Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað

Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra.

Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs

Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins.

Aukið fé styttir ekki biðlista

Einstaklingum sem eru á biðlista eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi hefur fjölgað um 90 prósent frá árinu 2013 og tæp 30 prósent á síðustu fjórum til fimm mánuðum.

Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi

Hljóðbókaveitan Storytel komin til landsins. Veitir áskrifendum ótakmarkaðan aðgang að hundruðum íslenskra hljóðbóka og tugþúsundum enskra titla beint í smáforrit. Tilkoma Storytel gæti þýtt uppgrip hjá raddfögrum við að lesa bækur.

Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög

Forseti ASÍ segir að það sé ekki í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps. Verkalýðsforingi gagnrýnir ASÍ. Telur frekar eiga að krefjast sambærilegrar hækkunar.

Sjá meira