Telur að frumvarp um veiðigjöld myndi hvata til að skerða hlut sjómanna Það að greiða veiðigjöld af afla þremur árum eftir að hann er veiddur er léttvægt vandamál og kallar ekki eitt og sér á lagabreytingu á veiðigjöldum. 6.10.2018 08:00
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29.9.2018 10:00
Bændur hyggja á fleiri útboð um raforkukaup Bændur í Eyjafirði ætla að ganga til viðræðna við Orkusöluna eftir að þeir stóðu fyrir útboði á raforkukaupum. Formaður Bændasamtakanna segir eðlilegt að skoða hvort safna þurfi öllum bændum saman til að fá hagstæðara raforkuverð. 31.8.2018 06:00
Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi Sveitarstjóri Borgarbyggðar segir mikilvægt að samskipti íbúa sveitarfélagsins við starfsfólk ráðhússins batni. Það gerist of oft að óbreyttir starfsmenn verði fyrir óhefluðu orðavali eða köpuryrðum í sinn garð. 30.8.2018 06:00
Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sjómannafélag Íslands og fulltrúi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segja tímabundna ráðningarsamninga til langs tíma óeðlilega. Það rýri réttindi sjómanna. Úrræðið sé leyfilegt til ákveðins tíma en útgerðir nýti sér það í óhófi. 11.8.2018 07:45
Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn Eigandi rekstrar í kringum meðferðarheimilið að Laugalandi í Eyjafirði hefur greitt sér rúmlega 40 milljónir króna í arð á síðustu árum. Einu tekjurnar koma úr ríkissjóði. 9.8.2018 06:00
Ósátt við að ráðherra hafni að greiða 911 milljóna rekstrartap Akureyri krefur ríkið um 911 milljónir vegna taps á rekstri öldrunarheimila bæjarins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bæinn hafa tekið ákvörðun um að bæta fé í reksturinn og hafnar kröfunni. 8.8.2018 06:00
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7.8.2018 06:00
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19.7.2018 07:00
Sjúkraflug um 2 prósent allra flutninga Sjúkrabifreiðar annast langstærstan hluta sjúkraflutninga eða um 98 prósent þeirra. Tvö prósent flutninganna voru með sjúkraflugi, ýmist flugvélum eða þyrlum. 19.7.2018 06:00