Fréttir Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41 Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41 Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40 Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41 Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41 Innflutningur aldrei hættulaus "Ég hef verið fylgjandi fyllstu varúð þegar um er að ræða innflutning hingað til lands, hvort sem um er að ræða dýr, afurðir, fósturvísa eða notuð landbúnaðartæki," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á Keldum. Innlent 13.10.2005 19:40 Fáheyrð ósvífni útvegsmanna "Útgerðarmenn sýna fáheyrða ósvífni með því að krefjast þess að dómsúrskurður færi þeim beinan eignarrétt yfir fiskinum í sjónum," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:40 Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:40 Hluti ránsfengsins fundinn Lögregla hefur fundið örlítinn hluta ránsfengsins sem stolið var úr Banco Central í borginni Fortaleza fyrr í vikunni. Erlent 13.10.2005 19:40 Ekkert rafmagn þegar skólinn hefst "Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla. Innlent 13.10.2005 19:40 Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:40 Segjast ekki leggja niður vopn Félagar í Hamas-samtökunum munu ekki leggja niður vopn þrátt fyrir brotthvarf Ísraelshers og landnema frá Gasaströndinni. Þetta segja talsmenn samtakanna og bæta því við að vopnuð barátta gegn Ísraelsríki muni halda áfram. Það er meðal takmarka Hamas að tortíma Ísrael og koma á fót íslömsku trúarríki sem næði yfir Vesturbakkann, Gasaströndina og það svæði sem Ísraelsríki nær nú yfir. Erlent 13.10.2005 19:40 Samið um spænsk-íslenska orðabók Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin. Innlent 13.10.2005 19:40 Ísbjörn synti 100 km á sólarhring Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni. Erlent 13.10.2005 19:40 Leitað að lífsummerkjum Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars. Erlent 13.10.2005 19:40 Bakri fær ekki að snúa aftur Múslimaklerkurinn Omar Bakri fær ekki aftur að koma til Bretlands þar sem breska ríkisstjórnin telur veru hans í landinu ekki vera lengur "til almannaheilla". Erlent 13.10.2005 19:40 FÍB vill lægri eldsneytisskatta Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni, www.fib.is, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess lækka skatta á eldsneyti. Á heimasíðu félagsins segir að eldsneyti til neytenda sé háskattavara hér á landi og að tæp 60 prósent af útsöluverði eldsneytis á bifreiðar renni til ríkissjóðs. Eldsneytisverð hér á landi sé því með því allra hæsta í veröldinni. Innlent 13.10.2005 19:40 Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um. Erlent 13.10.2005 19:40 Nota varðskip við myndatökur Varðskip Landhelgisgæslunnar verða notuð sem leikmynd við tökur á Flags of our fathers, mynd Clint Eastwood, meðan tökur standa yfir úti fyrir Stóru Sandvík á Reykjanesi. Landhelgisgæslan fær milljón króna á dag fyrir leigu skipanna. Innlent 13.10.2005 19:40 Danir brjóta gegn mannréttindum Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju. Erlent 13.10.2005 19:40 Samvinna um afnám niðurgreiðslna Danir og Íslendingar ætla að vinna sameiginlega að afnámi niðurgreiðslna í sjávarútvegi, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir mikilvægt að þjóðirnar samhæfi krafta sína á alþjóðlegum vettvangi. Innlent 13.10.2005 19:40 Robin Cook borinn til grafar Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, var borinn til grafar í dag. Gordon Brown fjármálaráðherra, minntist Cooks sem framúrskarandi þingmanns við jarðarförina þar sem allir helstu samstarfsmenn Cooks í gegnum tíðina og rjómi bresku stjórnmálaelítunnar var viðstaddur. Tony Blair var hins vegar ekki á meðal gesta þar sem hann er í sumarfríi og ákvað að breyta áætlunum sínum ekki til að vera við jarðarförina. Erlent 13.10.2005 19:40 Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993. Innlent 13.10.2005 19:40 Ráðuneytum verður fækkað Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta. Innlent 13.10.2005 19:40 Flugvöllurinn lamaðist Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd. Erlent 13.10.2005 19:40 Sjíar vilja sambandsríki Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir. Erlent 13.10.2005 19:40 Formsatriði var ekki fullnægt Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi. Erlent 13.10.2005 19:40 Ólafur Ingi með slitið krossband Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Brentford á Englandi er með slitið fremra krossband á vinstra hnéi. Ólafur Ingi meiddist í leik gegn Chesterfield fyrr í vikunni en var úrskurðaður krossbandsslitinn fyrr í dag. Áætlað er að leikmaðurinn verði frá keppni í 7-8 mánuði. Sport 13.10.2005 19:40 Sigrar hjá Akureyrarliðunum Akureyrarliðin KA og Þór unnu bæða góða sigra í kvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. KA sigraði KS á Siglufirði 5-0 og Þór sigraði Hauka 2-0 á Akureyri. Í þriðja leik kvöldsins gerðu HK og Víkingur markalaust jafntefli í Kópavoginum. Sport 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41
Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41
Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40
Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41
Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41
Innflutningur aldrei hættulaus "Ég hef verið fylgjandi fyllstu varúð þegar um er að ræða innflutning hingað til lands, hvort sem um er að ræða dýr, afurðir, fósturvísa eða notuð landbúnaðartæki," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á Keldum. Innlent 13.10.2005 19:40
Fáheyrð ósvífni útvegsmanna "Útgerðarmenn sýna fáheyrða ósvífni með því að krefjast þess að dómsúrskurður færi þeim beinan eignarrétt yfir fiskinum í sjónum," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:40
Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:40
Hluti ránsfengsins fundinn Lögregla hefur fundið örlítinn hluta ránsfengsins sem stolið var úr Banco Central í borginni Fortaleza fyrr í vikunni. Erlent 13.10.2005 19:40
Ekkert rafmagn þegar skólinn hefst "Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla. Innlent 13.10.2005 19:40
Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:40
Segjast ekki leggja niður vopn Félagar í Hamas-samtökunum munu ekki leggja niður vopn þrátt fyrir brotthvarf Ísraelshers og landnema frá Gasaströndinni. Þetta segja talsmenn samtakanna og bæta því við að vopnuð barátta gegn Ísraelsríki muni halda áfram. Það er meðal takmarka Hamas að tortíma Ísrael og koma á fót íslömsku trúarríki sem næði yfir Vesturbakkann, Gasaströndina og það svæði sem Ísraelsríki nær nú yfir. Erlent 13.10.2005 19:40
Samið um spænsk-íslenska orðabók Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin. Innlent 13.10.2005 19:40
Ísbjörn synti 100 km á sólarhring Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni. Erlent 13.10.2005 19:40
Leitað að lífsummerkjum Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars. Erlent 13.10.2005 19:40
Bakri fær ekki að snúa aftur Múslimaklerkurinn Omar Bakri fær ekki aftur að koma til Bretlands þar sem breska ríkisstjórnin telur veru hans í landinu ekki vera lengur "til almannaheilla". Erlent 13.10.2005 19:40
FÍB vill lægri eldsneytisskatta Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni, www.fib.is, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess lækka skatta á eldsneyti. Á heimasíðu félagsins segir að eldsneyti til neytenda sé háskattavara hér á landi og að tæp 60 prósent af útsöluverði eldsneytis á bifreiðar renni til ríkissjóðs. Eldsneytisverð hér á landi sé því með því allra hæsta í veröldinni. Innlent 13.10.2005 19:40
Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um. Erlent 13.10.2005 19:40
Nota varðskip við myndatökur Varðskip Landhelgisgæslunnar verða notuð sem leikmynd við tökur á Flags of our fathers, mynd Clint Eastwood, meðan tökur standa yfir úti fyrir Stóru Sandvík á Reykjanesi. Landhelgisgæslan fær milljón króna á dag fyrir leigu skipanna. Innlent 13.10.2005 19:40
Danir brjóta gegn mannréttindum Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju. Erlent 13.10.2005 19:40
Samvinna um afnám niðurgreiðslna Danir og Íslendingar ætla að vinna sameiginlega að afnámi niðurgreiðslna í sjávarútvegi, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir mikilvægt að þjóðirnar samhæfi krafta sína á alþjóðlegum vettvangi. Innlent 13.10.2005 19:40
Robin Cook borinn til grafar Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, var borinn til grafar í dag. Gordon Brown fjármálaráðherra, minntist Cooks sem framúrskarandi þingmanns við jarðarförina þar sem allir helstu samstarfsmenn Cooks í gegnum tíðina og rjómi bresku stjórnmálaelítunnar var viðstaddur. Tony Blair var hins vegar ekki á meðal gesta þar sem hann er í sumarfríi og ákvað að breyta áætlunum sínum ekki til að vera við jarðarförina. Erlent 13.10.2005 19:40
Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993. Innlent 13.10.2005 19:40
Ráðuneytum verður fækkað Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta. Innlent 13.10.2005 19:40
Flugvöllurinn lamaðist Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd. Erlent 13.10.2005 19:40
Sjíar vilja sambandsríki Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir. Erlent 13.10.2005 19:40
Formsatriði var ekki fullnægt Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi. Erlent 13.10.2005 19:40
Ólafur Ingi með slitið krossband Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Brentford á Englandi er með slitið fremra krossband á vinstra hnéi. Ólafur Ingi meiddist í leik gegn Chesterfield fyrr í vikunni en var úrskurðaður krossbandsslitinn fyrr í dag. Áætlað er að leikmaðurinn verði frá keppni í 7-8 mánuði. Sport 13.10.2005 19:40
Sigrar hjá Akureyrarliðunum Akureyrarliðin KA og Þór unnu bæða góða sigra í kvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. KA sigraði KS á Siglufirði 5-0 og Þór sigraði Hauka 2-0 á Akureyri. Í þriðja leik kvöldsins gerðu HK og Víkingur markalaust jafntefli í Kópavoginum. Sport 13.10.2005 19:40