Aldi með áhuga á Íslandi Erlendar verslanakeðjur hafa streymt til landsins á síðustu misserum og von er á fleirum. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir verslunarumhverfið hafa breyst gríðarlega neytendum í hag. 12.8.2017 20:00
Fimm skátar enn þá veikir Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. 12.8.2017 20:00
Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. 11.8.2017 20:00
Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur. 11.8.2017 20:00
Aðrir valkostir en bara karl eða kona Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. 10.8.2017 20:00
Einfættur og kláraði eina erfiðustu þríþraut heims Marokkóski íþróttamaðurinn Mohamed Lahna varð um helgina fyrsti einfætti einstaklingurinn til að klára Norseman exreme þríþrautina í Noregi. Hann er staddur hér á landi til að vinna með þróunardeild Össurar. 9.8.2017 20:00
Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. 9.8.2017 20:00
Hjólastóll notaður sem pensill Sýning með listaverkum fatlaðra ungmenna hefur staðið yfir í Hinu húsinu. Unnið var að verkunum með ýmsum hætti, svo sem með hjólastól í stað pensils 8.8.2017 20:00
Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8.8.2017 20:00
Fordæmalausar breytingar á markaðnum Hlutabréf Haga féllu í dag um rúmlega sjö prósentustig en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag, þar sem vísað var í harðnandi samkeppni. 8.8.2017 19:00