist í andarslitrunum Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn. Innlent 13.10.2005 19:40 Íslam og Ísland lofsungið "Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font /> Innlent 13.10.2005 19:40 Kaupa gróðurhús á Gasa Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu. Erlent 13.10.2005 19:40 Útilokar ekki frekari lokanir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að landnemabyggðum á Vesturbakkanum verði lokað, þó ekki þeim stærstu. Ísraelsher flytur í næstu viku landnema af Gaza-ströndinni með valdi. Erlent 13.10.2005 19:40 Minntust sjóliða á Kursk Rússar minntust þess í dag að fimm ár eru liðin frá því að kjarnorkukafbáturinn Kursk, stolt Norðurflotans, sökk í Barentshafi. 118 sjóliðar fórust í sprengingunni sem varð um borð í bátnum. Getuleysi hersins í málinu olli miklu uppnámi í Rússlandi og fimm árum síðar er enn þá mörgum spurningum ósvarað. Minnisvarðar um áhöfnina voru afhjúpaðir víða í Rússlandi í dag. Erlent 13.10.2005 19:40 Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:40 Einhleypar konur fái tæknifrjógvun Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Tíu ár frá upphafi netbólunnar Tíu ár eru liðin frá hlutafjárútboði Netscape en það er talið marka upphaf netbólunnar miklu sem sprakk með látum árið 2000. Fram að útboði Netscape höfðu félög sem sóttust eftir skráningu á markað þurft að sýna mikla tekjuaukningu í þrjá ársfjórðunga og aukinn hagnað eða hagnaðarmöguleika áður en hlutafjárútboð fór fram. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:40 Fjórðungur vill kynlíf daglega Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu. Erlent 13.10.2005 19:40 Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. Innlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993. Innlent 13.10.2005 19:40
Ráðuneytum verður fækkað Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta. Innlent 13.10.2005 19:40
Flugvöllurinn lamaðist Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd. Erlent 13.10.2005 19:40
Sjíar vilja sambandsríki Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir. Erlent 13.10.2005 19:40
Formsatriði var ekki fullnægt Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi. Erlent 13.10.2005 19:40
Ólafur Ingi með slitið krossband Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Brentford á Englandi er með slitið fremra krossband á vinstra hnéi. Ólafur Ingi meiddist í leik gegn Chesterfield fyrr í vikunni en var úrskurðaður krossbandsslitinn fyrr í dag. Áætlað er að leikmaðurinn verði frá keppni í 7-8 mánuði. Sport 13.10.2005 19:40
Sigrar hjá Akureyrarliðunum Akureyrarliðin KA og Þór unnu bæða góða sigra í kvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. KA sigraði KS á Siglufirði 5-0 og Þór sigraði Hauka 2-0 á Akureyri. Í þriðja leik kvöldsins gerðu HK og Víkingur markalaust jafntefli í Kópavoginum. Sport 13.10.2005 19:40
Flug komist í lag síðar í dag Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins. Erlent 13.10.2005 19:40
Sjaldgæf vískíflaska á 15 millj. Sjaldgæf flaska af írsku viskíi hefur verið boðin upp á Netinu og er lágmarksboð 100 þúsund sterlingspund, eða fimmtán milljónir íslenskra króna. Flaskan er frá síðari hluta nítjándu aldar og er talin sú síðasta sem eftir er frá Nunnueyjarbrugghúsinu í Galway-sýslu á Vestur-Írlandi. Það hætti framleiðslu árið 1913 og fyrir þá sem vilja reyna að tryggja sér flöskuna er slóðin á uppboðsvefnum whiskyandwines.com. Erlent 13.10.2005 19:40
Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu. Erlent 13.10.2005 19:40
Norska stjórnin tapar fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi, undir stjórn Kjell Magne Bondevik, tapa verulegu fylgi í þingkosningum sem fara fram eftir mánuð, ef marka má skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten. Erlent 13.10.2005 19:40
Vígsla brautar frestast vegna þoku Ekkert verður að vígslu endurbyggðrar flugbrautar og nýrrar vélageymslu á Grímseyjarflugvelli eins og boðað hafði verið í morgun. Ófært er til Grímseyjar vegna þoku og er stefnt að því að vígslan fari fram í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:40
Litið sé fram hjá heildarmyndinni Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. Innlent 13.10.2005 19:40
Segir Baugsmál storm í vatnsglasi Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins <em>The Guardian</em>. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi. Innlent 13.10.2005 19:40
Ekkert hlustað á sakborninga Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Fréttablaðið birtir ákærurnar í Baugsmálinu ásamt viðtölum við Jón Ásgeir og Jóhannes í dag. Innlent 13.10.2005 19:40
Ísraelar íhuga aðgerðir gegn Íran Kjarnorkuáætlun Írana kemur illa við kauninn á Ísraelsmönnum sem íhuga aðgerðir til að trufla eða eyðileggja hana. Erlent 13.10.2005 19:40
Össur snuprar útgerðarmenn Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut. Innlent 13.10.2005 19:40
Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. Erlent 13.10.2005 19:40
Slösuðust við tökur stórmyndar Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag. Innlent 13.10.2005 19:40
Tugþúsundir fastar vegna verkfalls Sjötíu þúsund ferðamenn eru strandaglópar um allan heim þar sem British Airways hefur fellt niður hundruð flugferða. Ástæðan er skæruverkföll starfsmanna. Erlent 13.10.2005 19:40
R-listinn virðist í andarslitrunum Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn. Innlent 13.10.2005 19:40
Íslam og Ísland lofsungið "Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font /> Innlent 13.10.2005 19:40
Kaupa gróðurhús á Gasa Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu. Erlent 13.10.2005 19:40
Útilokar ekki frekari lokanir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að landnemabyggðum á Vesturbakkanum verði lokað, þó ekki þeim stærstu. Ísraelsher flytur í næstu viku landnema af Gaza-ströndinni með valdi. Erlent 13.10.2005 19:40
Minntust sjóliða á Kursk Rússar minntust þess í dag að fimm ár eru liðin frá því að kjarnorkukafbáturinn Kursk, stolt Norðurflotans, sökk í Barentshafi. 118 sjóliðar fórust í sprengingunni sem varð um borð í bátnum. Getuleysi hersins í málinu olli miklu uppnámi í Rússlandi og fimm árum síðar er enn þá mörgum spurningum ósvarað. Minnisvarðar um áhöfnina voru afhjúpaðir víða í Rússlandi í dag. Erlent 13.10.2005 19:40
Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:40
Einhleypar konur fái tæknifrjógvun Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Tíu ár frá upphafi netbólunnar Tíu ár eru liðin frá hlutafjárútboði Netscape en það er talið marka upphaf netbólunnar miklu sem sprakk með látum árið 2000. Fram að útboði Netscape höfðu félög sem sóttust eftir skráningu á markað þurft að sýna mikla tekjuaukningu í þrjá ársfjórðunga og aukinn hagnað eða hagnaðarmöguleika áður en hlutafjárútboð fór fram. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:40
Fjórðungur vill kynlíf daglega Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu. Erlent 13.10.2005 19:40
Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. Innlent 13.10.2005 19:40