Fréttir Útilokar ekki beitingu hervalds George W. Bush Bandaríkjaforseti segist ekki útiloka neitt þegar kemur að því að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali við ísraelska sjónvarpsstöð að fyrst og fremst vildi hann notast við diplómatísk samskipti en ef það brygðist væru aðrir kostir í boð. Erlent 13.10.2005 19:41 Umsækjundur guldu fyrir reynslu Landbúnaðarráðuneytið leitaði sérstaklega eftir reynslulitlum einstakling í starf sérfræðings á sviði markaðs- og framleiðslumála í árslok 2002 ef marka má skýringar sem Umboðsmaður Alþingis fékk frá ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:41 Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. Erlent 13.10.2005 19:40 Náðu flakinu upp Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu. Erlent 13.10.2005 19:41 Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. Erlent 13.10.2005 19:40 Haldið upp á afmæli Castro Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi. Erlent 13.10.2005 19:41 Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41 Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41 Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40 Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41 Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41 Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær. Erlent 13.10.2005 19:41 Phi Mickelson efstur - Tiger slapp Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari. Sport 13.10.2005 19:40 Mótmæli við Austurvöll Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum. Innlent 13.10.2005 19:41 Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn "Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið. Erlent 13.10.2005 19:40 Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar. Erlent 13.10.2005 19:41 Hverjum steini velt við Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson. Innlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulausum fer fækkandi Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Innlent 13.10.2005 19:40 Upptökur gerðar opinberar Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær. Erlent 13.10.2005 19:41 Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu. Innlent 13.10.2005 19:41 Syntu yfir Faxaflóann Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími. Innlent 13.10.2005 19:41 Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:41 Einn svakalegasti dagur lífs míns Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar. Innlent 13.10.2005 19:40 Vopnaðir á vellinum Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum. Erlent 13.10.2005 19:41 Bush tilbúinn að beita valdi Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið. Erlent 13.10.2005 19:40 Mengun í Malasíu Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið. Erlent 13.10.2005 19:41 Allar framkvæmdir út úr friðlandi Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:41 Kannabis í bíl í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum. Innlent 13.10.2005 19:40 Biðlistar í kristna einkaskóla Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð. Erlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Útilokar ekki beitingu hervalds George W. Bush Bandaríkjaforseti segist ekki útiloka neitt þegar kemur að því að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Hann sagði í sjónvarpsviðtali við ísraelska sjónvarpsstöð að fyrst og fremst vildi hann notast við diplómatísk samskipti en ef það brygðist væru aðrir kostir í boð. Erlent 13.10.2005 19:41
Umsækjundur guldu fyrir reynslu Landbúnaðarráðuneytið leitaði sérstaklega eftir reynslulitlum einstakling í starf sérfræðings á sviði markaðs- og framleiðslumála í árslok 2002 ef marka má skýringar sem Umboðsmaður Alþingis fékk frá ráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:41
Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. Erlent 13.10.2005 19:40
Náðu flakinu upp Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu. Erlent 13.10.2005 19:41
Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. Erlent 13.10.2005 19:40
Haldið upp á afmæli Castro Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi. Erlent 13.10.2005 19:41
Réðist á andstæðinga sína Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Erlent 13.10.2005 19:41
Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. Erlent 13.10.2005 19:41
Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Innlent 13.10.2005 19:40
Vill skipa sér í forystusveit Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kynþáttafordómar dýraverndarsinna Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Erlent 13.10.2005 19:41
Ákærurnar flóknar og efnismiklar Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Innlent 13.10.2005 19:41
Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær. Erlent 13.10.2005 19:41
Phi Mickelson efstur - Tiger slapp Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari. Sport 13.10.2005 19:40
Mótmæli við Austurvöll Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum. Innlent 13.10.2005 19:41
Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn "Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið. Erlent 13.10.2005 19:40
Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar. Erlent 13.10.2005 19:41
Hverjum steini velt við Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson. Innlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulausum fer fækkandi Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Innlent 13.10.2005 19:40
Upptökur gerðar opinberar Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær. Erlent 13.10.2005 19:41
Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu. Innlent 13.10.2005 19:41
Syntu yfir Faxaflóann Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími. Innlent 13.10.2005 19:41
Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:41
Einn svakalegasti dagur lífs míns Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar. Innlent 13.10.2005 19:40
Vopnaðir á vellinum Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum. Erlent 13.10.2005 19:41
Bush tilbúinn að beita valdi Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið. Erlent 13.10.2005 19:40
Mengun í Malasíu Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið. Erlent 13.10.2005 19:41
Allar framkvæmdir út úr friðlandi Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag. Innlent 13.10.2005 19:41
Kannabis í bíl í Keflavík Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum. Innlent 13.10.2005 19:40
Biðlistar í kristna einkaskóla Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð. Erlent 13.10.2005 19:40