Íþróttafréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Sigurður Orri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Frábær sigur Everton á Manchester United

Everton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli. Lokatölur í leiknum urðu 1-0 fyrir heimamenn sem eru eftir sigurinn fjórum stigum frá fallsæti.

Tóku til í stúkunni eftir tap

Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir.

Leclerc á ráspól í Ástralíu

Ökuþórinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, náði besta tímanum í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer í Melbourne á morgun, sunnudag.

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Baldvin Þór í fjórtánda sæti á HM

Baldvin Þór Magnússon, hlaupari, keppti rétt í þessu í úrslitum í 3000 metra hlaupi á heimsmeistarmótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Hann komst í úrslit eftir frábært hlaup á föstudaginn en átti erfitt úrslitahlaup og endaði síðastur af þeim sem kláruðu hlaupið.

NBA: Úlfarnir áfram á siglingu

Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks.

Bardagi Gunnars í óvissu vegna meiðsla andstæðings

Gunnar Nelson átti að berjast við Claudio Silva þann 19. mars í London en þá fer fram bardagakvöld UFC í borginni. Þessi áform eru nú í uppnámi eftir að Silva meiddist. dauðaleit fer nú fram eftir nýjum andstæðing fyrir Gunnar.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.